Húsfyllir kom Haarde á óvart!!!

Það kom Geir Haarde forsætisráðherra á óvart að húsfyllir var í Háskólabíói!

Er þetta ekki vísbending um að forsætisráðherrann sé ekki í tengslum við þjóð sína?

Verður Geir ekki að leita eftir endurnýjuðu umboði með því að boða til kosninga í vor?


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Geir er nu dalitið viðutan þessa daganna, margt sem kemur honum a ovart. Hann gengur einhvern veginn i öðrum takti. Hreinlega skilur þetta ekki.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurbjörg.

Sammála þér með kosningarnar sbr. bloggið mitt Tvíbeitt vantrauststillaga var ekki rétta leiðin!

Hallur Magnússon, 24.11.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Smjerjarmur

Skelfilegur fundur.  Mest klisjur og alltof lítið af skynsamlegri og réttmætri gagnrýni.  Satt að segja fannst mér konan sem talaði á eftir matráðskonunni ekki hafa neitt fram að færa, var ruddaleg og drýldin. Fundurinn hefur væntanlega þegar upp er staðið þjónað stjórnvöldum betur en þeim sem að honum stóðu.  Því miður skilaði þetta litlu inn í umræðuna!

Smjerjarmur, 24.11.2008 kl. 23:26

4 identicon

Nei þetta er nú ljóta vitleysan allt saman. Og um hvað ætti svo sem að kjósa?Hvort þeirra fengi hreinan meirihluta eða hvað?? Varla yrði það betra. Þjóðin kaus þetta og fékk það sem hún valdi sér. Það yrði amk. glapræði að boða til kosninga fyrr en í fyrsta lagi með vorinu. Hitt er annað mál, að ef Geir hefði tekið uppstokkun í SÍ í mál, þá er ég hreint ekki viss um að þessi krafa hefði einu sinni komið fram. Er ekki hægt að leysa gjaldeyrismálin okkar í hvelli sem samningum við Norðmenn? Þeir eru að einangrast svona utan EU, við yrðum þá með þeim bara. Ég er ekki að tala um að taka upp gamla sáttmála og ganga norsku krúnunni á vald, heldur bara að taka upp myntsamninga við Norðmenn og það í hvínandi hvelli. Eu má skoða samt sem áður, en þá á eðilegum grunni, ekki kreppugrunni.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:29

5 identicon

Æ, Hallur, opnaðu nú augun og SJÁÐU hvað er að gerast. Fundurinn var fínn, ræðumenn góðir, spurningarnar góðar, en svörin, drottinn minn dýri. Það er ekki nema von að fólk vill skipta liðinu út. Sem allra fyrst. Kjósum þetta EKKI yfir okkur aftur eina ferðina enn. Nú verandi ríkisstjórn er eins og höfuðlaus her. Sorrý.

Nína S (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll

Ég hjó einnig eftir þessu.  Það er eins og hann sé að segja að hann búist ekki við andstöðu við sig og flokk sinn í kjölfar alls þess sem hefur gerst.  Svona eins konar "ég er góði gæjinn og fólk ætti ekki að benda á mig".  Sjálfsagt er eðlilegt að hugsa þannig ef að hann telur sig "saklausan", en svarið er sjálfmiðað og gerir frekar lítið úr fólkinu í landinu.

Svanur Sigurbjörnsson, 25.11.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Nína?

Hvernig í ósköpunum getur þú lesið út úr bloggi mínu að ég þurfi að opna augun og sjá hvað er að gerast?  Ég er búinn að vera með galopin augun lengi og séð hvað er að gerast!

Geir hins vegar hefur greinilega gónt á skóna sína fyrst það kom honum á óvart að það yrði húsfyllir í Háskólabíói!

Ég efaðist ekki um að það yrði stútfullt - eins og raunin varð - eins og blogg mitt ber merki?

Hvað í ósköpunum áttu við?

Hallur Magnússon, 25.11.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Húsfyllir er of vægt til orða tekið, vægast sagt. Það var troðfullur salur og ekki fleira fólki hleypt þar inn. Sjálfur kom ég kl. 19.45 of þurfti að gera mér að góðu að horfa á fundinn á skjá í andyrinu. Þar var líka fullur salur. Þeir sem ekki komust inn fyrir miðasöluna hafa væntanlega snúið við og horft á fundinn heima í sjónvarpinu. A.m.k. 2500 manns mættu í Háskólabíó.

Annars er það orðið ansi áberandi hvað fylgismenn ríkisstjórnarinnar hér á blogginu skrifa alltaf undir nafnleynd. Það skyldi þó ekki vera að sami maðurinn haldi úti 10 mismunandi bloggnöfnum og stundi pólitískt vændi?

Sigurður Hrellir, 25.11.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir og sumir meðráðherrar hans hefðu átt að skilja hrokann eftir heima hjá sér, en það var virðingarvert að þeir skyldu þó mæta.

Theódór Norðkvist, 25.11.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ríkisstjórnin er búin að mála sig útí horn. Vandamálið er að hún áttar sig ekki á því. Klifar á því að hún var kosin til fjögura ára og hún ætli ekki að "bregðast trausti".

Traustið er núna 30% og fer þverrandi.

Eina lausnin er að boða til kosninga í apríl n.k.

Sigurður Haukur Gíslason, 25.11.2008 kl. 02:28

11 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ríkisstjórnin þarf að læra auðmýkt gagnvart almenningi. Að virða fólk viðlits, tala við það og svara sjálfsögðum spurningum. Ég er sammála þér Theódór með hroka Geirs og fleiri. Hann er búinn að mála sig út í horn hvað snertir almannatengsl. En vissulega gott að þeir skyldu mæta - og spurning hvort "neyðin kenni ekki naktri konu að spinna", hvort hann finni sig ekki knúinn til að skipta um taktík.

Sumir ráðherrar kunna betur þá list að tala við kjósendur og hlusta. Ingibjörg Sólrún og Össur standa sig betur á þessu sviði, gallinn er bara sá að ríkisstjórnin gengur ekkert í sama takti meðan yfirlýsingar ráðherranna eru svona í allar áttir.

Ég spái því að sá dagur komi á næstu vikum eða mánuðum að stjórnin viðurkenni að hún nái ekki sátt við almenning öðruvísi en að lofa kosningum.

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 07:25

12 identicon

Ég myndi vilja að Davíð segði af sér en að skipta um stjórn núna held ég að sé glapræði. Og hvað ættum við að fá í staðinn það eru allir jafn sekir nema þá helst vinstri grænir og fjálslyndir og þeir eru engan veginn starfinu vaxnir.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 08:41

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Hallur.

Ég sá þennan fund í sjónvarpinu. Þarna sá ég á meðal áhorfenda stóran hóp manna sem styður ríkisstjórnina og vill að hún takist á við það tröllvaxna verkefni sem hún er að vinna í og skorist ekki undan þeirri ábyrgð og hlaupi frá byrjuðu verki.

Það er ekki með neinni sanngirni hægt að fullyrða að húsfyllir þarna hafi einungis verið fólk sem vill kosningar a.s.a.p. - síður en svo.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.11.2008 kl. 10:03

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér má gefa Ríkisstjórninni stjörnu í kladdann fyrir vel unnin störf.

http://www.photo.is/rikisstjorn.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.11.2008 kl. 10:03

15 identicon

Geir er VERULEIKAFIRRTUR! Og því miður ekki sá eini!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:24

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Cacoethes scribendi!

Ég fullyrði bara ekkert um það í bloggfærslunni - hvorki af né á - að fundarmenn séu fylgjandi kosningum eða ekki.

En fyrst þú minnist á þetta - þá hef ég grun um að hlutfall þeirra á fundinum sem vilja kosningar sé hærra en þau 70% í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem vildu kosningar!

Það var mín eigin spurning að spyrja: Verður Geir ekki að leita eftir endurnýjuðu umboði með því að boða til kosninga í vor?

Ástæðan að þessu sinni eru skýrar vísbendingar um firringu og tengslaleys Geirs við þjóð sýna sem meðal annars kemur frám í því að það kom honum á óvart að Háskólabíó skyldi stútfyllast. Held að allir aðrir hafi gert sér grein fyrir að slíkt hlyti að gerast í ljósi stöðunnar.

Það koma svona andartök sem ég er þreyttur á því að fólk lesi ekki það sem stendur í blogginu - og leggi mér nánast orð í munn í athugasemdum. Í þessari færslu þú og  Nína. En það bráir alltaf af mér eftir stundarkorn - þegar tekur yfir gleðin yfir því að einhver telur það ómaksins vert að setja inn athugasemd við bloggið mitt.

Hallur Magnússon, 25.11.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband