Stráfellir íslenska bankakreppan stjórnmálamenn?

Það kæmi mér ekki á óvart að íslenska bankakreppan muni stráfella fjölda stjórnmálamanna:

Geir Haarde, Gordon Brown, Björgvin G. Sigurðsson, Árna Matthiesen, Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson, Jón Sigurðsson krata, Darling og náttúrlega Davíð Oddsson!


mbl.is Aðvörunin verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Kjartan.

Þetta er hreinlega alrangt hjá þér!

Ábyrgðin er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins, Framsókanrflokkurinn þó samábyrgur að hluta og Samfylkingin illilega ábyrg vegna ítrekaðra mistaka undanfarna mánuði.

En einhverra hluta vwegna nær Samfylkingin að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn!

Hallur Magnússon, 1.11.2008 kl. 11:36

2 identicon

Sæll Hallur.

Þú mátt alls ekki gleyma af þessum lista Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur oddvita Samfylkingarinnar í þessari Ríkisstjórn. Konunni sem geystist um heiminn á SAGA CLASS og í einkaþotum útrásarvíkingana til að þjóna í einu og öllu undir hagsmuni elítunnar og ljúga því aftur og aftur að hér væri allt í þessu fína lagi í banka- og efnahagsmálunum. Hún gekk lengra en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður í að bera blak af bönkunum og að Ríkisstjórnin myndi verja þá fram í rauðann dauðann.

Hún ásamt forsætisráðherra Íslands ættu að vera fyrst á þessum lista, en víst eiga þar fleiri heima líka.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:50

3 identicon

Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum fyrst og fremst. Þar fara fremstir í flokki Sjálfstæðismenn sem teyma Framsóknarhundinn sinn í stuttri ól. Þessir aðilar reyna svo að kenna athafnamönnum um allt klandrið þótt þeir geri sér fulla grein fyrir því að viðskiptajöfrar landsins gátu einungis staðið í framkvæmdum innan þess ramma sem stjórnvöld marka.

Hluti þess ramma var að gefa bankana, símann og allt annað sem ríkisins var á silfurfati til þeirra sem vildu braska. Það hefur verið stefna stjórnvalda að gera allt sem þau geta til að ýta undir áhættusama hegðun og þenslu einkafyrirtækja, og nú uppskerum við það sem þeir sáðu.

Forsætisráðherra mikinn hluta þess tíma sem þessi stefna hefur verið í gangi gjammar núna í fjölmiðlum að þetta sé öllum að kenna nema honum sjálfum og situr sem fastast, hvað sem það kostar okkur. Nú er vantar bara heykvíslarnar og almennileg mótmæli. Setja smá fútt í þetta. Mace svíður ekki endalaust...

ari (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er mjög einfalt að næst þegar kosið verður má ekki leyfa neinum að bjóða sig fram sem verið hefur þingmaður eða varaþingmaður síðan 1990.  Allt þetta fólk ber ábyrð á því hvernig komið er reyndar mismikla en allir samt nógu mikla til að þurfa að víkja.  Reyndar má gera undatekningu við Jóhönnu Sigurðar.

Einar Þór Strand, 1.11.2008 kl. 11:56

5 identicon

Held þetta sé rétt greining hjá þér Hallur.  Held það skipti engu máli hver stendur í brúnni á þjóðarskútunni.  Leiðin er mörkuð.  Stærsta vandamálið er að fólk ekki er upplýst.

Valkostirnir eru engir.  Við þurfum að lifa við lágt skráða krónu í langan tíma, háa vexti og það þarf að gera sársukafullan og bráðnauðsynlegur niðurskurð á ríkisútgjöldum.  Hallinn á fjárlögum 2009 er metinn á 130-140 miljarðar og gætu orðið mikið hærri.  Þetta er 60-75% af væntanlegu heildarláni IMF (háð gegi krónunnar) sem við þurfum að greiða háa vexti af.  Þetta niðurskurðarferli sem þarf að komast í gang sem fyrst. 

Það má bæta við að skilyrði myntbandalagsins þeas Evru aðildar, sem marga núna dreymir um, er að fjárlagahallinn má maximalt vera 3% af vergri þjóðarframleiðslu og heildarskuldir ríkisins maximalt 60% av vergri þjóðarframleiðslu og við verðum langt yfir það.  Ekki líklegt að við verðum undanskilin þessum skilyrðum.
Hætta þessu blaðri um Davíð og laun bankastjóra ríkisbankanna þetta er stóramálið og núna er bara að bretta upp ermarnar. 

Gunn (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:25

6 Smámynd: Björn Birgisson

Í næstu kosningum verða litlar breytingar. Þeir stjórnmálamenn sem vilja halda áfram á annað borð munu skipa efstu sætin. Við Íslendingar breytum sjaldan miklu í kosningum.

Svo er annar vinkill á þessu máli: Ærlegt fólk vill ekki koma nálægt stjórnmálum eins og þau hafa þróast.

Við sitjum því uppi með núverandi "atvinnumenn" í að hirða alltaf launin sín úr ríkiskassanum. Þeir kunna ekkert annað. Geta ekki bjargað sér á vinnumarkaðnum eins og annað fólk gerir. Geta ekki snúið sér við án þess að ríkið borgi.

Það verða engar breytingar - því miður.

Björn Birgisson, 1.11.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hallur

Arkitektar "íslenska efnahagsundursins" eins og gönuhlaup bankana erlendis var kallað hljóta að verða kallaðir til ábyrgðar.

Fyrir utan eigendur og forstöðumenn bankanna þá hljóta augu manna að beinast fyrst og fremst að Sjálfstæðisflokknum sem hefur stjórnað efnahagsmálum þjóðarinnar síðastliðin 17 ár. Þar liggur hin pólitíska ábyrgð. Yfirmaður Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans er forsætisráðherra. Þeir sem gengt hafa því embætti á síðasta áratuginn á að draga til ábyrgðar. Eins þá sem gengt hafa borið ábyrgð sem fjármálaráðherrar og bankamálaráðherrar á þessum síðasta áratug. Við eigum hins vegar ekki að fara í einhverjar nornabrennur og fara að hengja bakara fyrir smið.

Það er hins vegar mjög mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á þjóðargjaldþroti Íslands, þeir verði dregnir til ábyrgðar og það strax. Óþolandi er ef þessir menn ætla að sitja sem fastast eins og ekkert hafi gerst og ábyrgð þeirra sé engin á því hvernig komið er.

Ég vil sjá þessa menn segja af sér og biðjast opinberlega afsökunar á þeim afglöpum gerð hafa verið og þeir bera pólitíska ábyrgð á.

Arkitektar "íslenska efnahagsundursins" er ekki það fólk sem á að leiða okkur út úr því þjóðargjaldþroti sem við stöndum frammi fyrir. þetta fólk ber allt ábyrgð á því hvernig komið er. Það er ekki gæfulegt að halda áfram að treysta því til að fara áfram með stjórn efnahagsmála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 13:03

8 identicon

Enn eru menn að halda áfram með lygina að Framsókn hafi fengið Búnaðarbankann á Silfurfati þessi lygi er ótrúleg ef einhver fékk banka á silfurfati þá voru það BJÖRGÚLFSFEÐGAR þeir áttu ekki hæsta tilboð í Landsbankann það voru aðrir. Við skulum við halda því til haga að sá banki sem fór réttast að hlutunum var K.B banki hann var ekki með innlánsreikninga í öðrum löndum heldur útibú og ef að Framsóknar menn hafa verið þar innanborð þá er það ljóst að þeir hafa gert hlutina réttast og stóðu best af bönkunum Þar til Bretar lokaði honum. Það er ljóst að forsætis og viðskipta ráðherrar vissum um þessa linlánsreikninga og hleyptu nýjum af stað í Hollandi í vor áttu að stoppa þetta strax og sást hvaða upphæðir voru þarna á ferðum, að gera ekki neitt í málunum er eins og að keyra bremsulausan bíl á hættulegum veigi.  

jon Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta er rétt hjá þér Hallur og margir fleiri munu falla með og ekki síður ábyrgðarmenn í Ráðuneytunum. Nú verða Íslenskir borgarar að axla ábyrgð og fá nýja aðila til að ljúga að okkur. Það er tilbreyting að fá VG til að ljúga að okkur eins og eitt til tvö kjörtímabil.

Það verður náttúrlega að njóta fylgis framsóknar en þeir hafa alltaf verið á auto pilot í líginni

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 13:53

10 identicon

Ég er sammála því að þessir hljóta að fara frá: Geir Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árna Matthiesen, Davíð Oddsson, Baldur Guðlaugsson og Darling einnig hinir tveir bankastjórar seðlabanka og það verður skipt um flesta bankaráðsmenn seðlabanakans - einnig forstöðumann FME Jónas Jónsson en ég held ekki að þetta raski svo verulega stöðu Brown og Jóns Sigurðssonar krata, Jón á svo mikið inni og kemur ekki að málum fyrr en nú sl ár og er ekki sá sem framkvæmir sjálfur eftilit eða setur bankalögin eða reglurnar sem stjórnarformaður FME, - þá má vaflaust áfellast hann fyrir eitthvað en það er líka óljóst.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:32

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er það tilviljun að það sé engin Framsóknarmaður á aftökulistanum yfir þá sem verða látnir axla ábyrgð? Líklegri ályktun er að gengið sé útfrá því að þjóðin sé búin að sjá hvar rætur vandans liggja í gjafakvóta og bankasölu. Hafi ákveðið að slá heilan stjórnmálaflokk af, sem ber hvað mesta ábyrgðina, miðað við kannanir síðustu mánuði. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.11.2008 kl. 22:43

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleymdir Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverrisdóttur sem gáfu ríkisbankana og gerðu þetta mögulegt... ásamt mörgum öðrum alvarlegum mistökum við hagstjórnina... 1995 - 2007.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2008 kl. 03:44

13 Smámynd: Bumba

Hallur minn, eins og þú ert nú ágætur, reyndu nú að skerpa þetta gullfiskaminni þitt. Hugsaðu nú nokkur ár aftur í tímann og SJÁÐU hvernig flokkurinn þinn fór hamförum í að gefa það í burtu sem voru aðallega eignir almennings. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.11.2008 kl. 09:11

14 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hallur! Það virðist sem bræður séu farnir að vega hvern annan núna. Þitt svokallaða "veiðileyfi" á nafngreinda stjórnmálamenn hefur gefið tóninn og er þess valdandi að flokkadrættir hafa vaknað milli þeirra fylkinga sem eru og voru samárbyrgar fyrir ósköpunum öllum.  Íslenska þjóðin átti ekki þetta allt saman skilið. Vissulega fórum við óðslega fram í öllu, urðum kaupóð og spöruðum ekki til erfiðu áranna. En hvers vegna áttum við að gera það þegar ekki einusinni ríkið gerði það.  Þegar ríkið flippar í stórframkvæmdum og eyðslu.  Hér blandast sama siðleysi, ófyrirhygga, kunnáttuleysi og "hyglið að næstuvinaklubbnum". 

Það hryggir mig að þrælslundin íslenska hafi sannað sig enn á ný. Þjóðin stendur bara nú með störu og trúir ekki sínum eigin augum. Hvað er það sem þeir trúa ekki?  Að bankastjórar í gegnum árin hafi logið og stolið af þjóðinni?  Að bankastjóra og stjórnmálamenn hafi spilað djarft og vilji ekki taka ábyrgð á gerðum sínum? 

Fyrir nokkrum árum þegar Kjaranefnd úrskurðaði ofurlaun handa nokkrum launþegum í yfirstjórn ríkissins var spurt hvernig þessi laun væru réttlætt. Þjóðinni hafði nefnilega verið brugðið! Jú í fyrsta lagi var útskýringin á þá leið að þessir hálaunaþegar ættu að fá sömu prósentutölu (ekki krónutölu) í hækkun sem aðrir á launamarkaðinum. Í öðru lagi væru launahækkanir og þessi ofurlaun útskýrð með "þeirri miklu ábyrgð" sem bak við þessi laun stæði.  Nú kalla ég þetta fólk til ÁBYRGÐAR. Svari nú og axli þeir ofurlaunaþegar síðustu 14 ára fyrir þá ábyrgð sem þeir þágu ofurlaun fyrir .

Það er ljóst að Davíð Oddsson, ríkistjórnir hans og sú sem Geir Haarde stýrir, bankastjórar allra banka, verðbréfafyrirtækjastjórar, bankaeftirlitið sem aldrei gerði neitt þótt þjóðarskútuna bæri að feigðarósi - ÞETTA fólk skal svara til árbyrgðar.

Er rétt að nota landráðalög af einhverju tagi nú?

Baldur Gautur Baldursson, 2.11.2008 kl. 09:31

15 Smámynd: Sævar Helgason

Þú er greinilega búinn að gera þér grein fyrir því að Framsóknarmenn og konur skipta engu máli lengur í íslenskum stjórnmálum- þeir eru aðeins sagnfræði .

Ég er alveg sammála þér í því

Sævar Helgason, 2.11.2008 kl. 10:21

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú gleymir að telja upp atbjórmálamenn sem bankakreppan fellir þ.á.m. Guðna Ágústsson og Valgerði Sverrisdóttir.

Magnús Sigurðsson, 2.11.2008 kl. 10:39

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hallur: Ég hef nú oft verið sammála þér, en líttu þér nær! Sem sjálfstæðismaður - þótt óbreyttur sé - verður maður að viðurkenna að flokkurinn ber þarna mikla ábyrgð.

Sama má segja um Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna.

Saklausir eru VG og og svo auðvitað Frjálslyndir. Frjálslyndir höfðu sig nú samt ekki mikið í frammi með eða á móti útrásinni, enda eru þeir aðallega uppteknir við innanhúserjur.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 11:01

18 Smámynd: Hallur Magnússon

Skordal.

Finnur Ingólfsson  fékk Búnaðarbankjann ekki á silfurfati. Hann var í hóp manna sem bauð hæst í Búnaðarbankan - og reyndar langt umfram þáverandi verðmat á bankanum. Bankinn var greiddur að fullu.

Hins vegar var Björólfunum gefinn Landsbankinn. Þeir voru ekki hæstbjóðendur - og þeir fengi eftiráafslátt af bankanum. 

Hvað varðar ábyrgð Framsóknarflokksins - þá hef ég ítrekað bloggað um að flokkurinn sé þar samábyrgur - þótt aðalsökin liggi hjá Sjálfstæðisflokknum. Einnig að Samfylkingin ber mjög mikla ábyrgð þar se núverandi ríkisstjórn hefur nánast gert allt rangt í banka og efnahagsmálum.

Bloggið fjallar um þá pólitíkusa sem falla vegna málsins. Guðni fellur ekki vegna bankamálsins - heldur vegna þess að hann nær ekki að reisa við  Framsóknarflokkinn.

Þá held ég að Ingibjörg Sólrún lifi þetta af pólitískt. Þess vegna er hún ekki heldur á listanum.

Ég bið ykkur að lesa bloggið með opnum augum - ekki gera mér upp meiningar.

Hallur Magnússon, 2.11.2008 kl. 13:57

19 identicon

Skorrdal,

Jóhanna Sigurðardóttir er annað hvort óheiðarlegasti stjórnmálamaður landsins eða þá sá heimskasti eða hvorug tveggja.  Það að lofa skuldum vöfðu fólki að það komi einhver opinber björgunarhringur eða björgunarbátur til að hjálpa til með að greiða skuldirnar er blátt áfram óheiðarlegt og/eða heimskulegt.  Öllum sem minnsta innsýn hafa í íslensk fjármál ætti að vera það ljóst eins og staðan er. Það er heiðarlegast að segja að menn (... og konur) vildu hjálpa til en það verði væntanlega engin tök á því. Fólk sem kom sér í þessar skuldir verður að sjálfsdáðum að koma sér út úr þeim.

Ef gengi krónunnar hrinur mikið og það mun hún gera ef ekki næst tök á fjárlagahallanum, veldur óðaverðbólgu og eykur á greiðsluerfiðleika skuldum vafinna heimila.  Þar er þessi vaxtahækkun IMF sem SB var knúinn til hjóm eitt.

Núna þarf að bretta upp á ermarnar og hætta þessu Breta og Davíðs bulli og byrja á því að skera ærlega niður ríkis útgjöldin.  Lifa eftir efnum eða það sem er til í buddunni verður hlutskipti þjóðarinnar næstu árin.

Gunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:55

20 identicon

Þú ert greinilega málefnalegur Skordal, eða hitt þá heldur. Skordal að á víst að vera skrifað með einu r, þótt þú vildir vera skrifaður með tveimur.

Held að margir alþingismenn og einstaklingar vilji vel, en sjá ekki heildarmyndina fyrir sínum þröngu eignhagsmunum. 

Það er óheiðarlegt að lofa einhverju og svíkja það og hafa kannski heldur aldrei engar forsendur til að lofa neinu.

Er skemmst að minna á hæstvirtan viðskiptaráðherra sem sagði að engum yrði sagt upp í bönkunum, þessi ummæli hans voru hljóðrituð á fundi með bankamönnum stuttu eftir yfirtöku ríkisins.  3 dögum seinna er hundruð fólks sagt upp og það er væntanlega bara byrjunin.   Á sama stall set ég loforð Jóhönnu.  Þessi loforð kemur hún til að svíkja, enda hefur hún engar forsendur fyrir því að lofa þessu.  Ríkið þarf nánast að skera niður við rót og lækka laun ríkisstarfsmanna kæmi mér ekki á óvart.

Það er óheiðarlegt er að lofa fólki einhverju sem ekki eru nein tök á að standa við.  Það hefur væntanlega ekki breyst að það er álitið óheiðarlegt að ljúga.

Gunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:09

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Skorradalur já!

Ertu í sveitarstjórninni

Hallur Magnússon, 2.11.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband