Þjóðin fylgir stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum

70% íslensku þjóðarinnar fylgir stefnu Framsóknarflokksins um að ganga skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið.

Nú er ekkert annað að gera fyrir Alþingi en að samþykkja tillögu Birkis Jóns Jónssonar hins snaggaralega þingmanns Framsóknarflokksins um að farið verði í slíka atkvæðagreiðslu.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott mál.. verst að maður getur ekki treyst Framsókn til þess að framfylgja eigin málefnum.

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þarna erum við algerlega ósammála Hallur. Fyrir mér lítur þetta einfaldlega þannig út að Framsóknarflokkurinn sem hefur ítrekað leitast eftir því að vera í "popular-politics" með afar lélegum árangri, er nú enn einu sinni að breyta stefnu sinni til að fá hana til að endurspegla hug fólksins.

Svo virðist fyrir mörg okkar utanaðkomandi, að Framsókn hafi ekki eigin langtíma stefnu, heldur stefni einfaldlega á stefnu fólksins. Það er afar hættuleg leið til stefnumótunar.

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldvin

Þetta er alrangt hjá þér!

Hallur Magnússon, 18.10.2008 kl. 10:30

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Framsóknarflokkurinn hefur farið afar vandlega yfir Evrópumálin á undanförnum árum. Sú umræða endaði með ályktun á síðasta miðstjórnarfundi um að það bæri að fara í atkvæðagreiðslu um það hvort hefja skuli viðræður við ESB. Það er enginn flokkur sem hefur farið eins djúpt og markvisst í Evrópumálin eins og Framsóknarflokkurinn.

Hallur Magnússon, 18.10.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Í mínum bókum (sem eru mínar helstu heimildir að sjálfsögðu) lítur þetta einfaldlega svona út Hallur. Þegar að verulega fór að halla undir lok flokksins eftir að standa áralangt í skugga D lista og hafa helst komist í fréttir við einkavinavæðinguna fór flokkurinn að leita að nýju haldreipi. Haldreipið fann flokkurinn í því að reyna að fylgja vinsælum málum fólksins.

Við "hin" teljum okkur vita að þessi ályktun flokksins er stefnubreyting upp á 180° og flestum gamalgrónum frömmurum til mikils ama.

Ég ber mikla virðingu fyrir þér Hallur, framsetningu þinni á efni og skoðunum þínum og því sem að mér almennt virðist vera afar heilbrigð skynsemi. Ég skil því engan veginn hvernig þú getur haldið svo fast í trú þína á Framsóknarflokknum og kýs að trúa því að það sé fyrst og fremst vegna þess að þú sért einfaldlega búinn að vera þar lengi.

Það hefur margsannast í greiningu á pólitískum skoðunum með aðferðum aðferðarfræðinnar að svör flokksbundinna manna eru ekki marktæk. Að flokksbundnir séu nánast undantekningarlaust búnir að gefa sér niðurstöðu áður en nokkur skoðun máls fer fram. Niðurstöðu sem endurspeglar almenna afstöðu síns flokks.

Persónulega vildi ég helst fá að kjós í framtíð fólk en ekki flokka. Það gæfi okur venjulega fólkinu t.d. tækifæri til að ljá yfirveguðum, færum og jarðbundnum einstaklingum eins og þér atkvæði okkar þrátt fyrir andstöðu okkar við Framsókn.

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gaman samt að geta þess að við þessi skrif sit ég hérna í "mekka" Framsóknar manna að Háskólanum á Bifröst og er að nema stefnumótun (sem er nokkuð áhugavert á þessum hverfulu tímum sem nú geysa yfir).

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Enn og aftur. Það er búin að vera mikil vinna í stefnumótun í Evrópumálum hjá Framsóknarflokknum. Talandi um Bifröst - þá var það einmitt Jón Sigurðsson fyrrum rektor þar - sem hélt utan um mikla vinnu sem unnin var í Evrópumálum í sérstakri - afar stórri - Evrópunefnd Framsóknarflokksins fyrir nokkrum árum síðan.

En það er alveg ljóst að það hafa verið misjafnar áherslur innan flokks um Evrópumál - en andstaðan hefur minnkað með hvereju misserinu - og andstæðingar þess að farið verði í atkvæðagreiðslu - eru í miklum minnihluta eins og sést í skoðanakönnuninni.

Hallur Magnússon, 18.10.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Sæll vinur,

correct me if im wrong, en ertu ekki að rugla saman stefnu Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins? Ég minnist þess ekki og finn reyndar ekkert um það í stefnumörkun Framsóknarflokksins að sækja skuli um aðild að ESB eða neitt í þá átt, heldur þvert á móti sbr. http://framsokn.is/files/2181-0.pdf 

Gott samt að við erum að nálgast hvorn annan í þessum málum, enda sammála í svo mörgu öðru. Gefðu mér samt smá grið með ætla að eigna Framsóknarflokknum þá stefnu að vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er einn lítill gutti í þingflokknum sem hefur sett fram loðna ályktun um þjóðaratkvæðagreiðlu um aðildarviðræður (sem hljómar nú svolítið eins og hann viti ekki alveg hvað hann er að tala um) en thats it.

Gott samt að heyra að þið eruð að taka við ykkur í málefnum sparisjóðanna, þar styð ég ykkur 100% eins og auðvitað í Evrópumálunum líka, þó ég verði að viðurkenna að ég taki þá stefnubreytingu með heilbrigðum fyrirvara.

Kveðja

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 18.10.2008 kl. 12:53

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Krakkar....eigum við ekki bara að leyfa Halli að halda að Framsóknarflokkurinn hafi fundið upp á þessu. Ég var einu sinni í félagssamtökum sem voru með formann sem vildi öllu ráða og var gegn flestu því sem við vildum og höfðum skoðun á.

Við komumst upp á lag með að láta þennan ágæta mann halda að hann hefði fundið upp á og komið með tillögur um hluti þó svo það kæmi frá okkur.

Þannig að við Samfylkingarmenn getum allveg unnt Framsóknarflokkum þess að halda því fram að þeir hafi leitt þetta umræðu ef það dugar til að þeir séu í liðunu sem vill inn í ESB.

Þetta var að vísu umræðan í Alþýðuflokknum á sínum tíma...einginlega eins og Hallur er að kynna þetta en það er annað mál

En Guðni formaður þeirra er óneitanlega vandamál ásamt Bjarna bóksala en þeir eru svo sannarlega illa Vinstri grænir í þessum málum

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2008 kl. 13:01

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi skoðanakönnun Gallup bendi ég annars á þessa færslu:
Það var meiri áhugi fyrir ESB-aðild og aðildarviðræðum árið 2002

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágætu kratar!

Á síðasta miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins var samþykkt að greiða ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna að ESB. Svoleiðis er það bara.

Markviss umræða hefur verið um Evrópumálin innan Framsóknarflokksins undanfarin ár. Svoleiðis er það bara.

Þið getið spriklað eins og þið viljið. Það breytir ekki þessum staðreyndum.

Hallur Magnússon, 18.10.2008 kl. 13:07

12 identicon

Þú ert að meina Hjörtur að stjórnmálamennirnir hafi engann áhuga á að lúta vilja þjóðarinnar....hvorki þá né nú. Ef ég man rétt þá hafa SI látið Capacent kanna þetta á hálfs árs fresti í 10 ár og alltaf nema einusinni hefur verið meirihluti.

Séra Jón (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:09

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Innlent | sun. 4.5.2008

Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Miðstjórn Framsóknarflokksins telur eðlilegt að spurningunni um hvort stjórnvöld fái umboð til að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð öðrum kosningum.

http://mbl.is/mm/frettir/leit/?search=mi%F0stj%F3rnarfundur%20Frams%F3knarflokksins

Hallur Magnússon, 18.10.2008 kl. 13:12

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur er málpípa gjaldþrota hugmyndastefnu og því verður að lesa öll hans komment með þeim gleraugum.. 

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 16:12

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fær mann til að hugsa málin, ætli ég sé krati eftir allt saman?  Veit það ekki enn, hef ekki myndað mér flokkstengda stefnu

Baldvin Jónsson, 18.10.2008 kl. 20:37

16 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Helsti andstæðingur ESB aðildar heitir Guðni Ágústsson

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband