Fatlaðir undir högg að sækja í háskólanámi!

Fatlaðir eiga því miður enn undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þeir virðast einnig enn undir högg að sækja í menntakerfinu. Það hjálpar ekki við að styrkja stöðu þeirra hvað atvinnu varðar. Því virðist sem margir fatlaðir séu fastir í fátækragildrur - séu dæmdir til að lifa á lágum bótum opinbera tryggingakerfisins.

Þetta ástand er ólíðandi.

Runólfur Ágústsson hinn kröftugi framkvæmdastjóri háskólans Keilir vakti athygli á þessu í útskriftarræðu í gær. Um það segir Eyjan.is í frétt:

"Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis gagnrýndi gagnrýndi aðgengi fatlaðra að háskólanámi hérlendis í útskriftarræðu sinni. Hann benti á að þeir skólar sem taki inn fatlaða nemendur, þurfi sjálfir að bera af slíku verulegan kostnað. Sem dæmi nefndi hann að kostnaður Keilis vegna aðkeyprar túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra hlaupi á milljónum króna næsta háskólaár. Keilir sé nýr skóli sem ekki hafi úr digrum sjóðum að spila og staðan því þannig að ef annar hæfur umsækjandi sem þyrfti á sambærilegri þjónustu að halda myndi sækja um nám við skólann, yrði að hafna honum af því að hann væri fatlaður og fjármunir ekki til."

Hinn röksami ráðherra félagsmála Jóhanna Sigurðardóttir verður að ganga í málið. Hún hlýtur að fá stuðning hins röggsama ráðherra menntamála Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þá trúi ég ekki öðru en starfsmenn í ráðuneyti Árna á Kirkjuhvoli muni veita tillögum um aukið fjármagn til aðstoðar fatlaðra í háskólanámi brautargengi.

Núverandi ástand er nefnilega smánarblettur á okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þakka þér kærlega Hallur, þó þetta sé svona þá virðast FLESTIR ævinlega líta í hina áttina. Ríkisstjórnin er þar framarlega í flokki.

Eiríkur Harðarson, 10.8.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þakka þér fyrir þessa dreifingu á orðum Runólfs Ágústssonar. Þó þau séu tilkomin út frá fjárhagslegu tilliti til reksturs kannski frekar en frá sjónarmiði fatlaðra þá er þetta eins rétt og nokkuð getur verið. Aðgengi hreyfihamlaðra sem ég vinn fyrir er alveg ömurlegt og auðvitað kostar fé að breyta byggingum og þessháttar. Jóhanna Sigurðardóttir er eina vonin eins og staðan er núna ...sammála því og þetta er sannarlega smánarblettur á ríkri þjóð eins og við erum. kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband