Stefnir Geir Haarde á evru og Evrópusambandið?

Geir Haarde forsætisráðherra virðist vera að vakna af dvalanum og er nú loks farinn að ræða um stjórnmál og efnahagsmál. Það gerir Geir í merku viðtali við Markað Fréttablaðsins þar sem Geir leggur áherslur á að Íslendingar nái slíkum tökum á efnahagslífinu að þeir uppfylli skilrði þess að geta gengið í myntbandalag Evrópu. Með öðrum orðum að taka upp evru.

Eðlilega snýr Geir ekki alveg við kúrsi Sjálfstæðisflokksins og segir að það skuli ganga til liðs við Evrópubandalagið - en á á eftir A kemur yfirleitt B.

Þetta er mikilvægt skref hjá Geir - enda veit hann sossum eins og við hin að mögulega er innganga Íslands í Evrópusambandið og upptaka evru langfarsælasta leið Íslands inn í framtíðina.  Menn vita að innganga í Evrópusambandið er ekki afsal fullveldis Íslands eins og Jón Sigurðsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt fram á.

Menn vita einni - líka Geir - að það fullveldisafsalið sem verður við inngöngu í Evrópusambandið varð við samþykkt EES samningsins. Það vissi Steingrímur Hermannsson á sínum tíma sem sat hjá við afgreiðslu EES samninginn þrátt fyrir að hafa verið einn hvatamaðurinn að gerð hans á sínum tíma.  Hins vegar mun innganga í Evrópusambandið auka við fullveldi okkar að nýju.

Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða fyrir Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokksins. Hann á að  framfylgja stefnu Framsóknarflokksins og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega inngöngu í sambandið. Þegar niðurstaða þeirra viðræðna liggur sjáum við fyrst hvort kostir við inngöngu eru meiri en gallarnir. Við verðum að fá það upp á borðið fyrr en síðar. Og þjóðin á að taka þá lokaákvörðun.

En enn og aftur. Það er gott að Geir er farinn að taka skrefi í þessa áttina.


mbl.is Forsætisráðherra: Rétt að uppfylla Maastricht-skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Hallur. Geir undirstrikaði það mjög skýrt í þessu viðtali að hann væri á
móti ESB-aðild. Gallarnir væru einfaldlega fleiri en kostirnir. Svo sagðist hann
fylgjandi að við uppfylltum Matastriht-skilyrðin en tók fram að þeim uppfylltum
væri engin ástæða að taka upp evru. Enda meiriháttar ávísun á stöðnun og kreppu. Svo eitt í viðbót. Man ekki betur en Framsókn hafi klofnað í EES-
málinu. Steingrímsarmurinn greiddi á móti honum en Halldórsarmurinn sat
hjá.

Að halda því fram að fullveldið aukist með ESB-aðild er meiriháttar öfugmæli.
Enda áhrifin á Evrópuþinginu nánast engin, langt innan við 1% og engin
áhrif í framkvæmdastjórninni. Ef Ísland gangi þar inn.

Svo í lokin. Meðan framseljanlegur kvóti er á Íslandsmiðum getur aðild
Íslands ALDREI komið til greina. Alveg furðulegt að ESB-sinnar skulu ætíð
horfa fram hjá því stórmáli.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég var farinn að sakna þín Guðmundur!

Grunaði að ég fengi að heyrá í þér aftur. Takk fyrir þetta!

Ég sá hvað Geir sagði um Maastrict - og Evrópusambandið. Enda ekki hlgt að kúvenda í einu viðtali. En eftir A kemur oftast B.

Bíðum óg sjáum!

Reyndar veistu að ég vil ganga til viðræðna við ESB og sjá hvað út úr þeim kemur. Síðan taka endanlega afstöðu. Þótt ég telji allar líkur á að ég myndi styðja inngöngu - þá útiloka ég ekki að ég muni skipta um skoðun ef niðurstaðan verður okkur ekki hagstæð. En við verðum að fá niðurstöðu um það hver skilyrðin verða.

Við gætum jafnvel verið búin að ganga til baka frá framseljanlegum kvóta við Íslandsstrendur!! ... og festa í stjórnarskrá að auðlindir í hafinu kring um Íslands sé þjóðareign Íslendinga - ef það er lögfræðilega hægt!

Hallur Magnússon, 20.8.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Guðlaugur!

Það er misskilningur að bændur hafi verið á móti símanum!  Þeir vildu hins vegar frekar byggja upp öflugt fjarskiptasamband í formi talstöðva sem næði um allt land - töldu það vænlegri kost en símalínan með síma eins og við þekkjum gegnum áratugina - og sem varð ofan á í fjarkiptum á landi.  Þeir höfðu semsagt meir trú á GSM en línusíma!  Þróunin varð hins vegar "línusími" en ekki "gsm" :)

Annars var þessi afstaða ekki eins galin og menn telja í dag. Sjáum dreifbýl lönd eins og Ástralíu!  Þar var talstöðvasambandið en ekki sími notaður í dreifbýlli hlutum landsins.

En reyndar var síminn kannske ekki mál númer eitt - heldur var "Reykjavíkurreiðin" hluta af víðari pólitík en það!

Hallur Magnússon, 20.8.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Hallur.

Bara eitt í viðbót varðandi framseljanlegan kvóta og lögsetja í stjórnarskrá
auðlindirnar í þjóðareign.

Göngum við í ESB meiga allir innan ESB fjárfesta í íslenzkum útgerðum. Það
verður ekki hægt að semja okkur frá því.Þannig gætu erlendir aðilar komist yfir
kvótann, með meirihlutaeign í ísl. útgerðum. Í dag getum við bannað þetta
þar sem svárvarútvegurinn nær ekki yfir EES-samninginn.

Þar sem ég veit Hallur minn að þú ert það klár maður og mikill Íslendingur,
að koma því inn í umræðuna meðal ESB-sinna, að til þess að ganga í ESB
verðum við að breyta núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi, því það mun
enginn heilvita maður sækja um aðild Íslands að ESB hafandi þetta
frjálsa framsal á kvótum. Vitum hvernig þetta hefur þróast hjá t.d
Bretum, þar sem svokallaða kvótahopp hefur nánast lagt breskan
sjárvarútveg í rúst. Það sama mun gerast hér með framseljanlegan
kvóta.

Gæti verið lausn að binda kvótann við ákveðin byggðalög fremur en
útgerðir. Alla vega er aðild Ísland að ESB með núverandi sjávarútvegskerfi
glapræði, svo ekki sé meira sagt. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband