Snjall þrýstingur Þingeyinga á Samfylkingu og ríkisstjórn!
1.12.2008 | 11:41
Það er snallt hjá þingeyskum Samfylkingarmönnum að beita Samfylkingunni og ríkisstjórninni þrýsting með því að tvinna saman stuðning við ríkisstjórnina og kröfuna um að:
"...haldið verði áfram atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi og ekki kvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið við uppbyggingu álvers við Bakka og nýtingu þeirrar orku sem er hér á svæðinu. Með því móti verða til hundruð starfa sem nauðsynleg eru til að vega á móti því atvinnuleysi sem nú þegar er brostið á og mun aukast verulega á næstu mánuðum,"
Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin heldur áfram að vinna af fullum krafti gegn uppbyggingu á Bakka - eins og hún hefur gert að undanförnu - þá fýkur stuðningur þingeyskra Samfylkingarmanna við ríkisstjórnina út í veður og vind.
Það er reyndar skiljanlegt að þingeyskir Samfylkingarmenn séu hræddir við kosningar eins og staðan er nú þegar Samfylkingin gekk frá - í bili að minnsta kosti - uppbyggingu þessa mikilvæga fyrirtækis á Bakka. Þeir myndu klárlega missa mann í kjördæminu við núverandi aðstæður.
Lýsa stuðningi við Ingibjörgu og ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já það er hætt við að samfó muni missa mann í þingeyjarsýslu á kostnað lýðskrumara framsóknar úr sömu sveit sem lofa .. og lofa.. og lofa .. og svíkja
Óskar Þorkelsson, 1.12.2008 kl. 11:44
Lífið er flókið í dag, auðvitað væri gott ef álver kæmi fyrir norðan, en hvað með Vestfirði eiga þeir endalaust að lepja dauðan úr skel???
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:53
Tvinnað saman? Mér fannst þetta afar lauslega rimpað og ekki þannig að það hafi tollað við sem skilyrði.
Sigurður Þórðarson, 1.12.2008 kl. 13:23
Væri ekki eðlilegt að Þórunn myndi bjóða sig fram þarna og taka sinn dóm þar.
Óðinn Þórisson, 1.12.2008 kl. 17:16
Hallur, hvað er málið með álverið á Bakka? Hvers vegna þennan óskaplega þrýsting á að reisa álver sem allra fyrst? Er ekki hægt að bíða róleg eftir umhverfismatinu? Og hvað ef, á meðan beðið er, verði fundið upp annað efni, sem verður notað í stað áls í framtíðinni? Þá getur nýsköpunarverksmiðja risið á Bakka í stað álvers og Norður-Þingeyingar verða ofboðslega ríkir. En semsagt, fyrir norðan fer kjörfylgi Samfylkingar eftir því hvort fólk fái það sem það vill, þ.e. álverksmiðju sem allra fyrst eða ekki. Það verður þá, í ljósi þess, spennandi að sjá hvernig næstu Alþingiskosningar fara.
Nína S (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.