Foreldrar! Nýtið frístundakortin og tryggið börnunum heilbrigt íþróttastarf!

Þegar fjölmargar fjölskyldur berjast í bökkum í erfiðu efnahagsástandi kemur það því miður oft niður á börnunum.  Útgjöld eru skorin niður eins og mögulegt er. Því miður neyðast fjölskyldur að skera niður útgjöld vegna frístundastarfs barna sinna.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að tryggja börnum aðgengi að frístundastarfi óháð fjárhag foreldranna. Í Reykjavík hefur þetta verið gert með tilkomu frístundakortsins - sem hefur stundum í umræðunni verið kalla Framsóknarkortið enda höfðu Framsóknarmenn forgöngu um að innleiða það - börnum og unglingum í Reykjavík til hagsbóta.

Frístundakortið á í flestum tilfellum að duga fyrir greiðslu félagsgjalda vegna iðkunar barns í einni íþrótt.

Það er ljóst að ekki hafa allir foreldrar nýtt sér frístundakort barna sinna. Ég hvet alla foreldra til að nýta frístundakortin og koma börnum sínum í heilbrigt íþrótta- og tómstundastarf.

Þá hef ég frétt að þegar hafi borið á nokkru brottfalli barna úr íþróttastarfi vegna efnahagsástandsins. Ástæðan sú að foreldrar hafi ekki getað greitt fyrir vetrarstarfið og að frístundakortið hafi verið fullnýtt. 

Í þeim tilfellum hvet ég íþróttafélögin að gefa foreldrum kost á að fresta greiðslu æfingagjalda fram yfir áramót þegar foreldrar fá í hendur frístundakort vegn ársins 2009. Frístundakortið ætti þá að standa undir að minnsta kosti stærstum hluta æfingagjalda fram á næsta haust.

Þá vil ég benda þeim fjölskyldum sem allra verst eru staddar fjárhagslega og að þær geta leitað til þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og sótt um viðbótarfjármagn vegna frístundastarfs barna sinna ef fjárhæð frístundakortsins hrekkur ekki til.

Bágt efnahagsástand má ekki verða til þess að börn og unglingar hætti þátttöku í heilbrigðu íþrótta- og tómstundastafi, enda slíkt starf líklega aldrei mikilvægara en í slíku ástandi.

Upplýsingar um frístundakortið og hvernig það er notað eru hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íþróttaiðkun er dýr en nausyn, tala nú ekki um í dag á þessum erfiðu tímum. Það sem borgarráð ætti að gera er að semja við íþróttafélögin og byðja þau um að tilkynna yfirvöldum ef börn eru að detta út. Að æfa fimleika frá sept til des kostar um 24 þús veit reyndar ekki hvað það kostar í Reykjavík örugglega ekki minna. Ég held ef við lítum til seinni tíma að þá borgi sig fyrir sveitarfélögin að koma inn í og aðstoða

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:07

2 identicon

  Bara að lata þig vita að eg fylgist með þer.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband