Sjálfstæðisflokkur og Samfylking = Atvinnuleysi

Ætli það sé tilviljun að þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking - áður Alþýðuflokkur - vinna saman í ríkisstjórn að þá upplifi Íslendingar alltaf fjöldaatvinnuleysi?

Nú upplifum við fjöldaatvinnuleysi. Síðast ríkti fjöldaatvinnuleysi undir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Þá hafði ekki verið fjöldaatvinnuleysi frá því á dögum Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks!

Merkileg tilviljun eða hvað?


mbl.is „Það er enga vinnu að hafa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Alþýðuflokkur  gamli og Samfylking hafa talið að íslenskur landbúnaður eigi ekki rétt á sér það á að flytja allt inn og greiða með gjaldeyri nú sjáum við ef það hefði orðið raunin. Stóriðjan er eitur í þeirra beinum og þar þvælast þeir fyrir þar til allir gefast upp. Atvinnumál eru mál sem aldrei mega stoppa. Því var það rétt stefna í síðustu kosningum áfram ekkert stopp, og nú sjáum við afleiðingar þess að ekki var farið að þeim ráðum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.11.2008 kl. 08:48

2 identicon

Það þýðir ekkert að reyna  endalaust að koma þessu ástandi yfir á aðra.

Þeir sem eiga lang lang mestu sök á núverandi ástandi er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Þeirra samstarf til margra ára hafa skilað þessari þjóð núverandi ástand. Þetta er staðreynd sem allir sjá og vita nema að sjálfsögðu Framsóknarmenn sem eru nú bara smá smá brot af þessari þjóð.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þessi stjórn hefur nú varla haft tíma til að koma þessu bulli af stað, verðum nú líklega að líta aftur til ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Framsóknar. Full mikið um svona óábyrgar yfirlýsingar í þessum blessuðu bloggum. NB þá er mér hvorki hlýtt eða kallt til nokkura þessar flokka.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Stundum er ég alveg gáttaður á bullinu í þér Hallur, ha?  Ég meina það, hvað á maður að halda; stundum talar hér skynsemirödd, öðrum stundum framsóknarfroðusnakkur í tómu rugli!

Jón Þór Bjarnason, 6.11.2008 kl. 08:52

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Strákar mínir!

Þið getið ekki neitað því að þetta er merkileg tilviljun - er það?

Hallur Magnússon, 6.11.2008 kl. 08:57

6 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Í fyrsta lagi er þetta ekki tilviljun! Í öðru lagi veistu vel hvert helst væri hægt að rekja það ástand sem við upplifum í dag. Þetta er með því ósmekklegra sem þú hefur látið frá þér lengi, og kemur mér satt að segja sorglega á óvart. Hvað er málið með þig í dag?

Jón Þór Bjarnason, 6.11.2008 kl. 09:08

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvað varð um sólarkísilverksmiðjuna sem var í býgerð í Þorlákshöfn hver klúðraði því. Það er ekki svo að hún verði ekki byggð því hún fór til Kanada það var ekki fjárskortur heldur eitthvað annað klúður. Atvinnu mál og fjárfestingar erlendra aðila er mjög viðkvæm og það þýðir ekki að haga sér eins og fílar í glerbúri þegar þeir eru annarsvegar.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.11.2008 kl. 09:14

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Ragnar.

Ef þú lest blogg mín undanfarið þá getur þú ekki sagt að ég láti vera að gagnrýna hlut Framsóknarflokksins. Hins vegar er jafn ljóst að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ber mesta ábyrgð á stöðu efnahagsmála.

Samfylkingin ber þar einnig mjög mikla ábyrgð - þar sem hún hefur gert nánast allt rangt í efnahags- og bankamálum frá því hún komst í ríkisstjórn.

Ef einhver er að reyna að skirra sig ábyrgð á óheiðarlegan hátt - þá er það Samfylkingin - stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.  Ekki gleyma því að helstu mistökin í bankaheiminum - IceSave reikningarnir - eru tilkomnir í bankamálaráðherratíð Samfylkingarinnar - og að formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins er eðalkratinn Jón Sigurðsson.

Ekki heldur gleyma því að Framsóknarmenn hafa varað við ástandinu frá því síðla sumars 2007 þegar efnahagsleg óveðurskýr tóku að hrannast upp - en talað fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar - sem betur hefði hlustað. Ef farið hefði verið eftir ábendingum Framsóknarmanna þá væri ástandið ekki eins slæmt og það er í dag!!!!

Ég er ekki viss um að Þingeyingar saki Framsóknarmenn um atvinnuástandið á þeim slóðum - þar hefur Samfylkingin framið efnahagslegt hryðjuverk með því að leggja stein í götu framkvæmda á Bakka og undirbúningsframkvæmdum vegna þess. Spái því að Samfylkingin eigi eftir að tapa stórt í Norðausturkjördæmi vegna þess. Og hún á það skilið.

... og það er alveg ljóst að því fer fjarri að núverandi ríkisstjórn ráði við ástandið - enda átti hún ásamt Seðlabankanum mjög stóran þátt í að skapa það með síendurteknum röngum ákvörðunum.

Þið getið sakað mig um ósmekklegheit - en staðreynd málsins er þessi. Öllumríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og krata undanfarin þrjá áratugi hefur fylgt fjölda atvinnuleysi. Og spurningin er: er það tilviljun?

Hallur Magnússon, 6.11.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Ólafur.

Það var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking - ástam Ólafi F og Vinstri grænum - sem klúðruðu sólarkísilverksmiðjunni í Þorlákshöfn.

Óskar Bergsson Framsóknarmaður var sá eini sem stóð í færurna í því máli!

Sem betur fer er nú komin alvöru starfhæf borgarstjórn undir forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Hallur Magnússon, 6.11.2008 kl. 09:29

10 identicon

Þórunn Sveinbjarnardóttir á skilið verðlaun í flokknum hvernig best sé að tryggja fjöldatvinnuleysi á landinu næstu 5 árin eða svo

til hamingju allir samfylkingarkjósendur, þið eigið heiðurinn að þessu!

Kjartan (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband