Ólafur Friðrik hótar klofningi hjá Frjálslyndum á fyrsta degi!!!

"Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, fullyrðir að hann verði í framboði í næstu borgarstjórnarkosningum. Annað hvort verði hann á framboðslista Frjálslynda flokksins eða hann myndi sérframboð. Þetta kom fram í viðtali Þorfinns Ómarssonar við Ólaf í Íslandi í dag fyrr í kvöld."

Svo segir á fréttavef visir.is.

Mér sýnist Ólafur Friðrik vera farinn að hóta klofningi í Frjálslyndaflokknum á fyrsta degi!

Þetta er maðurinn sem Vinstri grænir og Samfylking vildu láta Óskar Bergsson bukta sig fyrir og biðja um nýtt líf fyrir svokallaðan Tjarnarkvartett  - og lofa því að fara aldrei, endurtek aldrei, að ræða við Sjálfstæðismenn um samstarf í Reykjavíkurborg. Þá kannske, endurtek kannske, myndi Ólafur Friðrik veita svokölluðum Tjarnarkvartett liðsinni sitt!

Er það furða að Óskar hafi sagt nei takk við "kannske" loforðum Ólafs Friðriks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Heyr! Heyr!

Heiðar Lind Hansson, 19.8.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Landfari

Ég held nú að ef einhver undanteking er á þeirri reglu, að loforðum stjórnmálamanna sé ekki treystandi, þá séu það loforð borgarstjórans fyrrverandi, Ólafs F.

Ég efast ekki um að Óskar er hinn vænsti maður en treysti samt Ólafi mun betur til að taka málefnin framyfir persónulegt framapot. Ólafur hefði auðveldlega getað fórnað málefnasamningnum (75% samningnum) og haldið stólnum en það gerði hann ekki og ég virði hann fyrir það þó ég hafi ekki kosið hann á sínum tíma.

Landfari, 21.8.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband