Er Seðlabankinn efnahagsleg hryðjuverkasamtök?

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands taldi Seðlabankann greinilega efnahagsleg hryðjuverkasamtök. Er það ekki heldur langt seilst þótt Seðlabankinn hafi gert nánast allt rangt frá því 2003?
mbl.is Seðlabanki á hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já!

Og hvers vegna? Vegna þess að einn af stólum seðlabankastjóranna var tekinn af manni sem hafði hvorki reynslu, menntun eða getu til að teljast hæfur sem seðlabankastjóri. Þessi athöfn öll hvernig aðdragandinn var að þessu valdaráni og hvernig eftirleikurinn hefur síðan æxlast bendir til þess að um efnahagslega hryðjuverkastarfsemi sé um að ræða.

Svo á Valgerður að seigja af sér.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hver var það svo aftur, sem réði Davíð Oddson í stól aðalseðlabankastjóra. Það var Halldór nokkur Ásgímsson.

Sigurður M Grétarsson, 18.11.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Davíð gefur sterklega í skyn, í ræðunni í morgun,  að hann viti eða hafi undir höndum upplýsingar sem skýri af hverju Bretar griðu til svo harkalegra ráðstafanna.

Eg held nefnilega að þetta sé rétt hjá Hannesi að Ríkisstjórn og Seðlabanki voru líka undir Terrorista lögunum.  (það kom hins vegar ekki fram í íslenskum fjölmiðlum) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hallur: Jú, fulllangt seilst hjá Bretum. Hins vegar er það rétt að Seðlabankinn hefur gert talsvert margt vitlaust undanfarið. Ætti að vera nóg að benda á hávaxtastefnu sem virkaði ekki heldur örvaði bankamenn til að taka lánin frekar erlendis og endurlána hér á hærri vöxtum.

Ég er ekki talsmaður persónuofsókna á hendur Davíð - en maðurinn verður að axla ábyrgð. Hans stofnun hefur ekki staðið sig og hann er þar æðsti toppur.

Í eina tíð var það sjálfsagt í stjórnmálum að útvega þeim sem höfðu verið lengi á þingi störf annars staðar þegar þeir hættu. Stjórnmálamenn fljúga nefnilega ekki alltaf inn í hvaða störf sem er. Við framsóknarmenn hljótum að viðurkenna okkar hlut í þessari pólitík.

Núna er krafa almennings að venda um í þessu. Reyndar hefur alltaf einhverjum þótt pólitískur fnykur af því þegar kjörnir fulltrúar skiptast á um að gera hver öðrum slíka greiða. Við þurfum að búa til sátt um það hvernig þetta á að vera, og þá meina ég ekki sátt inni á þingi, heldur sátt milli stjórnmálamanna og almennings.

Slík sátt getur ekki orðið nema hæfni skipti meiru en flokksskírteini í stöðuveitingum. Ef stjórnmálamaður á að geta komið til greina í starf sem ríkisstjórnin ræður í, þá verður hæfni hans að vera óumdeild.

Hagfræðipróf er æskilegt fyrir seðlabankastjóra. Eflaust eru hagfræðingar misvitrir menn eins og gengur, og fyrrum forsætisráðherra hefur að sjálfsögðu víðtæka þekkingu á málaflokknum - en hver getur sagt að Davíð hafi tekist vel upp?

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband