Stórmenni segir af sér. Sökudólgar sitja sem fastast í ríkisstjórn!

Stórmenni hefur sagt af sér. En sökudólgar sitja sem fastast í ríkisstjórn!

Guðni Ágústsson hefur unnið vel fyrir land og þjóð um áratugaskeið. Hann hefur einnig unnið vel fyrir Framsóknarflokkinn í marga áratugi. Það er ekki unnt að kenna Guðna Ágústssyni um þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn er kominn í - þótt hann hafi ekki náð að snúa fylgisþróun Framsóknarflokksins við.

Ég hvatti Guðna Ágústsson til þess að standa upp. En ekki einsömulum. Það leysir engin mál. Ég hvatti Guðna, Valgerði, Siv og Magnús að standa upp og taka þannig ábyrgð á mögulegri ábyrgð Framsóknaflokksins á núverandi ástandi. Þannig fengist hreint borð fyrir nýtt fólk - Nýja Framsókn.

Framsóknarmenn verða nú að taka höndum saman, slíðra sverðin og koma sér saman um nýja, heildstæða forystu. Forystu sem endurspeglar viðhorf innan Framsóknarflokksins og smellur saman eins og malt og appelsín. Til þess að það sé unnt verða fleiri að hverfa af vettvangi svo nýtt fólk - samhent fólk með breiðan stuðning - geti tekið við.

Framsóknarmenn eiga Guðna mikið að þakka fyrir áratuga fórnfúst starf.

 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég var einmitt að rausa um þetta hérna, þetta eru stórtíðindi !

Sævar Einarsson, 17.11.2008 kl. 15:41

2 identicon

Jahérna - af öllu því sem hefur gengið á átti ég aldrei von á þessu. Skál fyrir þér Guðni - þú þorir að sýna karater og víkja og setja um leið fordæmi fyrir restina (Hvar í flokki sem er). Vonast til að geta tekið í höndina á þér einhverntímann fyrir þennan drengskap. Hversu lengi þurfum við svo að bíða eftir Geir og co. ?

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek undir það með þér, Hallur, að hinir framsóknarráðherrarnir, sem sátu í síðustu tveimur ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eiga að fylgja Guðna.  Með því eru þau að axla sína ábyrgð burt séð frá því að það myndist einhver starfsfriður innan flokksins.  Þau væru jafnframt að setja pressu á "ég gerði ekkert rangt" ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum.

Kannski verður siðbreyting í íslenskum stjórnmálum.

Marinó G. Njálsson, 17.11.2008 kl. 15:49

4 identicon

Skarð er fyrir skildi, Íslands sómi, sverð og skjöldur, sjónarsviptir. Guðni Ágústsson er jú stórmenni og drengur góður. Því miður finnst mér hann líða fyrir fortíðarvanda síns flokks, þá helst líður hann fyrir afglöp forvera síns, græðgi Finns og klappstýrutöktum Valgerðar.

Ég vona svo innilega að Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, mætustu menn okkar þjóðar sem af einlægni vilja henni vel, nái að snúa bökum saman. (Bjarni gæti þó þurft að endurskoða afstöðu sína í evrópumálum).

Ég veit að gríðarlega stór hópur fólks myndi fylgja Guðna að málum. 

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Sæll Hallur.

Mér er spurn. Voru svört öfl hér að baki??  Og hröktu Guðna í burtu??

Ingunn Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 16:06

6 identicon

"Út við grænan Austurvöll

sem angar oft á vorin.

Stendur væn og vegleg höll

vonin mænir þangað öll."

Jón Tynes (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:11

7 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Ert þú ekki einn af þeim sem legið hafa í hælunum á Guðna Ágústssyni, Hallur minn?

Blaðamenn Foldarinnar, 17.11.2008 kl. 16:18

8 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Eru hann og Bjarni ekki bara að undirbúa stofnun nýs flokks?

Gunnar Axel Axelsson, 17.11.2008 kl. 16:26

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú hvattir Guðna til að standa upp!!

Með hvaða stefnu situr þessi flokkur þegar á brottu hafa hrökklast þeir tveir menn sem stóðu vörð um þjóðleg og íhaldssöm gildi. Skarpgreindir menn, auðlesnir og undirhyggjulausir.

Þetta eru dagar mikilla tíðinda og mér sýnist eins og skáldinu forðum við fráfall Jóns Eiríkssonar í Kaupmannahöfn að; "Íslands óhamingju verður allt að vopni!"  

Árni Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 16:27

10 identicon

Hvað gera bændur þá???????????????

Sigrún Ólafs (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:32

11 Smámynd: Bjarki Jóhanneson

Þið hljómið flest öll sem góðir og gegnir Framsóknarmenn og athyglisvert að lesa greinakorn frá fólki sem hefur álit á Guðna. Í mínum huga er Guðni allt að því þroskaheftur og er ég þá að miða við ummæli hans héðan og þaðan, sbr. blaður um paprikur og annað. Ég held að hann sé að hætta vegna þess að hans málstaður er tapaður og auk þess er hann orðinn þreyttur. Við, þegnarnir, erum byrjuð að gera kröfur á stjórnmálamenn og Guðni veit að hann getur ekki staðið undir þeim. Þess vegna er einfaldast fyrir hann að hætta og fara á feit eftirlaun. Ætli hann fái ekki 2-3 tvöföld kennaralaun sem er mitt viðmið, þegar hann hættir?
Getur hann ekki farið og skemmt fólki á Kanaríeyjum?

Bjarki Jóhanneson, 17.11.2008 kl. 16:41

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sökudólgarnir fyrir afsögn Guðna eru ekki í ríkisstjórn núna Hallur. Þeir eru í ykkar eigin flokki. Ertu ekki einn af þeim karlinn minn?

Haraldur Bjarnason, 17.11.2008 kl. 18:00

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Virðist sem stór hluti fólks lesi þessa færslu með mikinn athyglisbrest.

Hallur gengst einmitt við því hér að ofan að hafa lagt til við Guðna að hann viki frá ÁSAMT öðrum fyrrum ráðherrum Framsóknarflokksins. Hleypir að nýju blóði og setur fordæmi fyrir hina flokkana.

Það er hins vegar engin hætta á því að mínu mati, að Valgerður siðblinduð víkji. Mun fremur tel ég hana nú ætla sér að notfæra sér stöðuna og sölsa undir sig afganginn af hræinu.

Baldvin Jónsson, 17.11.2008 kl. 18:14

14 identicon

Stórmenni!?

Hallur hlýtur að vera grínast! 

Eftirmæli Guðna er nær sanni eitthvað á þessa leið:

Hann var í besta falli skemmtilegur einfeldningur en í versta falli en í versta falli (eins og einfeldingum hættir til) afar illa upplýstur, sjálfhverfur og hættulegur (vegna þess að hann komst til valda).  Hann hefur aldrei haft neina heildarsýn á samfélag okkar og verið sveita-og kjördæmapotari.

En hann gat verið fyndinn.  

Fyrir það og fleira fer hann nú grænari gresjur með 900.000 kr. Ofureftirlaun.  

 Á hann það skilið?

Nei.  Hann hann hrökklast burt til þess að verða ekki niðurlægður á næsta landsfundi flokksins.

Farið hefur, jarmandi, fé betra

Friðrik (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:31

15 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Aumingi sem nennti ekki að vinna lengur lætur íslenska alþýðu greiða ser ofureftirlaun skerðum laun spilligarliðsins

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband