Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?

Er Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit undir forystu Ingibjargar Sólrúnar? Ekki þarf að orðlengja hvaða áhrif greina Ingibjargar Sólrúnar nú um helgina um að inngönganga í ESB sé langtímalausn efnahagsmála hefur haft á ákveðna forystumenn Sjálfstæðisflokkinn.

Nú áðan var ég að heyra viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á Rás 2 þar sem hún nánast sagði að það ætti að reka bankastjóra Seðlabanka - þótt hún hafi orðað það á þá leið að bankastjórarnir ættu að veita forsætisráðherra eðlilegt svigrúm til að endurskipuleggja Seðlabankann með því að bjóðast til þess að segja af sér.

Þetta mun ekki ganga vel í hluta Sjálfstæðisflokksins.

Annað hvort er Ingibjörg að hrekja Geir í stjórnarslit - eða þvert á móti - að segja það sem Geir getur ekki sagt af pólitískum ástæðum - en vill gjarnan segja. Þannig sé Ingibjörg að styrkja Geir og samstarfið við Geir.

En annað hvort er það!


mbl.is Verða að svara til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær hefur Samfylkingar fólk þorað að taka á málum. Getur þú bent mér á einn í Samfylkingunni sem hefur peningavit eða hvernig á að haga sér þegar svona stendur á? Geta þau ekki skilið að þetta verður að ræða og útkljá seinna, merkilegt að þingmenn haldi ekki hestum sínum. Mér finnst að vísu hann Björgvin standa sig vel við hlið Geirs ekki síblaðrandi að reyna að slá sig til riddara. Meiri fjölmiðlavinsældapotararnir.

SH (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:51

2 identicon

Að þingmenn í meirihluta geti ekki haldið aftur af sér á meðan þetta gengur yfir, lítur út fyrir að þeir eigi von á kostningum og eru byrjaðir í atkvæðabaráttunni. Ættu frekar að standa þétt við þá sem eru í víglínunni í stað þess að gjamma þetta inni á þingi og í fjölmiðlum. Þetta kemur allt í ljós og það þarf að skapa víglínusveitinni frið í þessum slag, flest sem þau segja er þýtt yfir í ensku og sent út í heim. Þó svo maðir fari bara fram á að auka ekki á hræðsluna sem er í gangi hjá alltof mörgum fjölskyldum og fyrirtækjum.

SH (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

SH:

Það má best sýna fram á að samfylkingin hefur mesta peningavit allra stjórnmálaflokka. Enda eini flokkurinn sem hefur verið með ESB inngöngu á stefnuskránni, einmitt til að verja okkur gegn því sem nú hefur gerst. Eina fólkið sem hefur algjörlega deilt þessari skoðun með Samfylkingunni eru hagfræðingar. Nú virðast allir aðrir í þjóðinni komnir yfir á hlið ESB, þannig að það er auðvitað skiljanlegt að mönnum þyki samfylkingarmenn ekki hafa peningavit þegar samfylkingin er svona langt á undan samtímanum í þeim málum. Fólk ætti nú samt að verið farið að átta sig núna. 

Jón Gunnar Bjarkan, 14.10.2008 kl. 17:11

4 identicon

Ég kalla það ekki að hafa peningavit að vera sígjammandi um vantraust á þennan og hinn. Það sem er nauðsynlegt að gera núna, að halda áfram að reyna að halda í þau verðmæti í erlenda hluta bankanna, ekki tala þau niður með ábyrgðarlausu tali. Þjóðin verður að standa vörð og einhuga saman í þessu, skapar einungis hrap á trúverðugleika okkar þegar mest liggur við. Verðmætasköpun sem þessi er byggð á væntingum og trúverðugleika, ekki á sífelldu gjammi Samfylkingarfólks sem undirstrikar í leiðinni "Að við stöndum ekki saman".

SH (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Vandinn við stjórnarslitin er sá að um leið og Samfylkingin gengur út mun sjálftektarflokkurinn ná í guðna og framsókn og sjálftektin heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.. nema með talsvert meiri krafti en áður... 

Sjáið bara hvað gerðist í Rvk. 

Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Þórhallur

SH er greinilega maður sem vil halda þessari spillingu stjórnmálana áfram, velti fyrir mér hvar hann er á spena. Nei það þarf að breyta þessu núna strax. Við þurfum á trausti að halda. Núverandi stjórnmálamenn og embætismenn hafa ekkert traust hvorki hér innan lands eða erlendis. við þurfum að taka á þessum mönnum eins og afbrotamönnum og fá hlutlausa erlenda aðila í eftirlit með stjórnmálamönnum og bönkum. Það er engin sem gætir hagsmuna almennra landsmanna í dag.

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 17:53

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Geir er tilbúinn að mynda stjórn með Jóni Magnússyni og Framsóknarflokknum .Jón er tilbúinn að verða dómsmálaráðherra um það þarf enginn að efast.Það sjá allir að ekki er tími núna til að fara í kosningar.Geir hefur þingrofsvaldið.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2008 kl. 18:01

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála Sigurgeir í þessu máli. Það væri algjörlega óábyrgt að rjúfa þing við þessar aðstæður og Samfylkingin gerði sjálfri sér engan greiða.

Samfylkingin á hins vegar möguleika á glæstum sigri komi til kosninga í vetur, sem ég tel mjög líklegt að verði af.

Skipti Sjálfstæðisflokkurinn ekki um skoðun í ESB málum er líklegt að hann hrapi niður fyrir 20% og að Samfylkingin verði í kringum 50%. Rjúki Samfylkingin úr ríkisstjórn núna er hún að hjálpa Sjálfstæðisflokknum, sem lítur þá út fyrir að vera ábyrgari flokkurinn af þeim tveimur.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki farið í kosningar núna - það er bara þannig!

Hún myndi frekar bjóða Frjálslyndum og Framsókn meirihluta ráðherrastóla í ríkisstjórninni, en að hverfa úr stjórn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband