Skoðaði Framsóknarnefndin mögulegt nýtt myntbandalag?
15.9.2008 | 08:35
"Stórefling krónunnar eða upptaka evru eru þeir kostir sem standa til boða sem gjaldmiðill til framtíðar fyrir íslenska hagkerfið. Aðrir kostir, svo sem upptaka svissnesks franka og norskrar krónu, koma ekki til greina. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins. Skýrslan verður kynnt formlega í hádeginu á morgun."
Þetta er merkilegt framtak hjá Framsóknarflokknum - að setja nefnd sérfræðinga í að skoða þá kosti sem í stöðunni eru í gjaldmiðilsmálum. Samkvæmt því sem ég heyri á skotspónum virðist rauvneruelga niðurstaða nefndarinnar vera að besti kosturinn sé að taka upp Evru. Næstbesti kosturinn að halda krónunni með þeim fórnarkostnaði sem því fylgir. Til þess að það sé unnt þurfi að stórauka gjaldeyrisforða Íslendinga.
En tli Framsóknarnefndin hafi skoða þriðju leiðina - myntbandalag Breta, Dana, Svía, Norðmanna og Íslendinga? Vissulega leið sem ekki hefur verið mikið í umræðunni - en væri vert að kanna hvort hljómgrunnur væri fyrir!
Við fáum væntanlega að sjá það þegar skýrslan verður birt á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur. En hvers vegna ekki að byrja á því að kanna myntsamstarf við
Norðmenn? Norsk króna er mjög sterk og vel varinn af norska olíusjóðnum.
Þetta gæti orðið fljótvirkasta leiðin til að koma á stögugt gengi, frumforsendu
lækkun vaxta og verðbólgu. Styrivextir í Noregi er um 4%. Með slíku mynt-
SAMSTARFI gætum við ætíð gripið til neyðarúrræðis ef efnahagshorfur myndu
stórversna með hagsmuni íslenzks efnahags í huga, sem við myndum alls
ekki geta gerð með erlenda mynt sem við hefum ENGIN áhrif á.
Já, hvers vegna ekki myntsamstarf við frændu vora Normenn? Harrde yrði
100% vel tekinn skrippi hans til frænda sinna og okkar í Noregi til að
kanna málið. - Eftir hverju er að bíða? Okkur vantar skjóta lausn. NÚNA,
eins og brotsjóarnir eru nú á erlendum mörkuðum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2008 kl. 11:33
Mér finnst reyndar skemmtilegast ef við gætum tekið upp færeysku krónuna!
Hallur Magnússon, 15.9.2008 kl. 15:24
Þetta eru því miður ekker raunhæfar umræður. Það er auðséð að íslendingar myndu hafa hag á að fara í efnahagssamstarf við Dani eða Norðmenn. Ég get ekki séð að Danir eða Norðmenn hafi nokkurn hag á því, nema þó síður sé. Það er væntanlega ekki tilviljun að þessir frændur okkar eru hér nefndir enda engar aðrar hagfræðilegar forsendur en frændsemi og góðsemi við okkur sem væri ástæða þessa. Það er auðvitað leyfilegt að trúa á jólasveininn enda þótt slík “jólasveinahagfræði” á ekkert skilt við raunveruleikann. Það er í raun skelfilegt hvernig við höfum komið okkur í þetta fen.
Það er ljóst að það sem hrinti þessu ferli af stað er alþjóðafjármálkreppa en þau ríki þar sem hið openbera, einstaklingar og fyrirtæki skulda mest verða verst úti. Þar erum við Íslendingar ókrýndir heimsmeistarar. Núna er erfitt að fá alþjóðlegt lánsfé, vextir eru háir og mikil tortryggni. Fjármagnsstraumurinn hefur snúist við, í stað þess að fá inn lánsfé inn í hagkerfið er flæðið snúist við og það flæðir undan krónunni. Krónan er núna okkar “stuðpúði” og gerir það auðveldara að aðlaga okkur. Gengislækkun krónunnar er í raun og veru launalækkun, ef við værum með stöðugan gjaldmiðil myndum við þurfa að sætta okkur við aukið atvinnuleysi. Þeirri staðreynd að fjármagn kemur til að streyma út úr íslenska hagkerfinu til að greiða niður erlend lán og misgóðar fjárfestingar á erlendri grund verður ekki breytt með að breyta um gjaldmiðli.
Okkar stærsta vandamál er ekki krónan en vantrú á íslenska hagferfinu sem er ótrúlega skuldsett einkennist af innherja og krosseignatengslum.
Mikilvægast núna er að ná jafnvægi á útgjöld ríkisins sem þýðir stórfeldan niðurskurð. Fjármálastofnanir þurfa einnig að skera snarlega af sér þykkt “fitulag” og sumar væntanlega koma til með að sameinast. Þetta mun leiða til umtalsverðs atvinnuleysis hjá starfsfólki í banka og fjármálaþjónustu auk fleirri fyrirtækja í þjónustugeiranum, innflutningsfyrirtækjum og byggingariðnaði ofl.
Ein af orsökum fjarmálahrunsins í USA er það 10% af íbúðarlánum geta ekki staðið í skilum af greiðslum af afborgunum og vöxtum. Íslendingar eru upp til hópa stórskuldugir og atvinnuleysi er mun leiða til að fólk geti ekki staðið í greiðslum og það mun hafa “snjóboltaáhrif” á húsnæðismarkaðinn sem á eftir að falla umtalsvert það er einungis tímaspursmál að mínu mati.
Við getum alltaf einhliða bundið krónuna við aðra gjaldmiðla eins og Evru. Þetta höfum við reynslu af og þá erum við búin að loka hagkerfinu og þurfum við þá væntanlega að sætta okkur við gjaldeyrishöft og skömmtun, sem sumir sjá núna kanski í hillingum, þetta breytir þó í raun ekki þeirri óumflýjanlegu og óskemmtilegu staðreynd að lán þarf að borgsa.
Aðild að Evrópubandalaginu og aðild að myntbandalaginu er ekki það sama. Danir,Svíar og Bretar hafa valið að hafa sinn eigin gjaldmiðil þrátt fyrir að þeir gætu tekið upp Evru, enda geta þeir stýrt hagkerfinu betur. Forsenda þess að sækja um aðild að myntbandalaginu er aðild að Evrópubandalaginu og að hagfræðilegum skilyrðum sé fullnægt. Íslendingar fullnægja ekki skilyrðum myntbandalagsis.
Það að taka upp Evru, Dollar eða Svissneska Franka einhliða er verra mál og gæti reynst dýrkeypt að taka einhliða upp Evru sérstaklega ef það yrði í óþökk Evrópubandalagsis og Evrópska seðlabankans.
Það er mögulegt að það sé skynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en væntanlega er skynsamlegast að fá sveifluna úr hagkerfinu og stöðugt ástand áður en það er gert. Illa ígrunduð aðgerð er verri en enginn og gæti þá betra heima setið en af stað farið og hugsanlegt að slík aðgerð gæti lengt og dýpkað hina óumflýjanlega samdrátt í íslensku efnahagslífi.
Gunn(ar) (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:22
Það gæti hins vegar verið að Bretar, Norðmenn, Svíar og Danir hefðu hag af slíku myntsamstarfi sín á milli. Þá liggur beint við að Ísland fljóti með!
Ekki úr vegi að taka upp símann og spurja! Það eitt símtal hefur stundum sett ótrúleg ferli af stað!
Hallur Magnússon, 16.9.2008 kl. 08:59
Það finnst mér ákaflega ótrúlegt Hallur. Hagkerfi landanna eru mjög ólík og staðan einnig. Í Noregi eru nánast tvö hagkerfi olíuhagkerfið sem gengur á fullum gír og hið almenna sem er að jafna sig eftir kennslu, þeir eiga gilda sjóði og engar erlendar skuldir ekkert land í heiminum er eins vel í stakk búið að mæta kreppu. England er mikið stærra hagkerfi og er ekki á bylgjulengd með því norska og danska. Danska hagkerfið er með ólík vandamál en hin tvo.
Íslenska hagkerfið er mikróskópísk hagkerfi. Enginn hefur hag af að fá til neitt samstarfi við okkur, byggjum mikið á fiskveiðum, sveiflukennt hagkerfi og gríðarlega skuldsett. Staða okkar er ákaflega veik og það væri heldur að við sæktum í skjól eða var. Undir vængjum stóru fuglanna eins og lítill hræddur fuglsungi. Þetta yrði ekkert samstarf enda hefðum við ekkert að bjóða sem ég get séð nema vandræði og vesein. Ég hef ekki heyrt það í umræðunni í Noregi að það sé nokkur þörf, vilji eða ósk um að fá til neitt samstarf við aðra og alla vega ekki Íslendinga sem eru annars að fá mjög svo neikvæðan stimpil með illa hugsuðum, fljótfærnum og áhættusömum fjárfestingum og það er byrjað að brenna undir fótum margra fjárfesta hér. Heyrði á BBC talað við hagfræðing sem sagði að tími "silly money" væri liðinn og það væru margir "silly investors" færu núna á hausinn með braki og bramli núna á næstu mánuðum sem er að gerast.
Það eru því miður dæmi um að sjálfstæð ríki hafa misst niður sitt sjálfstæði eins og Nýfundnaland sem er núna er hluti af Kanada.
Við hefðum kannski átt að segja takk við Jósku heiðunum þegar við fengum tilboð um það eftir móðuharðindin. Við getum reynt að sækja öll sameiginlega um norskan ríkisborgararétt og vona að frændur okkur taki við okkur aftur eftir 1100 ár.
Nei, Hallur i þetta dæmi þurfum við að klára sjálf og óstudd og það er því miður hagstjórn hinnar hagsýnu húsmóður, eyða því sem þú aflar og safna í sjóð sem verður okkar hlutskipti næstu árin.
Gunn(ar) (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.