Alvarleg viðvörun til Framsóknarflokksins!

Það að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík skuli einungis fá 2,1% fylgi í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgstjórn Reykjavíkur er alvarleg viðvörun til Framsóknarflokksins á landsvísu! 

Óskar Bergsson borgarfulltrúi hefur staðið sig með óvenjulegri prýði í öldugangi borgarmálanna undanfarnar vikur og mánuði.

Ég hef fundið mjög víða - og það ekki síður hjá stuðningsmönnum annarra flokka - mikinn stuðning við málflutning Óskars. Flestir sem ég tala við telja að hann hafi staðið sig afar vel - þótt þeir séu ekki endilega sammála honum um öll mál. Reyndar hefur mjög margt fólk í öðrum flokkum - og óflokksbundið fólk - einmitt verið sammála málflutningi Óskars!

Óskar virðist ekki vera að njóta þessa í skoðanakönnuninni.

Málefnaleg staða flokksins í Reykjavíkurborg er sterk. Borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík er sterkur. Það dugir ekki til fylgis.

Skýringuna hlýtur að vera að leita annars staðar og þá í landsmálunum.

Staðreyndin er sú að þrátt fyrir það að Framsóknarmenn hafi í gegnum tíðina leikið lykilhlutverk í að halda uppi atvinnustigi og velferð á Íslandi og að flokkurinn hafi réttilega gagnrýnt efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar, þá hefur flokkurinn ekki náð að koma fram af þeim styrk og þeirri festu sem nauðsynleg er til að kjósendur hafi traust á flokknum til að leiða enn einu sinni uppbyggingu atvinnulífs og velferðar.

Núverandi flokksforysta Framsóknarflokksins hefur haustið til að snúa þessari þróun við.  Ef flokksforystunni tekst það - þá er flokkurinn kominn á beinu brautina íslensku þjóðinn til heilla. 

Ef flokksforystunni tekst það ekki þá þarf að skipta henni út á næsta flokksþingi og fela ungu kynslóðinni í flokknum að taka við. Framtíðin á nefnilega að vera hennar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn, ég er hræddur um að þú sjáir ekki flokkinn þinn í réttu ljósi. Ég er í raun ósammála öllu því sem þú skrifar hér nema upphafi og endi.

Það vita fæstir hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir lengur, nema þá helst eiginhagsmunapot. Halldór Ásgrímsson varð milli á kvótakerfinu sínu. Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson urðu millar af bankabraski með aðstoð flokksins. Það má nefna mörg nöfn.

Starfandi formaður flokksins er varla í milladeildinni, en er brjóstumkennanlegur og durgslegur "sveitamaður" sem fæstir taka mark á. Hann hafði ekki einu sinni kjark til að bjóða sig fram til formennsku, mannstu?

Óskar Bergsson er heldur ekki góður oddviti hvað sem þér sjálfum finnst. Ég heyrði að hann hafi grætt fúlgur fjár á braski með lóð og byggingarétt í Nauthólsvík. Vonandi var það ekki á meðan hann sat í nefndum og ráðum borgarinnar.

Framsóknarflokkurinn þarf einfaldlega á kraftaverki að halda. Þess vegna hefur hann líklega verið að bera í víurnar við trúarleg samtök með von um hjálp að handan.

Sigurður Hrellir, 8.8.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sigurður Hrellir talar eins og framsóknarmenn hafi komið á kvótakerfinu og framsali kvóta.  Veit maðurinn ekki betur eða er hann bara að bera út lygi og óhróður um framsóknarmenn?   Sjálfstæðisflokkur og Alþýðurflokkur fóru með stjórn landsmála þegar framsal kvóta var lögleitt, og það eru því núverandi stjórnarflokkar sem urðu til þess að útvegsmenn högnuðust á kvótaeign, ekki framsókn.   Sigurður vona að þú lesir þetta og biðjir viðeigandi afsökunar á vitleysunni í þér og látir af svona rangfærslum.   Þú átt að vita betur.

G. Valdimar Valdemarsson, 8.8.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég bendi líka Sigurði á að Ríkisendurskoðun er ekki einusinni heldur þrisvar búin að fara í saumana á einkavæðingu Búnaðarbankans án þess að finna þar nokkuð aðfinnsluvert.    Það er sú stofnun sem löggjafinn setti á fót til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu.   Ef Sigurður veit eitthvað sem Ríkisendurksoðun veit ekki ætti hann að leggja spilin á borðið í stað þess að bera út róg um fólk.

G. Valdimar Valdemarsson, 8.8.2008 kl. 18:35

4 identicon

Þó að þvottavélar séu til að þvo skít, þá er skítur samt til, Mister G. Valdemar Valdemarsson.

Allir vita að Framsókn er nánast samheiti yfir spillingu. Auðvitað eru til óspilltir framsóknarmenn... eða er það ekki? Ég er ekki viss.

benson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Held  það sé rétt,  Hallur sem þú segir um Óskar Bergsson.  Hinsvegar vita svo allir meðalgreindir menn að það ástand sem er að dynja á okkur núna, var allt undirbyggt í stjórnartíð Dabba og Dóra. Þess vegna kann fólk ekki að meta, þegar framsóknarmenn þykjast nú kunna ráð við öllu og vita allt best. 

Þórir Kjartansson, 8.8.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Sævar Helgason

Þessir gömlu flokkar sem urðu til fyrrihluta síðustu aldar og við allt annað þjóðfélag en nú er, eru að ljúka sinni tilvist. Alþýðuflokkur er aflagður, Alþýðubandalag (sósialistaflokkurinn) er aflagður.  Framsóknarflokkur er að fara sömu leiðina- ekkert hindrar það.  Og nú er Sjálfstæðisflokkur að renna sitt skeið - sami ferillinn er hafinn.  Sennilega verður það Evrópumálin sem hraða þeirri vegferð.

Og nýir flokkar með nýjar stefnur og fyrirheit- taka við. 

Sævar Helgason, 8.8.2008 kl. 23:20

7 identicon

Blessaður, Hallur

Það er ótrúlegt að jafn raunsær maður og þú skulir ekki hafa áttað þig betur á stöðu Framsóknarflokksins. Eftir langa setu með íhaldinu og ótrúlegan undirlægjuhátt sem hæstu hæðum náði með því að leggja blessun við Íraksstríðið hefur flokkurinn tapað og tapað og trúverðugleikinn gagnvart félagshyggjufólki er fokinn út í veður og vind; alveg sama hvaða fólk er í forsvari. Því miður fyrir þig og aðra sauðtrygga flokksmenn sem ekki lengur vita eða skiptir engu máli fyrir hvað flokkurinn stendur...

Bestu kveðjur frá jafnaðarmanni að austan,

Aðalbjörn Björnssson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:57

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þótt Óskar Bergsson sé með flott nafn og standi sig vel þá skiptir það reykvíkinga litlu máli því Framsókn er að deyja út í reykjavík.  Hann nafni kom allt of seint inn í borgarmálin til þess að hægt sé að bjarga því sembjargað verður fyrir framsókn í rvk..

Sævar mælir manna heilastur. 

Óskar Þorkelsson, 9.8.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óskar Bergsson er hinn mætasti maður. Málið snýst bara ekkert um hann. Framsóknarflokkurinn hefur verið í dauðateigunum síðustu mánuðina. Nályktin finnst langar leiðir. Ef Framsóknarmenn finna ekki lyktina. Þá er full ástæða til þess að hlusta á þáttinn hans Sverris Stormskers.

Þátturinn er á: http://www.stormsker.net/Midjan.html

Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2008 kl. 08:32

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Bergsson er mjög skeleggur stjórnmálamaður en verður seint vinsæll í hugum Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir hans gjörning í Höfða.
Menn eins og Guðni og Bjarni með sína sveitapólitík munu ekkert gera fyrir Framsóknarflokkinn a.m.k ekki í Reykjavik.
Þið þurfið nýjan formann og það STRAX. - alltaf líkað vel við Valgerði.

Óðinn Þórisson, 9.8.2008 kl. 09:14

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er búið Hallur!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.8.2008 kl. 10:58

12 identicon

Heyrðuð þið þáttinn á útvarpi Sögu með Guðna formanni? Svo er þessi maður formaður stjórnmálaafls á Íslandi, vona að hann komist aldrei aftur með puttana í völd. Maðurinn er algjörlega úti á túni. Mín skoðun er rétt og allt annað er vitleysa, þannig kom hann mér fyrir sjónir ef svo má segja um útvarpsþátt. Menn í pólitík þurfa hafa það til bruns að bera að geta komist að sameiginlegri niðurstöðu með öðru fólki, það var kannski þess vegna sem Halldór og Guðni náðu aldrei saman. Það hefur engu tautu verið við hann komandi. En það var hræðilegt að hlusta á manninn og ef ég hefði ekki vitað hver þetta væri ja, þá vill ég ekki úttala mig um það álit opinberlega.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:29

13 identicon

Ég tek undir með ykkur hinum hvað varðar spillingu innan þessa flokks með alla þá sem hafa hagnast gríðarlega bara fyrir það vera í réttum flokki á réttum tíma. Ég get ekki skilið fólk sem getur sett x við svona spillingu, ég bara get ekki skilið það. Við viljum öll fá heiðarlega menn til að vinna þessi pólitísku verk fyrir okkur. Við eigum ekki að vera feimin við að refsa þeim fulltrúum sem við höfum kosið ef þeir standa sig ekki. Við eigum óhikað að skipta um flokka ef svo ber undir. Við eigum ekki að sætta okkur við hvað sem er frá þessum fulltrúum okkar og Framsóknarflkkurinn er svo sannarlega búinn að sýna það að það þarf að skipta toppunum út. Það er svo aftur á móti einn gallinn á pólitíkinni að það er ekki hægt að losna við toppana hvað sem þeir gera. Það eru einungis 15% neðstu af þingmönnum sem róterast við kosningar. Hinir sem eru fyrir ofan á listum stjórnmálaflanna geta bara ákveðið sjálfir hvenær þeir ætla að hætta. Sjáið bara Össur, mikið væri ég feginn að sjá hann fara, nú eða Árna Matt sem þykist ætla taka ábyrgð á ráðningu Þorsteins Davíðssonar, eða Steingrím J sem tók fegins hendi við dúsu þegar eftirlaunaósóminn var samþykktur. Það verða ekki þeir sem taka ábyrgðina heldur sá sem er í baráttusætinu þegar kemur að kosningum.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:06

14 identicon

Þó sumir reyni að setja hey í bingi--og sendi okkur loforðin í röðum--Í Framsókn verða fáir menn á þingi--því feyskinn viður er í þeirra hlöðum. 

Þó lögin séu í löngum röðum brotin--og lygin efst á blaði í sumra munnum. -- Er pólitíkin eins og rófa rotin, -- sem réttast er að geyma í öskutunnum.

vigdis ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 13:06

15 identicon

Það er rétt Framsókn á sér varla viðreisnar von úr þessu. Þetta er eins og seglskúta sem lent hefur í ofsa veðri og brotsjóum og hrekst nú um með brotin rá og reiða, meira en hleming áhafnarinnar hefur tekið út þar á meðal gamla skipstjórann og svo líka eiginlega strax á eftir stýrimanninn sem hann tilnefndi. Skipsrotturnar sem fyrrverandi formaður fóðraði undir þiljum í áraraðir eru nú flestar flúnar yfir á aðrar sjóhæfar skútur eins og M.s. Samskip og M.s. Vís   

Þeir sem eftir eru á þessu feigðar-fleyi geta lítið aðhafst nema halda sér, því fyrir utan að skonnartan er alls ekkert sjófær þá er stýrið brotið og kompásinn snýst bara í hringi.

Þetta er akkúrat Framsókn í dag. Þessi gamli ráðsetti og eitt sinn ágæti stjórnmálaflokkur var hreinlega eyðilagður og nú er bara þessi hryggðarmynd eftir.

Þó svo að innan um sé margt ágætis fólk enn eftir í Flokknum eins og t.d. þú Hallur og G. Valdimar þá er bara enginn tilgangur að vera áfram í þeirri þráhyggju að reyna að lappa uppá þetta fúafley sem Framsóknar skútan er. Auk þess eru skútuöldinni lokið. Því fyrr sem þið horfist í augu við þetta því betra. Finnið ykkur því annan vetvang fyrir skoðanir ykkar og viðhorf þar sem þið verðið að gagni fyrir land okkar og þjóð, eins og reyndar fjöldinn allur af fyrrverandi Framsóknarfólki hefur gert sem yfirgefið hefur Flokkin á undanförnum árum. Alveg eins og fyrrverandi Framsóknar forkólfurinn og sérann Baldur Kristjánsson hefur gert og segir svo skelgglega í athugasemdunum hér að ofan: "Þ E T T A  E R  B Ú I Р H A L L U R" !  

Að lokum vil ég þakka þér fyrir marga ágætis pistla hér á Mbl-blogginu, sérstaklega um húsnæðismálin. Halltu áfram þar.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 13:36

16 identicon

Mikið andskoti er að heyra (lesa) þetta hér fyrir ofan og ekki datt mér í hug að menn öfunduðu svona framsóknarmenn að orðalepparnir myndu flokkast undir rasisma ef væri verið að tala um annan hóp.

Og hefur enginn grætt nema vera framsóknarmaður meðan þeirra flokkur var í ríkisstjórn, heyr heyr. Hvað með alla sjálfstæðismennina og alla hina. Bendi á orð Gvald nr. 2 hverjir settu kvótaframsalið á.

Ég vona bara að sjallarnir og kratarnir hengist ekki í geislabaugnum, vegna þess að það er allt framsóknarmönnum að kenna hvort sem þeir hafa komið nálægt hlutunum eða ekki það er samt þeim að kenna. Þannig skrifa margir bloggarar og skammast sín ekki fyrir að fara með rangt mál, og hana nú. Áfram Hallur.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:34

17 identicon

Ég held að Framsóknarflokkurinn eigi sér viðreisnarvon. en þurfi þá að halda vel á spöðunum á næstu mánuðum. Óþarfi hér að ofmeta "greind" kjósenda.  Auðvita veit allt upplýst fólk að það er stórtæk spilling í íslensku samfélagi og ekki minnst viðskiptalífi, enda eru engir erlendir fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði sem hefur einkennst af vina-, flokkstengslum og stórfelldum innherja- og krosseignatengslum.  Þessir   Það eru lítil viðskipti á íslenskum hlutabréfamarkaði og tel ég að núverandi gengi er haldið upp af handafli enda eru þar sáralítil viðskipti spurning hvort ekki eigi að leggja hann niður í núverandi mynd. Sjá dæmið FL-group á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=nQygPZZqg_M

Framsóknarflokkurinn búinn að drulla sig illilega út á síðustu áratugum og það vita allir. Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert betri og væntanlega ekki Samfylkingin ef hún hefði haft tök á eða þá Vinstri Grænir eða aðrir.

Mikilvægast fyrir flokkinn að mínu viti er að kasta núverandi formanni, og tel ég að fráfarandi formaður hefði verið mun betri kostur.
Fólkið í landinu vill heyra hvað á að gera í þessari alvarlegu stöðu sem landið stendur frammi fyrir og orðum þarf að fylgja aðgerðir. Það virðist eins og núverandi ríkistjórn ekki sé að ná tökum á ástandinu þrátt fyrir gríðarlegan þingmeirihluta. Tel ég eins líklegt að Samfylkingin vilji út úr stjórnarsamstarfinu og opnast þar tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn.
Ögurstund íslensk efnahagslífs er að renna upp.  Að það takist að hafa fjárlög ríkisins í jafnvægi og hallalaus á næsta ári og 2010.  Ef það misheppnast þá bíður íslensk efnahagsstjórn skipbrot og gæti tekið mörg ár að byggja það traust á nýtt sem gæti þýtt áralanga "eyðimerkurgöngu" íslensk efnahagslífs og slæm lífskjör á Íslandi. Þetta þýðir í raun stórfelda niðurskurð á hinu opinbera á stuttum tíma sem verður gríðarlega sársaukafullt en það er eina leiðin.  Lækka skatta og opinberar álögur án lántöku enda fáránlegt hvernig Sjálfstæðismenn hafa blásið út hið opinbera sem á árum áður vildu "báknið burt".

Gunn (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband