Er orð að marka ráðherrana eftir þjóðnýtingarferli helgarinnar?

Það er tilbreyting að sjá Samfylkinguna sem þátttakanda í þjóðnýtingu Glitnis og atburðarás henni tengdri. Nú hefur bankamálaráðherrann fullvissað okkur um að engar viðræður séu á milli ríkisstjórnar og Landsbankans um sameiningu bankanna. 

Ég veit ekki - miðað við það að bankamálaráðherrann virðist ekkert hafa komið að þjóðnýtingarferli Glitnis og lítið um það vitað - hvort staðhæfingar þess ágæta ráðherra um þróun mála milli Sjálfstæðisflokks og Landsbanka hafi eitthvað gildi.  Ætli hann viti nokkuð hvað raunverulega er í gangi!

Þá er enn minna mark takandi á orðum forsætisráðherrans þegar hann segir engar viðræður séu í gangi - eftir ítrekuð ummæli hans um helgina þar sem hann fullyrti að ekkert - ég endurtek - ekkert væri í gangi nema einfalt stöðumat vegna fjarveru hans í útlöndum! Í kjölfar þess var Glitnir þjóðnýttur - með 84 milljarðar framlagi ríkisins! 

Vissulega kann að spila inn í fjarveru Samfylkingar að Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar er fjarri góðu gamni vegna alvarlegra veikinda sem vonandi munu ekki halda henni of lengi frá stjórnmálum - það er greinilegt að Samfylkingin er algerlega vængbrotin án hennar!

Óháð öllum stjórnmálum þá óska ég Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og vonast til þess að hún nái fullum starfskröftum sem allra fyrst.


mbl.is Engar viðræður um sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bankamálaráðherra veit ekki hvað er að gerast... Ég veit ekki hvað er að gerast!  Hið opinbera er ekki nógu opinbert.

Mig grunar helst að álpappahattsfólkið hafi rétt fyrir sér.  Sem er ógnvekjandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minn ótti segir frá því að næstu upplýsinga verði ekki langt að bíða og þær verði fáum gleðiefni.

Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég veit ekki Hallur, ég er nokkuð viss um að þú værir heldur ekki sáttur við ráðherra ríkisstjórnarinnar ef þeir töluðu um að allt væri hér í kalda kolum og Glitnir stæði illa, hann yrði jafnvel gjaldþrota á næstu dögum, eða hvað heldur þú ?

Óttarr Makuch, 30.9.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband