Samfylking þykir vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnuna

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í Evrópusambandið og segja að það sé lykillinn að endurreisn Íslands. Þetta er rétt hjá þeim.

Hins vegar finnst ráðherrum Samfylkingarinnar vænna um ráðherrastólana en Evrópustefnu sína og munu því sitja sem fastast og tefja nauðsynlegar viðræður við ESB þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki samþykkja aðildarviaðræður þótt þjóðarhagsmunir séu í húfi.

Nema Samfylkingin sýnu dug sinn og samþykki tillögur Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar um þjóðaratkvæðagreiðsluþ Sjáflstæðisflokkurinn getur varla slitið út af því.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Finnst þér ESB koma það vel fram við okkur þessa dagana að við ættum að færa þeim restina af landinu og miðunum á silfurfati? ERu ekki lönd ESB að glíma við efnahagsvanda?

Mér finnst að þeir sem vilji ólmir ganga í ESB geti einfaldllega flutt þangað.

Elías Theódórsson, 18.10.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

HA? ...af hverju ?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er algjörlega sammála, það þarf að fara að keyra á þetta mál. Mér þætti gaman að hafa séð Breta reyna að halda okkur í þessari fjárhagslegu herkví ef við værum í ESB. Ef við hefðum verið í ESB hefðu Bretar líka að mér skilst þurft að greiða fyrir þessa Icesave reikninga sjálfir.

Jón Gunnar Bjarkan, 18.10.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jonas segir á

www.jonas.is

18.10.2008
Sömu vinnubrögðin gömlu
Ekkert er talið neinum að kenna, ekki einu sinni Davíð. Makkað er um, að kvígildi flokka stjórni fjármálum eins og í gamla daga. Lokað er á fréttir um laun nýrra stjóra í bönkunum. Ráðherrarnir misnota þjóðnýtinguna. Enginn treystir Davíð, hann er gereyðingarvopn í síma og sjónvarpi. Samt hangir hann. Hver treystir Geir? Enginn treystir Fjármálaeftirliti, undirmálsliði frjálshyggjunnar. Hvernig ætla brennuvargarnir að flykkja þjóðinni um brunavarnir, þegar vinnubrögðin eru hin sömu gömlu. Eins og við ráðningu forstjóra sjúkratrygginga. Við sjáum brennuvargana í hverju horni.


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Sævar Helgason

Gallinn við ykkur Framsóknarmenn nú um stundir er hversu fáliðaðir og veikburða þið eruð íslenskum stjórnmálum... góðar tillögur og frómar óskir eru því sýnd veiði en ekki gefin... Ef þið hreinlega færuð yfir í Samfylkinguna með ykkar stefnumál yrðuð þið klárlega aflmeiri en nú er.Það sama má segja um Frjálslynda og Vinstri Græna...allt yrið öflugra- fyrir alla.

Sævar Helgason, 19.10.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

stjórnarsáttmálinn er skýr varðandi esb - ef einhver flokkur vill setja það á dagsrká fyrir næstu kosningar er það gott mál en tökum það  upp þá ekki nú. 

ég hef ákveðnar áhyggjur af sf  sú stórfurðulega ákvörðun rauðsokkunnar og vinsti femínistans að setja bakka í heilstætt umhverfismat hefði átt að vera nóg til að ingibjörg hefði átt að taka af henni ráðherrastólinn og setja í stólinn einstakling með réttar skoðanir á virkjana&náttúruverndarmálum.

Óðinn Þórisson, 19.10.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit ekki alveg á hvaða leið Framsóknarmenn eru.... Guðni Ágústsson er afar lítið hrifinn af þessu framtaki drengjanna í Framsókn og er greinilega fúll með að vera ekki með í ráðum. Samfylkingin er með afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum og aðeins spurning hvenær það mál fær framgang. Það væri heimskulegt að hlaupa úr ríkisstjórn vegna þessara mála og setjast í minnihluta... málið er að þessu máli verður unninn framgangur innan ríkisstjórnar en ekki utan hennar Halllur....

ég held að þú ættir að fara að ræða þetta við formanninn þinn frekar en hafa áhyggjur af öðrum.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2008 kl. 12:26

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Útrás íslenskra fyrirtækja byrjaði með samningi Jóns Balvins og Kratanna um EES 1992. Þessi samningur Jóns og kratanna hefur nú komið okkur í þá stöðu að litið er á okkur eins og þjófa og bónbjargarmenn um allan heim.Í Evrópu er litið á okkur eins og Sígauna.Krataliðiðog og sumir sem kalla sig Famsóknarmenn vilja að niðurlæing okker verði gerð enn meiri með því að sækja um inngöngu í ESB.Einn slíkur sem kallar sig Framsóknarmann og þiggur þingmannslaun, þótt hann sé í raun námsmaður varð sér til skammar í þættinum útsvar í sjónvarpinu á föstudagskvöld.Þar kom í ljós að hann vissi ekki að einn þekktasti formaður Framsóknarflokksins var forsætisráðherra þegar einn frægasti atburður sögunnar varð eftir að Ísland varð sjálfstætt, það er þingrofið 1931.Þessi þekkingarsnauði þingmaður leiðir nú forystu þeirra villuráfandi Framsóknarmanna sem vita ekki hvort þeir eru Framsóknarmenn eða kratar.Þeim mun ekki takast ætlunarverk sitt.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... þetta er mikil einföldun hjá þér svo ekki sé meira sagt. Samningur kratana segir þú !! Þessi samningur var gerður af Viðeyjarstjórninni sem samanstóð af Alþýðuflokknum sem hafði rúmlega 10 % fylgi og Sjálfstæðisflokknum sem var með yfir 40% fylgi. Það var árið 1991-2 og var unnið í fullu samráði og með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar. Ísland fékk með þessum samningi tollfrjálsan aðgang að Evrópumörkuðum með afurðir sínar sem hefur skilað okkur gríðarlegum fjármunum.

Þessi útrás sem þú kallar svo og hefur verið nefnd sem slík hófst fyrir alvöru eftir einkavæðingu bankanna ár árunum eftir 2000 td var Landsbankinn seldur 2003.

Ég legg til að þú kynnir þér samhengi hlutanna betur áður en þú geysist fram á ritvöllinn 

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2008 kl. 18:56

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Útrás bankanna byggist á EES samningnum.Bretar og aðrar þjóðir virða ekki þennan samning hvað snertir hámarksskuldbindingar íslendinga um peningaábyrgðir.Miklu veldur sá sem upphafinu veldur.Jón Baldvin og kratarnir standa nú allsberi með samninginn í höndunum.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ert þú þarna Silla mín, ég kalla þig nú bara Sillu þótt þú heitir Sigurbjörg.Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Birki Jóni, Hann spjarar sig án þinnar hjálpar og Samfylkingarinnar.Af hverju lætur þú svona Silla mín, ég sem hef kosið þig í bæjarstjórnarkosningum þótt þú sért krati.Ég elska alla,en vinur er sá er til vamms segir.Ég sendi þér líka kæra kveðju Hallur,mér sýnist Silla á leiðinni í Framsókn ,þökk sé Birki Jóni nú eða þér.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 23:16

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég er bara á móti slæmum hlutum eins og inngöngu í ESB, Silla.Ég er með öllum góðum hlutum og þeir eru miklu fleiri sem betur fer.Hlúðu vel að Gunna þínum hann á það skilið nú á þeim tímum þar sem menn tapa peningum.Ég er framsóknarmaður eins og ég hef verið frá fæðingu, þótt ég hafi kosið góðan krata eins og þig í bæjarstjórnarkosningum 1994 og 1998.En ég sá þig aldrei á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar þar sem ég kom nokkuð oft.Það hefur stundum verið sagt að bestu framsóknarmennirnir séu þeir sem ekki vilja viðurkenna að þeir séu framsóknarmenn.Þeir séu tryggir.Ég held að það geti vel átt við þig Silla mín.Ég sendi þér kæra kveðju Hallur.eins og Silla,það er að fjölga í flokknum. 

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband