Íbúðalánasjóður til bjargar heimilunum!
6.10.2008 | 17:00
Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður komi til bjargar heimilinum með því að honum verði veitt heimild til að yfirtaka íbúðalán bankanna. Þetta er rökrétt eins og ég hef oft bent á.
Reyndar er flest rökrétt í frumvarpinu - fyrst staðan var orðin eins og hún er - en á því bera stóra ábyrgð Sjáfstæðisflokkurinn í forystu ríkisstjórnarinnar og í Seðlabanka.
Að sjálfsögðu bera forsvarsmenn bankanna mikla ábyrgð - og að sjálfsögðu spilar ástandið í umheiminum mjög inn í ástandið.
En það þurfa aðrir en þeir sem komu okkur í klípuna að vera við stjórnvölinn við að koma okkur út úr henni - bæði í ríkisstjórn og í Seðlabanka.
Ég vil samt þrátt fyrir allt hrósa Geir Haarde fyrir að taka þetta skref - sem mér virðist nauðsynlegt eins og staðan er orðin - en hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Bara fyrir rúmri viku!
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleymir þú ekki ábyrgð kratanna og þó sérstaklega Framsóknar, sem í 12 ár undi glöð við sitt sem skástífa á valdastoðum Íhaldsins? Einmitt þau ár, þegar lögð voru drög að þessu ástandi, sem búið er að vera fyrirsjáanlegt í mörg ár.
Friðrik Aspelund (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:19
Við getum þakkað fyrir að Íbúðalánasjóður er enn til staðar, að ekki var búið að innlima hann í bankakerfið.
Marta B Helgadóttir, 6.10.2008 kl. 17:42
Þetta komment hér að ofan um síðustu 12 árin er alveg makalaust. Kratarnir gátu notað þetta fyrst en nú er þetta orðið þreyttur málsstaður að síðustu 12 árin séu rót vandans. Það vita allir sem vilja vita að þessi lumma er þreytt og röng. Ég hvet fólk til að nota þá gagnrýnu hugsun sem almættið gaf flestu okkar í vöggugjöfina.
Staðreyndir:
Ef efnahagstillögum Framsóknarflokks hefði verið tekið í fyrra og þær settar í framkvæmd þá hefði efnahagslægðin sem hefði þó alltaf skollið á með einhverjum hætti, verið mun mildari en nú er raunin, ef ríkisstjórnin hefði gert ráðstafanir til að milda áhrifin.
Loks þegar ríkisstjórnin neyddist til að gera eitthvað þá grípur hún til illa ígrundaðar ákvörðunar sem markaðurinn hefur tekið illa.
Ekkert samráð við helstu öfl samfélagsins hafa fylgt aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er búin að vera í sumarfríi í meira en ár.
Ábyrgðin liggur saman hjá Seðlabanka, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Allar tilraunir krata til að sigla hljóðlaust í gegnum þetta eru brjóstumkennanlegar og alvarlegur skortur á ábyrgðartilfinningu.
Það sem mun koma okkur í gegnum lægðina er atvinnu-, útflutnings- og framleiðslustefna Framsóknarflokksins sem hefur treyst undirstöðurnar hér á landi undanfarin ár, í atvinnumálum, í efnahagsmálum og í velferðarmálum. Það hefur skapað GJALDEYRI !
Agnar Bragi, 6.10.2008 kl. 17:46
Kemur íhlutun íbúðarlánasjóðs til með að skipta einhverju máli? Mér sýnist að íbúðarlánasjóður taki yfir lánin á sömu kjörum og þau voru fyrir. Hvort sem þeim verður skuldbreytt eða tekin óbreytt yfir þá held ég því miður að fólk muni tapa miljónum.
Ef íbúðalánasjóður tekur lánið yfir ábreytt þá er staða skuldarans óbreytt.
Ef íbúðarlánasjóður skuldbreytir þá er láninu væntanlega skuldbreytt eins og það stendur í dag þ.e kannski 90% hærra en nafnverð lánsins.
Það sem kannki getur komið til bjargar er greiðslufrestun á meðan þetta líður hjá..
Eitt sem gleymist í þessari gengisumræðu er þau lán sem eru verðtryggð. Það fólk er í slæmri stöðu líka í 15% verðbólgu og þær hækkanir ganga ekki til baka eins og gengið gæti gert...
ÖSSI, 6.10.2008 kl. 20:20
Það er ekkert rökrétt við þetta. Ég er ekki til í að skrifa upp á frítt spil fyrir þetta lið til þess að gera eins og því sýnist. Það hefur nú sýnt sig að það er nú ekki beint úthugsað það sem þó var gert.
Þetta eru getulausir aumingjar sem eiga að hundskast frá völdum. Gallinn er hinsvegar sá að ég sé ekki alveg stjórnaraðstöðuna hafa markviss úrræði á takteinum.
Ég legg til að formönnum flokkanna verði hent öllum með tölu og mynduð stjórn alvöru þingmanna úr öllum flokkum. Það yrði náttúrulega ansi fámenn stjórn miðað við framboðið á þingi, en mér detta eftirtaldir í hug:
Illugi Gunnarsson, Bjarni Ben, (mögulega Þorgerður Katrín), Valgerður Sverrisdóttir, Magnús Stefánsson, Árni Páll Árnason, (mögulega Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir) og Katrín Jakobsdóttir.
Merkilegt að enginn frjálslyndur komi upp í hugann
Hrannar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:20
Þetta lítur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga Hallur. Get ekki séð neina góða leiki í stöðunni. Við njótum ekki nokkurs lánstrausts. Það er eins og við höfum lifað í bólu og núna er hún skyndilega sprungin. Umræðurnar hafa verið fáránlegar og snúist um hvort hluthafar Glitnis hafa tapað einhverjum aurum og hvað Davíð sagði á einhverjum fundi er náttúrulega algjört bull.
Þetta er búið að vera lengi mikið mikið stærra mál og bankarnir voru að "ganga plankann" ef maður tekur hér líkingu úr sjóræningjasögunum. "Carry Trade" markaðurinn var búinn og þessi alþjóðlega fjárhagskreppa skolaði þeim endanlega fyrir borð.
Heimildir mínar segja að í þessum orðum að aðilar alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eru að ræða við ráðamenn um aðgerðir. Íslensk efnahagsstjórn verður hugsanalega sett þá í gjörgæslu. Tímabært með hallalaus fjárlög. Tel ég sem komið er litla ástæðu að fagna. Ákaflega ólíklegt að IMF mæli með því að taka erlend lán til að endurlána í ofmetnum og offveðsettu húsnæði, kæmi mér ákaflega á óvart. Það er orðið ljóst að Jón Sigurðsson verður valdamesti maður landsins og nánast einráður um allt viðskiptalíf. Væntanlega eru Samfylkingarmenn ánægðir með það.
Kaupþingsmenn virkuðu ótrúlega brattir, en skilaboðin eru að þeir eigi að bjarga sér sjálfir sem er vonlaust. Holskeflan skellur á þá á morgun í Evrópu og þeir eiga sér enga von. Skilst að ráðin séu í raun tekin af þeim og það sé verið að skipta þeim á milli sín á fundarherbergjum í Evrópu. Tími Kaupþings er búinn í íslensku fjárhagslífi. Hvalurinn sekkur og tekur væntanlega margt með sér. Væntanlega hafa menn komist að þeirri niðurstöðu sem kom mér ekki á óvart að hlutunum varð ekki bjargað. Það hefur verið á reiki hvert gengi íslensku krónunnar er og það er hætt að skrá opinbert gengi. Evrugengið núna er yfir 200 Íkr og það verður það í langan tíma. Óljóst hver áhrifin verða hjá þeim sem hafa tekið gjaldeyrislán, væntanlega verður gjaldeyrisskömmtun þeir verða að reyna að þreyja þora og góuna eða losa fjármuni. Sem þjóð erum við öreigar og það verður uppi stétt manna sem missir allt sitt og fær stórfellda breytingu á sínum lífsháttum um mörg komandi ár.
Íslenskir fjölmiðlar hafa í lengri tíma verið gjörsamlega bitlausir og nánast vantað á alla vitræna fjölmiðlun og Ísland hefur verið viðskiptalegt "bananalýðveldi". Vonandi rennur þetta að lokum upp fyrir fólki. Það eru aðilar í viðskiptalífi landsins sem komu okkur í þetta ekki Seðlabankinn, ekki Davíð, ekki Geir, ekki Björgvin eða aðrir misvitrir stjórnmálamenn. Þetta voru "viðskiptadrengirnir" "okkar" með barnalegu þjóðlegu stolti þjóðarinnar og eyðslubrjálaði.
Þýðir ekkert lengur að lesa þessa íslensku fjölmiðla. Maður fær mikið betri fréttir frá erlendum fjölmiðlum enda er þeim ekki stýrt af þessum aðilum.
Þessi grein kom á BBC í dag:
http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/robertpeston/2008/10/creditors_call_time_on_iceland.html
"The Icelandic banking boom was an economic phenomenon created by what's known as the carry trade - whereby colossal sums of money were borrowed in places like Japan, where interest rates were effectively zero, for lending to institutions in high-interest-paying economies, such as Iceland.
This, for years, seemed to be a no-lose arbitrage on differential interest rates in a globalised economy.
But it was just another manifestation of the pumping up of the credit bubble, which is now deflating and hurting us all.
Here are the lethal statistics about Iceland: the value of its economic output, its GDP, is about $20bn; but its big banks have borrowed some $120bn in foreign currencies."
Now that's what I call leverage - and remember that's just the overseas liabilities of its commercial banks
What happen to poor indebted Iceland?
Well, although its central bank has fairly substantial reserves - enough according to the central bank governor to cover imports for eight to nine months - it's difficult to see how it can re-float without international help."
Þessi grein kom í Times:
http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article4894904.ece
Sources said that Landsbanki and the country’s third-biggest bank, Glitner, will soon be fully nationalised, while Kaupthing had been forced to take state loans. (hmmm...... hvað er á seyði þarna það er greinilegt að menn álýta að þeir Kaupþingsmenn ráða ekki lengur sjálfir för, væntanlega er verið að festa tökin um ákveðnar eignir sem veð. Hér er væntanlega er íslenska ríkið að tryggja sína hagsmuni áður en holskeflan skellur á þá.) Hér verður Glitnir tekinn og hluthafar fá væntanlega ekkert fyrir sinn snúð enda bankinn gjaldþrota og í raun engin eign.
Björgólfur Guðmundsson er væntanlega gjaldþrota og núna er yfirstjórn Landsbankans búin að loka sig inni í Landsbankahúsinu þeir hafa væntanlega fáa hluti sem þeir geta gert. Straumur Burðarás hefur yfirtekið erlenda starfsemi og væntanlega fara lifa þeir heldur ekki af stóra áhlaupið á morgun.
Allir sparisjóðirnir fara á hausinn á næstu dögum.
Engin kredittkort verða tekin gild og eins gott að sætta sig við að borga í reiðufé. Held samt að debitkortin koma til með að virka. Góður kunningi minn tjáði mér að það sé verið að gera fjárnám um allt Ísland í kvöld, væntanlega í nótt og snemma í fyrramálið. Kröfuhafar eru að styrkja sína stöðu og verða fyrstir á vettvang. það verður bankað á margar dyr á næstu klukkutímunum.
Það á eftir að renna upp annar skelfilegur dagur á morgun.....
Gunn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:50
Björgvin G. og Jóhanna Sig sögðu að Íbúðalánasjóður myndi yfirtaka myntkörfulánin á svipuðu gengi og þegar þau voru tekin. Það hljóta að vera umtalsverð útgjöld fyrir ríkissjóð. Verður sátt um það?.... Ég vona það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.