Haarde með slæma samvisku gagnvart Glitni?

Mér fannst eins og Geir Haarde hafi verið með slæma samvisku þegar Sigmar gekk á hann í Kastjósinu í kvöld og spurði hvort aðrir kostir hefðu verið í stöðunni en það að stilla hluthöfum Glitnis upp við vegg og segja: "Þjóðnýtingu eða ekki neitt!"

Það virðast flestir málsmetandi menn á sviði efnahagsmála - nema bankastjóri Landsbankans sem hugsanlega verður bráðum bankastjóri sameinaðs Landsbanka og Glitnis - vera á þeirri skoðun að leið sú sem Glitnir óskaði eftir - þrautavaralán frá Seðlabankanum til að brúa tímabundinn og óvæntan lausafjárskort Glitnis - hefði verið sú rétta!

Enda hafi Glitnir að öðru leiti staðið nokkuð vel!

Geir vildi ekki svara því hvort sú leið hefði verið fær! 

Það kom einnig skýrt fram í máli forsætisráðherrans að það var ekki Geir Haarde og ríkisstjórnin sem var við stýrið í þjóðnýtingu Glitnisbanka. Það var Seðlabankinn ... og Samfylkingin virtist fjarri fram á síðustu stundu!

Mér virðist Seðlabankinn nánast hafa beitt Glitni misneytingu í þeirri stöðu sem bankinn var í - tímabundnum lausafjárskortið vegna ástandsins á alþjóðamörkuðum!

Ef það er rétt - þá hlýtur hinn heiðarlegi Geir Haarde að vera með slæma samvisku.


mbl.is Baksvið: Gömlu einkabankarnir ríkisvæðingu að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver talaði um Hafskipslykt af þessu máli. Getur það verið ?

Sigurlaug (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eða Haarde með góða samvizku gagnvart Glitni?

Jón Valur Jensson, 29.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband