Ég krefst afsagnar Geirs Haarde!

Enn einu sinni gerir Geir Haarde ekki neitt! Það var ekki eitt einasta orð um aðgerðir! Enn einu sinni segir maðurinn ekki neitt!  Hvurslags hegðun er þetta? Við erum engu nær - eftir að hafa staðið á öndinni í eftirvæntingu - töldum að Geir ætlaði að segja eitthvað - fyrst hann vildi ávarpa "þjóð sína".

Það er alveg deginum ljósara að maðurinn ræður ekki við starf sitt.

Ef við ætlum að komast út úr vandanum þá er það einhver annar en Geir Haarde sem verður að leið aþá för. Má ég þá frekar biðja um Þorgerði Katrínu - en það er reyndar fulljóst að ástæða er að gefa Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og Seðlabanka frí frá landsstjórninni.

Þetta er ekki nema að hluta til utanaðkomandi vandi. Ábyrgðin er fyrst og fremst Sjálfstæðismanna sem hafa ekki verið vanda sínum vaxnir í forystu ríkisstjórnar og Seðlabanka!


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halelúja. Lengi lifi byltingin!

Austurvöllur, miðvikudag kl. 12:00.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 16:27

2 identicon

Ég krefst þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri verði rekinn úr starfi sínu. Ég myndi alveg una Geir að halda áfram ef hann gæfi út afdráttarlaust rautt spjald á Davíð, og myndi svo vinna þaðan.

Gleymum því ekki að það er ekki hægt að ræða lagafrumvarp í sjónvarpi áður en þau hafa verið lögð fyrir alþingi. Geir hins vegar ávarpaði þjóðina svo að hún sé með á nótunum og geti kynnt sér frumvarpið þegar það verður lagt fram.

Davíð hefur sannað vanhæfi sitt á svo mörgum sviðum að hann á sér ekki nokkurrar viðreisnar von. Ég myndi vilja bæta við að hann ætti að reka úr landi með skömm.

Bogi (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Hann var nú ekki í forsæti, þegar bankarnir voru seldir.

ÞJÓÐARSÁLIN, 6.10.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Bjarni!

Geir er vandaður og vel meinandi maður.

En Geir hefur því miður brugðist sem leiðtogi. Hann hefur ítrekað sýnt að hann á erfitt með að taka af skarið og stjórna. Geir hefur misst tiltrú þjóðarinnar. Það er engum greiði gerður með að hann haldi áfram um stjórnvölinn - og alls ekki honum sjálfum!

Nú þarf áræðinn og sterkan stjórnanda til að taka við stjórnvölinum og koma okkur út úr kreppunni.

... og yfir í Seðlabankann.

Fyrirliggjandi frumvarp veitir bankanum miklar valdheimildir. Það er jafn ljóst að þar þarf að skipta um áhofn áður en lengra er haldið. Ítrekuð mistök Seðlabankans á stóran þátt í stöðunni í dag. 

Ef sá forsætisráðherra og þeir Seðlabankastjórar sem hafa komið okkur á kaldan klaka eiga að halda áfram í þessum erfiðu aðgerðum sem framundan eru - þá er raunveruleg hætta á endanlegu gjaldþroti Íslands - því þessir menn eru ekki vandanum vaxnir.

Hallur Magnússon, 6.10.2008 kl. 16:55

5 identicon

Iss, það þarf bara að afnema útflutningsskylduna af dilkaketi og búa vel um kartöfluuppskeruna fyrir veturinn. Þá höfum við nóg að bíta og brenna í vetur.

 

Ég er nefnilega hræddur um að þeir gleymi þessu í öllu óðagotinu.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bjarni! Tek undir kröfu þína!  Geir segi af sér!  Davíð segi af sér!

Baldur Gautur Baldursson, 6.10.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Landi

Sammála þér Bjarni.

Þeir tala alltaf á sjóaramáli um brim og boðaföll.þá segji ég að það sé kominn tími á aðra í brúnna og aðra áhöfn á dekkið.

Landi, 6.10.2008 kl. 18:26

8 Smámynd: Landi

Sorry smá rangmæli.

Ég er sammála þér Hallur.

Ætlaði ekki að rangnefna þig,en eins þeir segja,maður er ekki fullkominn

Landi, 6.10.2008 kl. 19:11

9 identicon

Hjartanlega sammála. Aðgerðaleysi Geirs má segja hafi komið þessu af stað. Eftir ræðunni í gær hafði ég ekki hugmund um til hvaða ráða yrði gripið.

Davíð er bara skaðlegur-t.d. ennþá erum við mest hæstu vexti í evrópu.

Michael Jón Clarke (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband