Ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar?
12.10.2008 | 21:03
Mér virðist allt stefna í að bankarnir verði ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar! Á tímabili stefndi í að aðstoðarmenn ráðherra bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrðu lykilmenn í stjórnum hinna nýju banka.
Jón Þór Sturluson hafði hins vegar vit á að ganga úr skaftinu á síðustu stundu!
Þóra er formaður Nýs Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er gamalkunnugt mynstur. Við þetta höfum við búið undanfarna tæpa tvo áratugi Hallur.
Þórbergur Torfason, 12.10.2008 kl. 21:24
Hélt menn hefðu lært!
Hallur Magnússon, 12.10.2008 kl. 21:31
Mér finnast þessar athugsemdir þínar "Hall"ærisilegar. Ríkisstjórn er að skipa bráðabirgðastjórnir til að bjarga málum... þú ert að verða svo leiðinlega vinstri grænn Kannski verður þú bara í einhverri þeirra nýju stjórna sem taka við bönkunum í vikunni..þessar sem núna starfa verða aðeins í nokkra daga.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2008 kl. 21:34
Sæll. Hallur það er horfið aftur til fortíðar, en sumir eru skinsamari en aðrir, ég á til dæmis bæði flokkskírteinin en orðin gömul en duga samt í þessa banka, nú er bara að slá á þráðinn til mín vanti þig fyrirgreiðslu.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 12.10.2008 kl. 21:41
Þetta er hraðbyri að þróast út í einhverskonar fasisma, þar sem ríkisvaldið og atvinnulífið renna saman í eitt. Hjálp! Hjálp! Þetta boðar ekkert gott.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 01:41
Nýji Landsbanki, Nýji Glitnir..... NýFasismi!
P.S. Á morgun ætla ég að verða skuldlaus, þegar ég stofna nýja kennitölu á nafninu Nýji Guðmundur.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 01:44
Sammála þér Hallur.
Þetta er ekki góð byrjun. Vonandi endurskoða menn þetta þegar ráðið verður endanlega og farið eftir fagþekkingu, reynslu og hæfni umsækjenda alveg óháð flokkslínum eða kyni. Þjóðin á það inni að fá hæfasta fólkið þarna inn og nóg er nú til af hæfu fólki hér á landi. Þetta er nýtt tækifæri sem ekki má klúðra.
Kristbjörg Þórisdóttir, 13.10.2008 kl. 06:06
Jón Ingi.
Ég hef ekki áður verið kenndur við VG! Hins vegar margoft við Sjálfstæðisflokkinn - reyndar ekki undanfarna daga enda gagnrýni mín á þann flokk verið áberandi - og enn oftar við Samfylkinguna! Ég á bara eftira ð vera tengdur við Frjálslyndaflokkinn hér á blogginu!!! Er náttúrlega flokksbundinn Framsóknarmaður eins og þú veist,
En það er hins vegar áberandi hvað Samfylkingin er viðkvæm fyrir því þegar bent er á hvernig þau annars ágætu reglhlífasamtök hafa á stuttum tíma gengið langt í að koma flokksgæðingum sínum fyrir í kerfinu hér og þar - með skipulagsbreytingum og jafnvel nýjum nöfnum á oðinber ráð - bara til þess að koma sínum fyrir. Enda er Samfylkingin arftaki Alþýðuflokksins sem var duglegur í slíku á sinni tíð.
Þjóðsagan segir að Framsóknarflokkurinn hafi verið svona - en ljóst að sá flokkur fellur illilega í skuggann af Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk hvað þetta varðar - enda var Framsóknarflokkurinn duglegastur í að skipa annarra flokka kvikindi í stóla og stöður - þar til Valgerður tók fyrir pólitískar veitingar í utanríkisþjónustunni - sem Ingibjörg Sólrún tók reyndar upp aftur! (Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Guðmundur Árna Stefánsson, Þorstein Pálsson og fleiri og fleiri og fleiri!)
Það hefur nefnilega komið á daginn að Samfylking er fylking um stóla - ráðherrastóla og opinberar stöður. Enda lítið orðið um ýmis stefnumál - vegna ástar á ráðherrastólum.
Hallur Magnússon, 13.10.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.