Orkan okkar ær og kýr!

Orkan er okkar ær og kýr. Nýting grænnar orku í formi gufuafls og í formi hefðbundinna grænna vatnsvirkjanna á Íslandi er það sem mun byggja upp efnahagslífið að nýju svo fremi sem okkur gefist kostur á að nýta þessa auðlind okkar.  Alveg eins og afurðir áa og kúa héldu í okkur lífinu gegnum aldirnar.

Þá er þekking okkar á sviði grænnar orku orðin mikilvæg útflutningsvara - á sama hátt og við seldum afurðir ánna og kúnna - vaðmál, smjör og síðar fé á fæti til útlanda.  Svo fremi sem okkur auðnast að koma okkur saman um að flytja slíka þekkingu út.

Ég við svo að heilsa Vinstri grænum sem væntanlega munu koma inn menn athugasemdir og halda því fram að gufuaflsvirkjanir - og vatnsaflsvirkjanir framleiði ekki græna orku. Það er bara ekki rétt hjá þeim. Enda er Orkuveita Reykjavíkur með lánsvilyrði fyrir láni á lægstu mögulegum vöxtum frá þróunarbanka Evrópu - eða hvað hann nú heitir - vegna þess að orkuframleiðsla OR er græn orka.

 Punktur.


mbl.is Mikill áhugi á íslenskum orkufyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Síðan hvenær hafa vaðmál, smjör og fé á fæti verið einhverjar útflutningsvörur á Íslandi Hallur sem talandi er um.

Þorvaldur Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 11:01

2 identicon

Vinstri grænir eru og verða alltaf á móti það er það eina sem er á stefnuskrá þeirra. En hvernig gengur að losa sig við gömlu forustuna ????

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn,

Ég tilheyri nú ekki kjósendahópi VG en tek hins vegar undir þá gagnrýni að orkunýtingarstefnan er langt frá því að vera sjálfbær þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Umhverfisráðherra sagði á fundinum í gær að Íslendingar hefðu hingað til ekki þurft aðstoð annarra til að fara illa með orkuauðlindir sínar.

Vandamálið er að við getum aldrei gert neitt með hófsemi að leiðarljósi. Fiskveiðar og veiðiaðferðir okkar eru gott dæmi um þetta - það á að græða svo rosalega mikið á sem skemmstum tíma - ekki hugsa um afleiðingarnar. Bankaútrásin er annað nærtækt dæmi þar sem taumlaus græðgi og misnotkun breiddi sig út fyrir landsteinana með ægilegum afleiðingum.

Viðmiðin í orkuútrásinni eru líka algjörlega út úr öllum kortum. Það er ekki þar með sagt að ég sé á móti allri nýtingu jarðvarma, síður en svo. En ef landinn getur ekki lært af eigin mistökum þá er okkur ekki við bjargandi hér á þessu skeri.

Sigurður Hrellir, 25.11.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk Siggi!

Vissi að þú myndir ekki bregðast mér

Þorvaldur. Vaðmál var fyrr á öldum uppistaðan í útflutningi ásamt skreið. Fé var selt á fæti til Englands á síðari hluta 19. aldar. Smjör var útflutningsvara um aldir - en íslenskt smjör var umtalað í útlöndum sem vont smjör. Annað en smjörið okkar í dag - það besta sem ég hef smakkað hingað til - enda borið fra´á gæðaveitingahúsum vestangafs skylst mér.

Hallur Magnússon, 25.11.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Já...einmitt það er það eina sem við eigum eftir....seljum bara náttúruauðlindirnar líka...og slökkvum svo á eftir okkur

Aldís Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Jarðhitasvæði eru eins og bithagar það fer best á því að beita á þá til skiftis svo hægt sé að leyfa þeim að jafna sig. Á Íslandi vanntar plan fyrir hvað eigi að gera þegar þarf að leyfa nýju jarðhitasvæðunum að jafna sig til að ná þar aftur upp þrýstingi. Svo má alltaf rökstyðja það að lán hjá í náttúruauðlyndum komandi kynslóða borgi sig betur en þau lán sem okkur eru boðin núna. Færa smá Kaynesisma inn í náttúruvernd :)

Héðinn Björnsson, 25.11.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband