Össur hvumpinn út í Guðna Ágústsson!

Það er merkilegt hvað vinur minn Össur Skarphéðinsson er hvumpinn út í Guðna Ágústsson. Það fer greinilega í taugarnar á Össuri að Guðni bað ríkisstjórnina að ganga hægt um gleðinnar dyr í fjárlagagerðinni síðasta vetur - þegar ríkisstjórnin lagði fram verðbólgufjárlögin - sem eiga sinn þátt í ástandinu í dag ásamt fleiri þáttum náttúrlega.

Skemmst er að minna að Össur gleymdi nánast að ræða landsmálin í kjölfar stefnuleysisræðu Geirs Haarde í síðustu viku - því hann var svo upptekinn að hnýta í Guðna sem hafði haldið afbragðs ræðu!

Reyndar ætti Össur vinur minn að vera á leið Stjórnarráðið við Lækjargötu sem forsætisráðherra með Guðna í minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar - til að stýra nauðsynlegum aðgerðum í efnahagsmálum - því það er einsýnt að núverandi skipper ræður ekki við verkefnið. Of tími kominn á orlof Sjálfstæðisflokksins frá Stjórnarráði og Seðlabanka.

Forsætisráðherra Össur tæki sig þar vel út - þótt ljóst væri að slíkri ríkisstjórn bæri að boða til kosninga strax og nauðsynlegum efnahagsaðgerðum væri lokið.

Þá væri vonandi að Ingibjörg Sólrún taki aftur við Samfylkingunni fyrir kosningarnar - sem yrðu Evrópukosningar - en Össur gæti sest í helgan stein og haldið áfram að stúdera kynlíf silunga og bækur í fornbókasölunni hans Braga og Ara!

En mikið var nú gott að sjá Ingibjörgu tiltölulega bratta í sjónvarpsfréttum! Vonandi mun henni batna hratt og vel - en þó er vissara að taka sér góða hvíld eftir stóraðgerð sem hún hefur farið í gegnum.


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Guð og góðir vættir forði okkur frá því að Össur verði forsætisráðherra. Ertu eitthvað lasinn Hallur?

Þorvaldur Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband