Samvinnuráð í efnahagsmálum!

Það þarf að setja á fót samvinnuráð í efnahagsmálum eins og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur bent á. Guðni hefur í heilt ár varað ríkisstjórnina við þróun mála í efnahagsmálum. Því miður hlustaði ríkisstjórnin ekki. Þvert á móti óð ríkisstjórnin út í þenslufjárlög þvert á ráð Guðna.

Nú ákveður ríkisstjórnin og Seðlabankinn á "ekki krísufundi" að þjóðnýta Glitni þegar lánveiting hefði dugað.  Líklega hefði ástandið ekki verið svona ef ríkisstjórnin hefði hlustað á Guðna!

Ríkisstjórnin á að leggja við hlustir - og verða við ábendingum Guðna um að setja á fót samvinnuráð í efnahagsmálum.

Lykillinn út úr vandanum byggir nefnilega á samvinnu. Eins og samvinnumaðurinn Guðni Ágústsson hefur ítrekað bent á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afhverju talaði Guðni ekki svona þegar hann var í stjórn og hélt um taumana ?   Ég held að við ættum að taka sem minnst mark á honum þegar kemur að efnahagsmálum landsins.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 17:25

2 identicon

Veit að þið Framsóknarmenn hafið marga góða menn en hmmmmm..... Guðni er ekki einn þeirra. Enda hefur hann ekkert lagt til málanna. Framsóknarflokkurinn ber eins og Sjálfstæðismenn meginábyrgð en stærst er ábyrgð þessara einkaaðila og einstaklinga.

Fyrri formaður ykkar væri betri maður í þessari stöðu. Hann minnir mig reyndar á "Ragnar Reykhás". Synd það er svo mikið af mikið mikið hæfara fólki.

Gunn (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Eggert Karlsson

Óskar Þorkelsson Guðni talaði ekki svona þegar hann var í stjórn því sú staða sem er uppi núna var ekki meðan framsókn var í stjórn og hefði næsta víst ekki komið upp ef framsókn hefði verið við stjórnvölinn,heldur er það innihaldslaus samræðupólitík og vandræðagangur Samfylkingarinnar og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sem er stór örlagavaldur í þeirri stöðu sem kominn er upp í dag Óskar ég held að þú og  þeir sem eru svipað þenkjandi í garð Framsóknar ættuð að hætta þessu barnslega bulli sem  dæmir sig sjálft  vegna einhverja fordóma og     minnimáttarkenndar sem þið hafið í garð Framsóknar vegna þess að hann var við stjórnvölinn á einhverjum mestu uppgangstímum sem verið hafa hér á landi.

Eggert Karlsson, 29.9.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eggert hörundsári.. ég sagði ekkert um Framsókn heldur talaði bara um Guðna sem er risaeðla í stjórnmálum. 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Eggert Karlsson

Óskar ef það er að vera hörundsár að vera ekki sammála ómalefnalegu, ómarktæku kjaftæði eins og þú setur fram gagnvart Guðna þá er ég hreykin af því að vera hörundsár. Ríkisstjórnin ætti að taka mark á honum þegar kemur að efnahagsmálum landsins og vakna af sínum þyrnirósasvefni en ekki híma á varamannabekknum og láta seðlabankann með Davíð í foristu einan um að stjórna fjármálum þjóðarinnar 

Eggert Karlsson, 30.9.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband