Kynferðisofbeldi gagnvart drengjum vanmetið?

Er kynferðisofbeldi gagnvart drengjum vanmetið á Íslandi?

"Til okkar kom sextán ára strákur sem hafði búið í sex mánuði hjá karli hér í borg. Karlinn dældi í hann peningum, áfengi og dópi og notaði hann kynferðislega. Þessi strákur er ekki samkynhneygður...  Strákum er líka nauðgað. Þeir eru misnotaðir, rétt eins og stelpur. Ég þekki fleiri stráka sem hafa selt sig en stelpur"

Þetta er brot úr viðtali við Mumma í Götusmiðjunni í 24 stundum, en væntanlega hefur enginn betri yfirsýn yfir ástandið hjá unglingum á götunni í bullandi neyslu. Sá hópur er í mikilli hættu gagnvart kynferðisofbeldi - kynlíf gegn greiðslu í dópi eða peningum fyrir dópi.

Væntanlega eru sumir þessara krakka í harðri neyslu einmitt vegna þess að þau hafa lent í kynferðislegu ofbeldi. Strákar jafnt sem stelpur.

Stígamót eru samtök sem hafa unnið frábært starf á undanförnum árum - aðstoðað fjölda kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig karlmönnum - þótt hlutfall þeirra sem leita til Stígamóta sé lágt.

Þótt hlutfallið sé lágt - er þá víst að það gefi rétta mynd af kynferðislegu ofbeldi gagnvart drengjum? Er ekki líklegt að karlmenn leiti miklu síður til Stígamóta og þeirra ágæti kvenna sem vinna fórnfúst starf með fórnarlömbum kynferðisofbeldis en konur?

Það kæmi mér ekki á óvart!

Er kannske kominn tími til þess að karlmenn sem lent hafa í kynferðislegu ofbeldi - og unnið sig út úr því eins og unnt er - eins og margar þeirra kvenna sem vinna með Stígamótum hafa gert - að þeir karlmenn stofni sambærileg samtök til hjálpar karlkyns fórnarlömbum kynferðisofbeldis?

Það kæmi mér ekki á óvart!

Hér gæti verið verkefni fyrir Önnu Kristinsdóttur nýráðinn  mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar!

Því að sjálfsögðu á Reykjavíkurborg að styðja við bak samtaka eins og Stígamót - og mögulegra nýrra "bræðrasamtaka" Stígamóta.

Fyrsta skrefið gæti verið að fá Mumma í Götusmiðjunni til ráðgjafar. Hann þekkir ákveðinn hóp karlkyns fórnarlömb kynferðisofbeldis - og gæti verið tengiliður í að koma þeim saman í sjálfshjálpar samtök svipuðum Stígamótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held einmitt að það sé málið að strákarnir leiti sér síður aðstoðar þegar þeir hafa lent í kynferðisofbeldi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Ísdrottningin

Fyrsta skrefið væri að fá Mumma fé og mannskap til að koma börnunum okkar í öruggt skjól og af götunni. 

Hingað til hafa ráðamenn ekki viljað taka mark á orðum Mumma og því hefur hann aldrei fengið almennilega aðstoð í baráttunni fyrir börnunum okkar. 

Ísdrottningin, 9.8.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Þetta eru nú ekki nýjar fréttir, þó sláandi séu. Og yfirvöld eru löngu búin að gera upp á bak á sér í þessum málaflokki - götubörnunum okkar - því miður. En svo er annað sem fólk skyldi ekki líta framhjá og það er staðsetning Stígamóta. Það eru æði þung spor fyrir ungan mann að ganga inn um dyr hjá Stígamótum, í beinni sjónlínu við félaga og vini sem sitja og bíða eftir strætó á Hlemmi. Og þessi spor verða sumum ofviða, það veit ég af eigin reynslu. Því miður.

Berglind Nanna Ólínudóttir, 9.8.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Strákar / karlmenn þegja frekar. Það er staðreynd. Og það er svo sannarlega kominn tími til að samskonar þjónusta verði í boði fyrir karlkyns fórnarlömb kynferðismisnotkunar eins og fyrir kvenmenn. Því miður erum við sennilega stödd á svipuðum stað með þetta og við vorum varðandi kvenkyns fórnarlömb, og þegar Stígamót voru stofnuð. Á byrjunarreit. En einhvers staðar þarf að byrja.

Og það er annað. Við þurfum að fara að tala á sömu nótum við drengina okkar og við gerum við stúlkurnar. Varðandi nauðganir. Hið svokallaða nauðgunarlyf, o.sfrv. Því karlmönnum er líka nauðgað. Í partíum... húsasundum.. En þeir þegja. og við því er bara eitt að gera, og það er að opna umræðuna.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er víðar en fólk grunar............þyfti að vera eitthvert athvarf fyrir karlmenn líka

Hólmdís Hjartardóttir, 10.8.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er algjörlega sammála Hólmdísi.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 03:46

7 identicon

Þarft að koma þessum málum upp á yfirborðið. Þekki þessi mál af eigin raun og átti raunar þátt í að stofna samtök fyrir margt löngu síðan sem reyndu að koma hreyfingu á þessi mál.  Það óhugnanlega er að mikil afneitun er í gangi á Íslandi og það jafnt meðal fórnarlamba misnotkunar og ekki síst hjá yfirvöldum.  Vill einnig benda á að gerendur gagnvart strákum/karlmönnum eru ekki eingöngu aðrir karlmenn heldur einnig konur. Vann á sínum tíma með starfsfólki Stígamóta að úrvinnslu gagna um þetta og það er ótrúlegt hversu algengt þetta er.

Einar Björnsson (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

Gott að vakin er athygli á þessu brýna mannréttinda- og jafnréttismáli.

Gísli Tryggvason, 10.8.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband