Borgarastyrjöld er hafin í Sjálfstæðisflokknum!

Borgarstyrjöld er hafin í Sjálfstæðisflokknum. Davíð Odddsson er búinn að rjúfa þau grið sem voru milli hans og Geirs Haarde. Væntanlega er Davíð að hefja ESB orrustuna - sem útkljáð verður á flýttum landsfundi íhaldsins.

Hætt er við að borgarstyrjöld þessi verði afar blóðug. 

Ólíkt skærum innan Framsóknarflokks sem fyrst og fremst byggja á eðlilegum og nauðsynlegum kynslóðaskiptum þar sem markmiðið er breið og samstæð flokksforysta hjá Nýrri Framsókn - þar sem forystan mun endurspegla helstu sjónarmið Framsóknarmanna - þá er borgarastyrjöld Sjálfstæðisflokksins harðvítugt stríð milli mismundandi fylkinga innan flokksins. Fylkinga sem beðið hafa vígbúnar í skotgröfunum um langt árabil.

Davíð Oddsson er öflugur vígamaður og veit að sókn er besta vörnin. Þess vegna kýs hann að verða fyrri til - bæði með harkalegri árás á andstæðing sinn Geir Haarde - og hins vegar með því að fara fram á rannsókn á sjálfum sér - rannsókn sem Davíð vissi að var í tundurskeytarennum andstæðinga hans innan ríkisstjórnarinnar!

Þá var betra að hafa frumkvæðið sjálfur - og slá sig til riddara í stríðsfréttaskeytunum - en að láta aðra strípa sig stríðsorðunum með því að hafa forgöngu um slíka rannsókn.

Það verður ekki af Davíð Oddssyni tekið að hann er mikill stríðsmaður - og heggur ótt og títt á báða bóga þegar hann kemst í færi við andskota sína. Hvort sem þeir eru í hans eigin flokki eða öðrum.

Davíð klikkar ekki sem fréttamatur - þótt hann neiti að verða byssufóður fyrir andstæðinga sína!

 


mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega sammála þér, Benedikt. Þarna er kjarni þessa máls.

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:41

2 identicon

Jamm, svo kemur nýtt framboð frá Davíð í kjölfarið sem klýfur sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Vitur maður sagði eitt sinn: "Ekki trufla óvininn meðan hann gerir mistök"

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:42

3 identicon

Hmm, ertu að segja mér að Davíð, Guðni og Bjarni H ásamt fleiri "Íslandsvinum" stofni Íslandsflokkinn??

Árni (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hallur.

Þú talar um orrustu innan Sjálfstæðisflokksins. Það er enginn orrusta sem þú bendir á. Hins vegar eru skoðana skipti hvort menn vilja afsala sér fullveldinu þar er stór munur á.

Davíð Oddsson er sterkur leiðtogi sem þjóðinni vantar og vill berjast gegn því að landið okkar verði afhent öðrum þjóðum. það vil ég ekki. Mun sjálfur berjast gegn því ásamt öðrum.

Þú talar um skærur í þínum flokki. Þetta er miklu stæra mál enn það. Sem dæmi ætti Valgerður Sverrisdóttir formaður flokksins að segja af sér þingmennsku vegna fasteignarfélags Giftar sem nú er auralaust og getur ekki staðið skil á peningum til eigenda sem áttu miss mikið. Stjórnin sem var skipuð framsóknarmönnum ráðstöfuðu að eigin vild fé sem þeir áttu ekkert í. Nú er þetta félag hugsanlega gjaldþrota og 100 þúsund krónur sem hluthafar áttu að fá ornar að engu.

Það voru fleiri Framsóknarmenn sem eiga hlut að máli. Þess vegna verða menn að segja rétt og satt frá.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2008 kl. 21:20

5 identicon

Davíð er ennþá í aðalhlutverkinu í leikritinu Bubbi kóngur, hlutverkinu sem hóf hann upp til vinsælda á menntaskólaárunum. Synd að hann hafi aldrei getað slitið sig frá hlutverkinu því að Bubbi sá náði að leggja land sitt í algera auðn áður en leikritinu lauk.

Finnur Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:45

6 identicon

"Já Davíð er leiðtoginn sem þjóðina vantar og vill berjast gegn því að landið okkar verði afhent öðrum þjóðum" Ég spyr þig Jóhann hvar erum við stödd í dag og hverjir bera ábyrgð á þeirri þróunn sem hér hefur orðið? 

Bara svo ég svari því þá ber þinn ástkæri leiðtogi talsverða ábyrgð.  Hann var við stjórnvölinn þegar kvótinn var gefinn útvöldum, hann var við stórnvölinn þegar bankarnir voru einkavinavæddir og hann hefur staðið nánast aðgerðarlaus í brúnni í Seðlabankanum þangað til allt var komið á vonarvöl.  Það er vitað að Seðlabankinn réði yfir vopnum til að stemma stigur, takast á við ástandið og hemja eldanna en valdi að sturta olíu á bálið með yfirtöku Glitnis og glannalegum yfirlýsingum.  

Davíð er ekki sá leiðtogi sem okkur vantar allavega ekki þau okkar sem vilja búa í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Menn þurfa að axla ábyrgð á sínum verkum og þar er Davíð ekki undanskilinn.

Jón Ragnar Jónsson

Jón R Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Davíð á eftir að stíga út úr svarta kassanum áður en rannsóknin leiðir sannleikann í ljós.  Nýja Ísland á eftir að búa við sama lýðræðislega fasismann og undanfarin ár ef hugmyndir hans ná fram að ganga.  Davíð er nokkurskonar Berlosconi Íslands nema hann hefur náð meiri árangi við að skipa vini og frændur í dómskerfið.

Magnús Sigurðsson, 18.11.2008 kl. 22:44

8 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sennilega margt til í þessari söguskoðun þinni Hallur.  En kannski er þetta það besta sem gæti komið fyrir Geir.  Manni sýnist Árni og Þorgerður ætla að bakka hann upp í baráttunni við Dabba og varla trúi ég að margir af yngri mönnum Sjálfstæðisflokksins bakki hann upp.

Það eru að verða endaskipti í Sjálfstæðisflokknum, uppúr mun standa hægrisinnaður jafnaðarmannaflokkur.  Þar á Davíð auðvitað ekki heima, hvert sem hann fer.....

Magnús Þór Jónsson, 18.11.2008 kl. 23:08

9 identicon

Hef enga trú á að Davíð Oddsson vilji skipta sér af forustu sjálfstæðisflokksins. Hann sagði sjálfur af sér sem formaður hans á sínum tíma. Svo af hverju ætli hann vilji gera sínum flokki eitthvað?

Veit ekki um neitt stríð um sæti í formennskunni, eða neina flokkadrætti þar. Upplýsið mig betur við hvað þið eigið?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hallur.

Jón Ragnar Jónsson eitt vil ég benda þér á. Davíð Oddsson mun koma aftur í stjórnmálin þótt ykkur líkar það eða ekki. Öflugasti leiðtogi sem um getur. Þegar Davíð tekur til máls þá fer allt á hvolf. Hvers vegna menn þola ekki hvað hann er sterkur leiðtogi. Það er ekkert hægt að fullyrða hver er sökudólgur í þessu bankamáli. það verður að koma í ljós áður enn ég get farið að segja mitt álit.

Ef menn hafa ekki farið eftir lögum verða menn að sæta ábyrgð á sínum gjörðum. Þegar það liggur fyrir verða menn á bera ábyrgð á sínu. Tek undir það.

Magnús Sigurðsson.

Ég tek ekki þátt í sleggjudómum á fólk nema það sé rétt og satt. Þá læt ég mig málið varða.

Við ykkur báða þið ættuð að líta ykkur nær hvernig ykkar fólk hefur misnotað vald sitt samanber hluthafa sem áttu sitt hlutafé í Samvinnutryggingum sáluga.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2008 kl. 23:33

11 Smámynd: Skaz

Ok, bara svona svo að við séum með það á hreinu. Er það þannig að einhver skrifstofu/framhaldsskóla pólitík sem er að hindra það að eðlilegar og góðar ákvarðanir séu teknar í landinu?

Yndislegt...

Málið er nefnilega farið að líta einmitt þannig út að eitthvað persónulegt og subbulegt sé farið að ráða gjörðum þess fólks sem hefur verið við stjórnvölinn í landinum að undanförnu. Og þið eruð að tala um þetta eins og ykkur þyki það eðlilegt? Hvaða veruleikafirring er búin að eiga sér stað þegar hagur nokkurra manneskja innan einhvers stjórnmálflokks er farin að stuðla að því að lítið sem ekkert nema það sem kemur ákveðnum aðilum vel eða andstæðingum þeirra illa er farið að ráða því hvernig hagur 320.000 manns er?

Þvílík endemis heimska, og ég sé þetta bara hálfþrítugur að þetta lið og pakk sem er að leika sér með stjórn landsins akkúrat núna er ekkert að hugsa um nema rassgatið á sjálfu sér. Væri kannski hægt að fá aðeins þroskaðra fólk næst? 

Ef að Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún geta ekki farið að hegða sér eins og fullorðnir og ábyrgir einstaklingar í stað þess að vera í einhverju persónulegum atgeir þá verður einhver fullorðinn að stíga þarna inn og skilja þau í sundur og það strax!

Það eru þúsundir heimila að blæða nokkuð hratt út á meðan þau eru í einhverjum metingi um hver sé með stærsta egóið.

Vakna takk fyrir og farið með deilurnar út fyrir.

Skaz, 19.11.2008 kl. 00:20

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Borgarastyrjöld er hafin í Sjálfstæðisflokknum, já, en styrjöldin í Framsóknarflokknum hefur ríkt í langan tíma og ekki séð fyrir endann á henni. Voru ekki fleiri ESB andstæðingar í Framsókn en Guðni og Bjarni?

Það hljóta að vera e-s konar ranghugmyndir hjá Jóhanni að Davíð Oddsson eigi erindi í stjórnmál enn eina ferðina. Það er algjörlega útilokað að fólk kjósi hann eftir þjóðargjaldþrotið, nema nánustu vinir og þeir sem hann hefur potað í áhrifastöður án þess að vera til þess hæfir.

Hallur, eitt ráð til ykkar sem viljið skipta út öllu gamla settinu í Framsóknarflokknum. Fyrir alla muni, breytið nafninu á fyrirbærinu. Jafnvel ungliðadeildin gæti átt í stökustu vandræðum með að þvo af sér spillingarfnykinn. Þeir sem tengja Framsókn ekki við spillingu, þeim er ekki við bjargandi.

Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég minni t.d. á þetta skemmda epli. Samþykkir voru Framsóknarþingmennirnir Árni Magnússon, Dagný Jónsdóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason, Jón Kristjánsson, Jónína Bjartmarz (flutningsmaður),  Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Páll Magnússon og Valgerður Sverrisdóttir. Ég veit ekki hvar Halldór og Siv voru niðurkomin en allavega var enginn úr ykkar fjölmenna liði sem greiddi atkvæði á móti eftirlaunaósómanum.

Nú getur Guðni áhyggjulaus dvalið á Klörubar (innan ESB) á meðan heilsan leyfir.

Góða nótt.

Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 01:48

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður.

Ætla ekki að eyða enn einu sinni orðum í bullið um meinta spillingu Framsóknarflokksins. Hún er hverfandi.  Hvað me spillingu og einkavinavæðingu Samfylkingarinnar - Ingibjörg Sólrún nýjast dæmið - eða Sjáflstæðisflokksins - horfðu bara á efnahagshrunið - eða gömlu allaballanna!

En vegna eftirlauna þingmanna og ráðherra.  Hvað finnst þér eðlilegt að þingamður sem verið hefur þingamður í 20 ár þar af 8- 12 ár sem ráðherra - eigi að hafa í eftirlaun?

Ég hef aðeins verið að pæla í því undanfarið.

Ekki það að mér hefur alltaf fundist að þeir eigi að vera í Lífeyrissjóði ríkins - en það er allt annað mál

Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 08:39

15 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn,

Ég skal reyna að halda aftur af mér. Ég er vissulega mjög hlyntur endurnýjun innan flokkanna. Það tíðkast spilling í þeim flestum, Sjálfstæðisflokknum vitaskuld og líka Samfylkingunni. Það er erfiðara að koma auga á hana hjá VG og Frjálslyndum enda hefur hvorugur flokkurinn nokkurn tíma setið í stjórn. Vald spillir og löng stjórnarseta Framsóknar með Sjálfstæðismönnum gerði ykkur illt.

Til að svara spurningu þinni um eftirlaunin þá hljóta grunnlaun þingmanna að vera algjört hámark fyrir mann með langan þingmanna og ráðherraferil. Reyndar finnst mér það nokkuð ríflega skammtað. Svo eru það biðlaunin - sagði maðurinn sig ekki sjálfur frá vinnunni? Það er ótrúlegt og algjörlega úr takti við heilbrigða skynsemi að Guðni skuli hækka umtalsvert í launum við það að láta sig hverfa.

Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 09:23

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er misskilningur að Guðni haf hækkað í launum. reyndar ábyrgðahluti af fjölmiðkum að halda því fram. Það hefur verið leiðrétt. En það er annað mál.

Ég  var reyndar ekki að hugsa um tilfelli Guðna sérstaklega.

Ég er sjálfur ekki búinn að gera upp við mig hvað eftirlaun ættu að vera. En ég hef það á tilfinningunni í umræðunni um eftirlaun þingmanna og ráðherra að fólk telji eftirlaun þeirra vera miklu hærri en þú raunverulega eru.

Þá er ég ekki að mæla eftirlaunafrumvarpinu bót. Alls ekki.

Guðni var með 843 þúsund krónur í mánaðarlaun sem þingmaður en mun fá 560 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun.

Það eru afar góð eftirlaun - 560 þúsund - eftir 20 ára þingmensku og 8 ára ráðherradóm.  En ég get játað að miðað við umræðuna í samfélaginu - þá hélt ég að þetta væri hærri fjárhæð.

Þetta er miklu lægra en margir gamlir embættismenn sem taka eftirlaun miðað við laun eftirmanna sinna - hafa og hafa haft.

En það verður að nást sátt um eftirlaun þingmanna og ráðherra - og þau eiga að vera snngjörn.

Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 10:23

17 Smámynd: Hallur Magnússon

... aðeins til viðbótar. Laun Guðna sem þingsmanns voru hærri en almennra þingmanna þar sem formenn stjórnmnálaflokka á þingi sem ekki eru í ríkisstjórn fá aukagreiðslur umfram aðra þingmenn.

Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 10:32

18 identicon

Hvaða ógurlega tak hefur Dabbi á honum Geir???? Það hlýtur að vera alveg rosalegt því Geir er eins og handbrúða Dabba

DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:12

19 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Mér dettur í hug sandkassaleikur á leikskóla, í tvennum skilningi .. fyrirgefið samlíkinguna en spáið samt í hvort hún er nokkuð svo út úr korti.

  1. Hvernig menn kasta á milli sín þessum heita og óþægilega bolta og reyna að benda á aðra í sambandi við ábyrgð á hruni. Mér finnst bæði ríkisstjórn og Seðlabanki, sérstaklega Davíð, taka þátt í þessum vinnubrögðum. Erum við ekki þroskaðri en þetta, við fullorðna fólkið?
  2. Þegar við erum gagnrýnd eða okkar flokkar, þá þurfum við að benda á einhverja aðra sem eru meira gagnrýniverðir. Til hvers?

Með fullri virðingu, þá er það ómálefnalegt að vera alltaf að benda á lesti annarra til að breiða yfir eitthvað óþægilegt hjá sjálfum okkur. Ég er guðfræðingur og ég lærði það að á þeim tíma þegar það var í tísku hjá ýmsum sjónvarpsprédikurum að vera alltaf á lofti með dæmandi fingur, þá voru þetta upp til hópa menn sem féllu sjálfir á prófinu. Þeir stóðust ekki þær kröfur sem þeir gerðu til annarra, en voru einmitt þess vegna duglegir að prédika hvað þetta og hitt væru viðbjóðslegar syndir - til að leiða athygli annarra frá sjálfum sér.

Ef við erum duglegri að hnýta í aðra sem eru ekki svo heppnir að vera í réttum flokki, en tölum mildilega um samherja okkar, þá grunar hinn óháði kjósandi okkur um að vera lýðskrumarar. Og hann á fullan rétt á því. Þetta er einmitt það sem gerir flesta hundleiða á pólitík. Við erum allt of dugleg að henda grjóti í aðra. Auðvitað þurfum við að gagnrýna og veita aðhald, en við þurfum líka að láta 70% af málflutningnum - helst meira - vera málefnalega umræðu en ekki þetta skítkast. Svona hnútur, jafnvel þegar málefnalegar eru, verða hvimleiðar þegar pólitíkin er búin að vera á þessum nótum að mestu.

Ég ætla ekki að fría Framsókn ábyrgð, þó ég sé framsóknarmaður. Framsókn hefur ekki verið í stjórnmálum til að snúa sér út í horn og hrópa "við erum stikkfrí, ekki fá okkur í óvinsæl mál". VG er þannig, en Framsókn er andstæðan. Hins vegar er það hverju orði sannara, að spillingin sækir völdin uppi. Spilltir framagosar leita uppi auðveldar brautir til áhrifa. Þess vegna sátum við uppi með Finn Ingólfs og Björn Inga ásamt fleirum. Eflaust geta líka einhverjir spillst við það að ná völdum.

Er ekki bara brýn áskorun til okkar framsóknarmanna að gera heiðarleika að höfuðmáli í okkar pólitík - og draga ekkert undan? Þá meina ég ekki bara heiðarleika sem falleg orð til að slá um sig - heldur að við gerum upp okkar mál, hreinsum til hjá okkur yst sem innst. Þá erum við trúverðugir þegar til kosninga kemur.

Sem menntamaður í siðfræði og því líku býð ég fram hjálp mína. En ég tek fram að þetta þarf að vinnast í samvinnu flokksmanna. Ég get ekki þóst vera "besserwisser" sem veit allt og aðrir ekkert. Við höfum öll hugmynd um hvað er gott siðferði, og á því þarf að byggja.

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband