Stjórnarslit framundan?

Það bendir allt til þess að framundan séu stjórnarslit nema Geir Haarde breyti kúrs og taki undir sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem bæði hefur gagnrýnt Seðlabankann og aðalbankastjóra hans harðlega og sagt að skoða skuli aðildarviðræður að Evrópusambandinú.

Stefna Ingibjargar er klár. Seðlabankastjórana í burtu og að hefja skuli aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Geir Haarde setur hins vegar klaufarnar á kaf í mýrina í báðum málunum, ver óhæfan seðlabankastjóra og þverneitar að skoða aðiladrviðræður að ESB. Með áframhaldandi ágreiningi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins mun flokkurinn klofna.

Svona ríkisstjórn getur ekki gengið til lengdar.

 


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef hætta væri á klofningi í Sjálfstæðisflokknum núna út af Evrópumálunum væri Framsóknarflokkurinn löngu klofnaður. Þar eru varaformaðurinn og formaðurinn ekki beinlínis sammála um Evrópumálin og þannig hefur það verið í fleiri ár. Í öllu falli eu mun meiri líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði ef hann tæki upp stefnu á Evrópusambandið en efhann heldur sig við óbreytta stefnu semallar líkur eru á að hann geri hvað sem Þorgerður Katrín segir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 09:48

2 identicon

Vonandi eru þessi ummæli Ingibjargar fyrsta skrefið til stjórnarslita.

Siðblinda forsætisráðherra og seðlabankastjóra virðist engum takmörkunum háð. Þráseta þeirra lýsir persónueinkennum þeirra á meðan allt brennur í kringum þá. Þeir geta ekki haldið þjóðinni í gíslingu lengur. Það verður að koma þessum mönnum frá og stokka spilin upp á nýtt. Það gerist ekki með þessum mönnum innanborðs, sem keyrðu okkur í þrot. Einkavæðing fiskveiða verður að brjóta upp. Koma arði af auðlindaeigninni aftur til þjóðarinnar. Rannsaka sölu (gjöf) bankanna og annara ríkisfyrirtækja, sem þeir og grænu vinirnir þeirra  komu í hendur einkavina sinna. Okkur vantar að gefa reyndu og góðu fólki tækifæri. Þurfum ekki lengur á afdönkuðum, ábyrgðarlausum og karakterlausum pólítíkusum að halda í allar toppstöður ríkisins

alfreð (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg klárt mál að það væri mjög óábyrgt að slíta þessu stjónarsamstarfi.
Það eru mikil innanflokksátök i Framsókn og Frjálslyndum og stefnir í formannsslag í báðum flokkum.
Stoppflokkurinn, þessi flokkur er ekki stjórntækur og er í eðli sínu stjórnarandstöðuflokkur.
Sf vill Davíð burt - Geir segir nei hann verður áfram - hvaða áhrif Davíð mun hafa á þetta stjórnarsamstarf er ómögulegt að segja til um.

Óðinn Þórisson, 1.11.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur.

Framsóknarflokkurinn er ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Það er raunveruleg hætta á klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Það veistu. Reyndar gæti flísast út úr Framsóknarflokknum hörðustu andstæðindar ESB - en það er bara flís - ekki klofningur.

Hallur Magnússon, 1.11.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað er það, Óðinn Þórisson, gerir stjórnmálaflokk óstjórntækan?

Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 11:17

6 identicon

Hvað hefur Ingibjör Sólrún uppúr því að slíta samstarfinu? Með hvaða flokki væri hún á leiðinni í samstarf til að vinna að ESB?

Séra Jón (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:31

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er, Jóhannes Ragnarsson, þegar stjórnmálaflokkur getur ekki gert málamiðlanir eins og nauðsynlegt er í stjórnarsamstarfi.

Óðinn Þórisson, 1.11.2008 kl. 13:55

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er enginn þessháttar stjórnmálaflokkur á Íslandi, Óðinn minn, sem getur ekki gert málamiðlanir um ríkisstjórnarsamstarf. Svo einfalt er það nú.

Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband