Munu raunverulegir sökudólgar taka ábyrgð - eða einungis Guðni sem minnsta ábyrgð ber!

Guðni Ágústsson er heiðarlegur maður. Hann hefur nú staðið upp og tekið fyrir sitt leyti ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi. Það vita hins vegar allir að Guðni Ágústsson á minnstan - ef nokkurn þátt í núverandi stöðu. Spjótin standa því að þeim sem raunverulega bera ábyrgð.

Þar get ég nefnt nokkur nöfn. Væntanlega eru þau fleiri. Davíð Oddsson, Geir Haarde, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún, Björgvin G.

Þetta fólk er núna að éta ofan í sig eigin "prinsipp" í IceSave málinu - sem undirstrikar að það er lítið um slík "prinsipp" í þeirra flokkum.

Þetta fólk hefði kannske átt að segja af sér vegna þess hlutar í núverandi ástandi frekar en Guðni. Guðni hefur hins vegar tekið ábyrgð. Af heiðarleika.

Efast um að þetta fólk séu menn til þess að taka slíka ábyrgð. Það elskar fyrst og fremst stólana sína.

Minni á að ég hvatti Guðna Ágústsson til þess að standa upp. En ekki einsömulum. Það leysir engin mál. Ég hvatti Guðna, Valgerði, Siv og Magnús að standa upp og taka þannig ábyrgð á mögulegri ábyrgð Framsóknaflokksins á núverandi ástandi. Þannig fengist hreint borð fyrir nýtt fólk - Nýja Framsókn.

Framsóknarmenn verða nú að taka höndum saman, slíðra sverðin og koma sér saman um nýja, heildstæða forystu. Forystu sem endurspeglar viðhorf innan Framsóknarflokksins og smellur saman eins og malt og appelsín. Til þess að það sé unnt verða fleiri að hverfa af vettvangi svo nýtt fólk - samhent fólk með breiðan stuðning - geti tekið við.

Framsóknarmenn og íslenska þjóðin eiga Guðna mikið að þakka fyrir áratuga fórnfúst starf.


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Hallur minn. Valgerður sagði að ríkisstjórnin hefði ekki átt neinn annan kost í stöðunni. Styður þú ekki hana? Ætlar þú sjálfur að bjóða þig fram? Þú fyrirgefur, en ég veit ekki hvort þú gegnir nú þegar einhverjum ábyrgðarstöðum innan Framsóknarflokksins. kv.

Bergur Thorberg, 17.11.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Bergur.

Ekki í stöðunni eins og hún var orðin. En það var ríkisstjórnin sem kom okkur þangað! Þú verður að skoða þetta ferli frá byrjun. Allsherjar klúður frá upphafi til endis hjá ríkisstjórninni.  Þar ættu margir að segja af sér!

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 20:37

3 identicon

,,Framsóknarmenn verða nú að taka höndum saman, slíðra sverðin og koma sér saman um nýja, heildstæða forystu"

 Núna hefst fyrir alvöru ,,sláturtíðin" í framsókn  !

,,sem undirstrikar að það er lítið um slík "prinsipp" í þeirra flokkum"

Hallur þú ert í pólitík og þar er lygin og ómerkileg heitin aðalmálið, og það veistu !

Það eru allir þeir sem sitja á alþingi og allt gerspillta embættismannakerfið sem eiga  að segja af sér !

Framsóknarflokkurinn og  gerspillta ebættismannakerfið þeirra  er ekki undanskilið !

Í þeirra flokki eru nokkrir sem vilja gera tilkall til forystu í framsóknarflokknum !

JR (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:41

4 identicon

Ertu nú ekki (viljandi) að gleyma t.d. Finni Ingólfssyni, HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI (sem ásamt Geir og Davíð eiga nú mesta sökina á öllu þessu með því að gefa þáverandi ríkisbanka til einstakilinga sem ekki vissu hvað þeir voru að gera) ásamt Valgerði greyinu.  Þ.e. þeim sem tóku upp allt bankareglugerðarverk EBE (sem svo sem fylgdi í EES samningunum) en skitu svo á sig með því hvernig farið var að því að "selja" ríkisbankana.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Eygló.

Vissi ekki að Finnur Ingólfsson gegndi þingmennsku né opinberu starfi á Íslandi. Ekki heldur Halldór Ásgrímsson.

Hvað Valgerði varðar - þá bendi ég á setninguna:  Minni á að ég hvatti Guðna Ágústsson til þess að standa upp. En ekki einsömulum. Það leysir engin mál. Ég hvatti Guðna, Valgerði, Siv og Magnús að standa upp og taka þannig ábyrgð á mögulegri ábyrgð Framsóknaflokksins á núverandi ástandi. Þannig fengist hreint borð fyrir nýtt fólk - Nýja Framsókn.

Ég er að verða dálítið þreyttur á því að fá endalausar athugasemdir við blogfærslur þar serm fólk hefur greinilega ekki lesið hvað stendur í blogfærslunum. Með fullri viðringu Eygló. Þú ert fjarri því að vera ein um það.

Þá verð ég að leiðrétta alvarlega rangfærslu hjá þér. Ríkisbankarnir voru ekki gefnir.

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 20:59

6 identicon

Var Finnur Ingólfsson virkilega ekki einn af ráðherrum Framsóknar? og það meira að segja ráðherra bankamála áður en hann setti nú sjálfan sig í stól Seðlabankans? (sjálfsagt með fulltingi íhaldsins). Var hann bara algjörlega aðgerðalaus í ráðuneytinu?

Og jú: bankarnir voru gefnir. Gefnir óhæfu fólki.  Fólki sem sá glufu á reglugerðarverkinu frá EBE og var nógu siðlaust til að nota hana og veðsetja þjóðina í leiðinni. Verðmatið á bönkunum, þ.e það verð sem greitt var, var ekki eðlilegt, því að engum erlendum (þrátt fyrir að látið hafi verið liggja að því í aðdraganda þess að þeir voru seldir "hæstbjóðanda") var leyft að koma að því ferli.  Og verði ykkur framsóknarmönnum að góðu að þurfa að verja þetta í næstu kosningum.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Eygló!

Hvernir get ég farið fram á að fólk sem gegnir ekki þingmennsku eða opinberu embætti segi af sér? Lestu nú bloggið mitt.

Hvað varðar bankana þá var Búnaðarbankinn seldur hæstbjóðanda. Játa að það var ekki raunin með Landsbankann sem seldur var sjálfstæðismönnum.

Hvernig getur það verið gjöf að selja hæstbjóðanda bankann?

Held þú ættir að setja þig inn í staðreyndir málsins - ekki elta flökkusagnir.

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 21:26

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

kæri hallur - ég vissi ekki að guðni hefði staðið upp vegna misskilinnar ábyrgðar á bankahneykslinu enda ber hann enga slíka og það hefur enginn haldið því fram. hann stóð upp af því að það var ekki vinnufriður hvorki fyrir hann né mig fyrir evrópukrötum sem ég hef alltaf talið að eigi heima í samfylkingunni en ekki framsóknarflokki. svo einfalt er það nú...

Bjarni Harðarson, 17.11.2008 kl. 21:28

9 identicon

Ertu nú ekki í upphaflega innslaginu þinu að tala um að þeir sem raunverulega beri ábyrgð, beri þá ábyrgð? Rauverulegir sökudólgar?  Og ég að minna þig framsóknarmanninn á að það eru nú fleiri sem bera ábyrgð en þeir sem þú taldir upp.  Vertu ekki svona hvumpinn þegar framsóknarmenn eru minntir á sína ábyrgð. Þið hafið verið minntir á hana í kosningum áður og verið það í næstu kosningum. Þú hefur bara vondan málstað að verja, þ.e. hlut framsóknar í því hvernig komið er, sem er nota bene miklu meiri en ábyrgð Samfylkingar (ég er flokksbundin í xS en er ekki viss um að ég verði það miklu lengur), xS þarf að svara fyrir það af hverju þeirra bankamálaráðherra og FME undir þeirra "stjórn" svaf í 1 ár. En xB ásamt xD berið nú samt langmestu ábyrgðina á þessu. Sorry, framsókn kemst ekki undan því. Og þó maddaman óski þess að landsmenn hafi nú gullfiskaminni eins og oftast áður, þá verður svo ekki núna.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Bjarni.

Það hefur komið fram að  forysta Framsóknarflokksins var gagnrýnd í heild sinni á miðstjórnarfundinum og hún hvatt til að stand upp í heild sinni - og þannig meðal annars taka ábyrgð á mögulegum þætti flokksins í núverandi ástandi.

Get ekki séð að það komi Evrópumálum eitt eða neitt við.  Enda Evrópusinnar í forystunni gagnrýndir á sama hátt og Guðni. Þannig var það nú.

En með sömu rökum og þú notar kæri vin - þá er unnt að segja að harðir andstæðingar Evrópusambandins hafi haldið ákvörðun um Evrópumál í gíslingu flokksþing eftir flokksþing - þar sem Evrópusinnar vildu ekki láta sverfa til stárls - því þeir vildu ekki kljufa flokkinn.

 Þú ert í fullum rétti að telja að 70% Framsóknarflokksins eigi heima í Samfylkingunni - en ekki Framsóknarflokknum. En er það ekki dálítið langt seilst?

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Eygló,

Það er alveg á hreinu að Samfylkingin ber ásamt Sjálfstæðisflokknum stærsta ábyrgð á efnahagsástandinu - einkavæðing ríkisbankana á sínum tíma er ekki ástæðan - heldur hvernig úr þeirri einkavæðingiu var spilað. Og núverandi ríkisstjorn  og Seðlabankinn hefur gert allt rangt í efnahagsmálunum. Ekki gleyma að það er stærsta orsök núverandi vanda.

Hallur Magnússon, 17.11.2008 kl. 21:59

12 identicon

Nei Hallur, það er bara alls ekki á tæru, því úr hverju var að moða? Þ.e. fyrir rúmu ári síðan? Þá var hringekjan komin af stað og á fleygiferð.  Hún fór af stað fyrir ca 2 árum ekki satt? Sem var ástæðan fyrir því að Landsbankinn setti af stað þessa Icesave reikninga. Það var þáverandi FME sem hefði átt að sjá glufuna í reglugerðarverkinu frá EBE/EES, en sá ekki. Hins vegar virðist bankamálaráðherra xS og stjórn FME síðasta árið verið sofandi líka. En það er auðvitað afskaplega auðvelt að vera vitur eftir á. Líka fyrir samfylkinguna.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:19

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hallur...eins og þu ert skynsamur, hef ég aldrei skiðið að þú sért í Framsókn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:23

14 identicon

,,Það er alveg á hreinu að Samfylkingin ber ásamt Sjálfstæðisflokknum stærsta ábyrgð á efnahagsástandinu -"

Hallur , það eru sjálfstæðisflokkurinn og þinn framsóknarflokkur sem eigið stærsta þátt í að við erum öll úthrópuð !

Einkavinavæðing bankanna með núverandi formann framsóknarflokksins fremstan !

 Peningamálastefna sem var handónýt , en því miður með sjálfstæðisflokkinn við stjórn !

JR (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:57

15 identicon

Já, svo Guðni sagði bara bless og eigið ykkur, ég er farinn, búinn að fá nóg. Ekki hef ég verið velunnari Framsóknarflokksins, hinsvegar skil ég manneskjuna Guðna mjög vel að hafa brugðist svona við eftir miðstjórnarfundinn. Held að hann hafi átt sér draum t.d. um sterkan, sameinaðan flokk. En komist að því á þessum fundi að hann gat í raun og veru fáum treyst. Held hann hafi orðið mjög sár,aðallega vegna draumsins. En séð hnífa í hverju horni. Drauminn hrynja vegna sundrungar og óeiningar innan flokksins. Þessi flokkur þarf aldeilis að taka sér tak ef hann á að lifa. Maður nokkur, alinn upp í sveit, sagði mér að bændur lifðu hver á sinni jörð eins og kóngar í ríki sínu og litu á sig sem slíka, oft í varnarstöðu gagnvart hinum kóngunum. Framsóknarflokkurinn er (var) bændaflokkur og það hlýtur að vera erfitt að halda saman flokki með svona marga kónga innan borðs. Ærið verkefni framundan sýnist mér.

Nína S (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:10

16 Smámynd: Viðar Eggertsson

"smellur saman eins og malt og appelsín" Frábær frasi! Nota þennan næst.

Viðar Eggertsson, 17.11.2008 kl. 23:47

17 identicon

Guðni farin. Nú þurfa bara hinir þingmennirnir okkar sem fygldu hægri stefnu Halldórs að kveðja líka. Við þurfum að losna við þá sem tóku þátt í að gera Framsóknarflokkin að hálfgerðum Kapítalistaflokki. Ég hef hugsjón sem er framsóknarhugsjón og vil vera stoltur af henni, en get það ekki með þetta lið sem hagar sér einsog hanar í hanaati

Einar Birgir Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:55

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

Væri nú gaman að fá opið bókhald Framsóknarflokksins því skv. áratuga gömlu slúðri á Framsókn að eiga svo mikla peninga hér og þar að ógerningur væri að leggja flokkinn "inn í" Samfylkinguna án þess að tapa stórum hluta eignasafnsins með því.

Hér er ég að sjálfsögðu bara að leika mér með gamlar sögur, hef engar staðreyndir þessu til stuðnings.

Baldvin Jónsson, 18.11.2008 kl. 00:20

19 Smámynd: Björn Finnbogason

Mín skoðun á afsögn Guðna er sú að hann sér hvert Framsóknarflokkurinn er að stefna og ætlar ekki að stýra honum þangað.  Þess vegna -og fyrir hvað hann hefur staðið á þingi undanfarna áratugi, hefur honum fundist rétt að hætta núna til að vera heldur ekki að ergja sig á för flokksins í ranga átt að hans mati.  Einnig getur vel verið að hann hafi tekið sjálfan sig og fjölskylduna fram yfir flokkinn og tekið eftirlaunin meðan þau eru í boði!  Hafi hann gert það finnst mér það allt í lagi, hann er löngu búinn að vinna fyrir þeim fyrir þjóðina.  Óska honum og fjölskyldunni velfarnaðar.

Björn Finnbogason, 18.11.2008 kl. 00:53

20 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristinn.

Lestu aftur bloggið mitt. Ég er að ræða um þá sem enn sitja í pólitískum stöðum - og í Seðlabanka - auk forystu Framsóknarflokksins sem ég hef hvatt til þess að standa upp.

Mér þykur þú vera haldinn smá lesblindu - nema það hafi verið bjálki  að flækjast fyrir - þegar þú lest blogg mitt núna og undanfarið með þessum augum!

Hallur Magnússon, 18.11.2008 kl. 07:39

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn,

Þú segir að Framsóknarmenn og íslenska þjóðin eigi honum Guðna mikið að þakka. Ég veit svo sem ekki hvernig Framsóknarmönnum er innanbrjósts en íslenska þjóðin mun þurfa að gjalda "þakklætti sitt" dýrum dómum vegna eftirlaunafrumvarpsins alræmda. Það var samþykkt árið 2003 í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins af öllum þingmönnum flokksins auk þess sem að Jónína Bjartmarz var einn af flutningsmönnum þess.

Svo segir þú í athugasemd 7 að Búnaðarbankinn hafi verið seldur hæstbjóðanda. Þeir sem horfðu á Silfur Egils s.l. sunnudag fengu ágæta innsýn inn í það hvernig báðum ríkisbönkunum var handstýrt að ákveðnum aðilum. Var þessum útvöldu hæstbjóðendum ekki meira að segja útvegað fjármagn til að kaupa bankann?

Sigurður Hrellir, 18.11.2008 kl. 13:21

22 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Framsóknarflokkurinn var í eina tíð góður flokkur með góðar og öflugar hugsjónir. Við getum ekki lagt að jöfnu Framsókn fyrir tíð Halldórs Ásgrímssonar og félaga, og það sem gerst hefur í flokknum eftir að Steingrímur Hermanns hætti. Guðni benti réttilega á það að flokkurinn var allt of lengi í stjórn með íhaldinu. Enginn flokkur þrífst vel á því, enginn flokkur getur haldið sérstöðu sinni með því að spyrða sig saman við íhaldið til langs tíma.

Það er hægt að benda á ýmsa slæma frammámenn í Framsókn síðustu 14 árin. En þegar við förum að telja upp fólk eins og Halldór Ásgríms eða Finn Ingólfs, þá skulum við minnast þess að flokkurinn ber ekki ábyrgð á þeim lengur. Halldóri var ekki stætt lengur. Finnur lék sjálfum sér út af borðinu á svívirðilegan hátt. Ég var búinn að fá upp í kok á þessu rétt áður en Jón Sig. tók við, og farinn að íhuga það alvarlega að kjósa eitthvað annað. Jón gaf nýja von, hafði á sér allt yfirbragð mjög skynsams foringja og hann var lýðræðislegri leiðtogi en þekkist í íslenskum stjórnmálum.

Hallur: Ég er sammála því að Framsókn þurfi að hreinsa sig af síðustu ríkisstjórn. Að öðru leyti en því að mér finnst Magnúsi Stefánssyni ofaukið í upptalningu þinni á þeim sem skuli víkja. Ef hinir fara, þá er það nóg. Magnús var aðeins eitt ár ráðherra og við getum varla ásakað hann fyrir fleira en að vernda Íbúðalánasjóð og svo náttúrlega að taka þátt í þessu stjórnarsamstarfi, en ef við ætlum að gera það að brottrekstrarsök þá skulum við leggja flokkinn niður því flokkurinn samþykkti það einum rómi.

Framtíð Framsóknar: Við stöndum á tímamótum. Flokkurinn er forystulaus nánast, þá meina ég að okkur vantar skelegga forystu sem talar máli sem fólk í landinu skilur og sem vekur traust. Við þurfum nýja forystu. Miklu skiptir hvernig til tekst við að velja hana. Hún þarf að vera þannig samsett að hún geti unnið að sáttum meðal fólks, hún þarf að setja heiðarleika og lýðræðislega samvinnu á oddinn, hún þarf að vera hafin yfir alla yfirborðsmennsku, hún þarf að tala fyrir nýjum gildum í íslenskum stjórnmálum. Ég var að lesa í Mbl. í dag að á miðstjórnarfundinum hefði komið fram sú gagnrýni að það hefði verið fyrir neðan virðingu Framsóknar að taka þátt í að skipa pólitískt í bankaráðin. Birkir Jón Jónsson, þingmaður, lagði til fyrir skömmu að þau yrðu ekki pólitískt skipuð heldur væri fræðimönnum falið að skipa faglega í þau. Ég er svo sammála þessu. Við þurfum nýja sýn hérna. Við þurfum að kveðja þessar flokkspólitísku skipanir sem hafa verið sjálfsagt mál í íslenskri pólitík, og þar með alla þessa bitlinga og þetta óeðlilega hagsmunapot. Því miður er Framsókn ekki saklaus í þessum efnum. En hugsið ykkur: Hvað hefðu menn sagt ef þingmenn Framsóknar hefðu sagt: Við viljum að í stað okkar fulltrúa í bankaráðum fái fræðistofnanir að tilnefna menn? Það hefði verið frétt í lagi!

Ég vil nýja forystu sem getur hugsað á svona nýjum forsendum og leitt endurreisnarstarf flokksins, þannig að við fáum nýjan flokk þó á gömlum grunni sé, með nýjar hugsjónir og nýjan eldmóð. Nýjan heiðarleika og nýja eindrægni.

Hallur, hvað finnst þér?

Einar Sigurbergur Arason, 18.11.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband