Lögmálum markaðarins beitt í þágu félagslegs leiguhúsnæðis

Með því að óska eftir leiguíbúðum á almennum markaði og endurleigja þær til þeirra sem bíða eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg er verið að beita markaðslögmálum til að fá sem hagkvæmasta leigu í þágu þeirra sem á slíkum íbúðum þurfa að halda.

Þá er unnt að veita fleirum sem rétt eiga á félagslegum leiguíbúðum úrlausn fyrr en ella.

Það er ljóst að leiga er almennt að lækka og með því að óska eftir tilboðum sem þessum ætti Reykjavíkurborg að geta valið úr þær íbúðir þar sem boðin er lægsta leigan, en þó þannig að íbúðirnar uppfylli kröfur Félagsbústaða um húsnæði.

Einnig er mikilvægt að íbúðirnar séu dreifðar um borgina og jafnvel höfuðborgarsvæðið.

Þá getur þessi leið rent styrkari stoðum undir starfandi leigufélög í borginni sem mörg hver berjast í bökkum í efnahagsástandinu.

Síðast en ekki síst þá bindur þessi aðferð minna fjármagn borgarinnar í steinsteypu og því unnt að veita því fjármagni til að verja grunnþjónustu við borgarbúa á þeim erfiðu tímum sem við tökumst nú á við.

Ég er stoltur af þessari tillögu okkar í meirihlutanum í borginni og ég er ánægður með það góða samstarf sem við eigum við minnihlutan í ráðinu um vinnslu aðgerðaráætlunar í húsnæðismálum. Þar tökum við öll höndum saman um að finna leiðir til úrbóta í því efnahagsásandi sem nú ríkir.

 


mbl.is Rúmlega 1.200 bíða eftir félagslegum íbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar hugmyndir eru mjög finar, en þarna þarf vanda til verka. Þannig að allir sem leggja inn tilboð sitji við sama borð

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Nákvæmlega!

Hallur Magnússon, 5.12.2008 kl. 10:02

3 identicon

hmmm, væru þá sveitarfélöginn þá ekki að "ryksuga" upp markaðinn í leiguhúsnæði, og þar af leiðandi að hækka leiguna fyrir hinn almenna borgara sem að þyggur ekki félagslegar bætur enn berst samt í bökkum um hver mánaðrmót þar sem leigann er 60-70% af tekjum hans??  ég er ekki að gera lítið úr þörf fyrir félagslegt húsnæði, enn þarf ekki að fara varlega í að tæma markaðinn af húsnæði?

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú varst nokkuð góður í imbanum í gær Hallur. 

Óskar Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ásgeir!

Þetta er mjög góð spurning hjá þér og fullkomlega eðlileg.  Í venjulegu árferði þá yrði þetta raunin - en nú er ástandið þannig að það er mikið oframboð á tilbúnu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Því hefur aðgerð sem þessi ekki áhrif til hækkunar leiguverðs til almennings.

Hallur Magnússon, 5.12.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Dunni

Orð að sönnu.  Þetta eru mjög góðar hugmyndir sem þurfa að fá vandaða útfærslu.  Hér í Ósló er málum háttað á annan veg.  Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er svo mikil að leigutakar verða að bjóða í íbúðir og þar með rýkur húsaleigan upp úr öllu valdi.

Nú er svo komið að ríkisstjórnin íhugar að setja hámark á húsaleigu eftir íbúðagerð og staðsetningu eins og það var í konungsríkinu fyrir 1990.  Það skal vera kontról á leigunni.

PS.  Þakka fyrir gott innleg í Kastljósið í gær.  Það var virkilega upplýsandi.

Dunni, 5.12.2008 kl. 13:43

7 identicon

Þú varst bara alveg ágætur í Kastljósinu í gær. Og flott þetta með leiguíbúðirnar. Nóg er framboðið

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:03

8 identicon

Þetta er flott.Ég gladdist mjög við að sjá þetta.Flottur í Kastljósi í gær.Mjög góður þáttur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband