Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Obama!

Íslenskir stjórnmálamenn geta greinilega lært af Framsóknarmanninum Obama.  Líka Framsóknarmenn.

Það hefur verið lenska gegnum tíðina í íslenskri pólitík að biðjast ekki afsökunar á mistökum.

Reyndar gerði Framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson það ítrekað.

Geir Haarde virðist vera að læra það - ég tek ofan fyrir honum fyrir að hafa beðið þjóðina afsökunar á blaðamannafundi í gær. Vona að hann meini það.  En hann er maður af meiru eftir það!


mbl.is Obama bað Nancy Reagan afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki óþarfi Hallur að gera ítrekað lítið úr forsetanum nýkjörna með að tala um hann sem Framsóknarmann? Þeir sem hafa eitthvað örlítið vit á pólitík vita að bandaríski demokrataflokkurinn liggur nokkuð hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn íslenska. Ég veit ekki betur en að framsóknarmenn líti á sig sem vinstri menn, í það minnsta þegar það hentar.

Hlynur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlynur.

Framsóknarflokkurinn hefur verið skilgreindur sem miðjuflokkur frá því ég hóf að starfa mep honum fyrir 25 árum eða svo. Obama hefur verið skilgreindur sem miðjumaður í Bandaríksum stjórnmálum.  En það breytir ekki þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og Demókrataflokkurinn hefur verið í alþjóðlegu samstarfi frjálslyndra flokka í áratugi. Obama er því amerískur Framsóknarmaður. Hvort sem þér líkar það betur eður verr.

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 20:40

3 identicon

Ég hefði nú haldið að hann væri Demókrati, þ.e.a.s. félagi í bandaríska Demókrataflokknum sem, síðast þegar ég vissi, er langt hægra meginn við alla flokka í Íslenskri pólitík.

Hilmir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Thee

Er Gordon Brown Þá Samfylkingarmaður?

Thee, 9.11.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband