Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að ESB!

Grasrótin í Framsóknarflokknum vill aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta staðfesti annars vegar fjölmennt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi og hins vegar Framsóknarfélag Akranes í ályktun sínum í gærkvöldi.

Framsóknarflokkurinn verður að útkljá Evrópumálin hið fyrsta. Því ber að flýta flokksþingi.

Þá er ljóst að kosningar verða í vor hvað sem Geir Haarde reynir að strögla í bráðabirgðaríkisstjórn sem hangir á bláþræði.

Ég hef hvatt til þess að Framsóknarmenn - sem eru afar öflugir um þessar mundir eins og fjölmennt kjördæmisþing sýnir - þrátt fyrir afhroð í skoðanakönnunum - flýti flokksþingi sínu.

Þar hef ég mælt með því að Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson-  sem öll sátu sem ráðherrar í síðustu ríkisstjórn - taki fyrir Framsóknarflokksins hönd ábyrgð á mögulegum þætti Framsóknarflokksins í núverandi efnahagsástandi og segi af sér.

Þetta fólk hefur á undanförnum áratugum lagt gífurlega mikið á sig í vinnu fyrir íslenska þjóð og fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur á mörgum sviðum lyft grettistaki og átt lykilþátt í að byggja upp atvinnu og velferð íslensku þjóðarinnar. Þau eru í hópi vönduðustu og bestu stjórnmálamanna Íslands.

En á sama hátt og þau bera ábyrgð á fjölda góðra mála sem ber að þakka, þá bera þau að einhverju leyti einhverja ábyrgð á núverandi efnahagsástandi - þótt meginsökudólgurinn sé Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem hefur gert allt rangt í efnhags- og bankamálum síðan Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn. Þar hefur Framsóknarflokkurinn reyndar varað við vitleysunni.

Því ber þeim að taka ábyrgðina og hætta - því engin persóna er stærri en lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn. Það er nóg af öflugu fólki til að taka upp merkið að nýju fyrir nýja Framsókn - sem byggir á góðum og göfugum hugsjónum sem unnið hefur verið eftir í rúm 90 ár. Það sýnir td. öflugur og fjölmennur fundur í kjördæmasambandi suðvesturkjördæmis í gær.

En þótt ég hvetji fjórmenningana til að standa upp og taka ábyrgð, þá ítreka ég að þjóðin og Framsóknarflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við þessa öflugu Framsóknarmenn sem hafa unnið af mikilli elju og fórnað miklu fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Vilja hefja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mjakast. Suðurland næst?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, þú segir fréttir Hallur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband