Framsóknarmaðurinn Obama tekur með sér reynslubolta!

Framsóknarmaðurinn Barack Obama valdi að taka með sér hinn mikla reynslubolta Joseph Biden sem varaforsetaefni. Þetta er að mínu viti skynsamleg ákvörðun. Biden er ekki einungis með miklar reynslu - heldur yfirburðaþekkingu í utanríkismálum. Þekkingu sem væntanlega mun nýtast Obama afar vel í forsetaembættinu.

Ég hélt reyndar að  Obama myndi velja öldungadeildarmaninn Evan Bayh- en svona geta eru Framsóknarmenn - koma oft á óvart!

Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!

 


mbl.is Segir Obama viðurkenna reynsluleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fjósmennirnir af Jökuldalsheiðinni verða að taka mér sér socialdemocrat til að ráða við verkefnið

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2008 kl. 11:11

2 identicon

Já framsóknarmenn geta svo sannarlega komið á óvart, sbr ráðning stjórnarformanns Orkuveitunnar.

Valsól (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef Obama er framsóknarmaður.. er þá Framsókn langt til hægri ? 

Óskar Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hahahahahah góður. Líkar alltaf vel við menn sem sökkva með sínu skipi þó svo að það sé býsna djúpt sokkið ofan í óvinsældarfenið. Eða ertu ekki í Framsókn ?

Þá hlýtur Framsókn að vera lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn því mér vitalegar eru demókratar mjög hægri sinnaður flokkur. 

Mér þætti vænt um að heyra rök þín fyrir því að Oboma sé framsóknarmaður ?

Mér vitanlega er Obama ekki hlintur ríkisstyrktum landbúnaði en gæti kannski átt það sammerkt með ykkur að vera talsmaður fyrir stóriðjustefnu. 

Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Lesið bókina hans Obama! Þá sjáið þið heilsteyptan Framsóknarmann :)

Hallur Magnússon, 23.8.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband