Heimtar Ólafur Friðrik I að vera borgarstjóri út kjörtímabilið?

Heimtar Ólafur Friðrik I að vera borgarstjóri út kjörtímabilið?

Heldur borgarstjórinn eftir niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins í borgarráði í dag þegar flokkurinn gekk í skítverkin fyrir Ólaf Friðrik við að ryðja Ólöfu Guðnýju úr skipulagsráði - væntanleg ólöglega - að hann geti allt?

Ef marka má Orðróm Mannlífs þá er er þetta reyndin. Þar segir:

"Sú saga hljómar að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi sagt félögum sínum í meirihlutanum, það er borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, að hann sitji ekki í meirihluta undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur né nokkurs annars af þeim sem fylla borgarstjórnarflokkinn. Ólafur er sagður hafa gefið til kynna að hann vilji vera borgarstjóri til enda kjörtímabilsins. Og ef ekki þá slíti hann meirihlutasamstarfinu.

Í ljósi nýjustu tíðinda er frekari fregna að vænta úr Ráðhúsinu."

Ólafur Friðrik I er farinn að minna á nafna sinn Friðrik VI Danakonung sem hafði að leiðarljósið viðkvæðið: "Vér einir vitum!"


mbl.is Skipt um fulltrúa í skipulagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að honum er trúandi til alls. En þá hlýtur að þurfa að mynda meirihluta með einhverjum öðrum vegna þess að með því brýtur hann samkomulag flokkanna um skiptin 1. mars. Annars kemur eiginlega ekkert á óvart þegar þessi maður er annars vegar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:31

2 identicon

Þetta er bara kjaftasaga að Ólafur ætli að sitja áfram. Af hverju ætti hann ekki að sitja undir forystu Hönnu Birnu. Væri hann betur settur undir forystu hins sjálfumglaða 100 daga borgastjóra og samkrulli 4 flokka sem verða að gera málamiðlun um málamiðlunina.  Ég skil ekki alveg þessa niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins er það, að breyta ekki þeim hefðum sem gilda í vali flokkana í ráð og nefndir borgarinnar. Það kæmi upp einkennileg staða ef samstarfsflokkar ætluðu að skipta sé að hverir sitja í nefndum hvors annas. Ég get alveg tekið undir það að aðferðafræði Ólafs í þessu máli var ekki honum sæmandi og hann á eflaust eftir að fá þetta í hausinn, en að kenna samstarfsflokkum  um er bara Framsóknaflokkslegt.

Páll (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Skiptir nokkur hvaða rass vermir þennan stól í núverandi meirihluta - allir búnir að hneppa niður um sig og hafa ekki rænu á að hysja upp um sig buxurnar - ég segi enn og aftur ,,borgarbúar verðskulda annað og betra en núverandi ástand".

Páll Jóhannesson, 7.8.2008 kl. 17:07

4 identicon

Ég er svo einfaldur að mér datt það í alvörunni í hug að ef Dagur og Svanhvít og Óskar gæfu út yfirlýsingu um að þau ætluðu ekki undir neinum kringumstæðum að vinna með manni sem hefði svikið þau og beinlínis stugið þau í bakið, þá félli hótun Ólafs um slit meirihlutasamstarfs dauð og þá gæti Flokkurinn hysjað upp um sig og sagt honum að hoppa í tjörnina. Nei, ætli það verði. Þau þora ekki einu sinni að greiða atkvæði á móti Ólafi! Þvílíkir aumingjar, þau eru ekkert skárri.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Spurningin er þessi reynir einhver dagur/óskar/svandís að brjótast út úr klefanum sem þau hafa læst sig inní ?

Óðinn Þórisson, 7.8.2008 kl. 19:43

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hallur, það þarf ekkert að koma á óvart í hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps. Það er auðvitað kominn tími til að breyta sveitarstjórnarlögum, svo hægt verði að kjósa upp á nýtt þegar svona klúður gerist. Þessi reynsla hefur sýnt það.  Hreppsnefndin og allt stjórnkerfi Reykjavíkurhrepps hefur verið óvirkt síðan Óli komst í þenna stól með fulltingi Sjálfstæðismanna.

Haraldur Bjarnason, 7.8.2008 kl. 20:14

7 Smámynd: haraldurhar

    Vitaskuld situr Ólafur út kjörtímabilið í stóli borgarstjóra, hann gengur bara aftur í Sjálfstæðisflokkinn, og verður oddviti hans og borgastjóri til næstu kostninga, og leiðir svo Sjálfstæðisflokkin í næstu kostningu til sigurs, og þar með fáum við að njóta starfskrafta hans í stóli borgarstjóra líka næsta kjörtímabil.

haraldurhar, 7.8.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Júlíus Valsson

"It's good to be the King!"
Mel Brooks


ps
Hallur. Það er hægt að segja fólki upp störfum án þess að verið sé "ryðja" því úr starfi.

Júlíus Valsson, 8.8.2008 kl. 01:02

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er auðvita algjör snilld hjá Ólafi.

Það getur greinilega allt gerst í pólitík :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.8.2008 kl. 09:09

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er mjög skondin saga.

Það er óþarft að eyðileggja góða sögu með sannleikanum og ég ætla ekki  að gera það.

Sigurður Þórðarson, 8.8.2008 kl. 10:39

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Júlíus!

Seta í ráði í sveitarfélagi er ekki hefðbundið starf!  Brottvikningin er að líkindu´m ólögleg. Minni á að þegar þú ert í föstu starfi - þá ertu með 3 mánaða uppsagnarfrest!

Þannig - það var verið að ryðja Guðnýju úr skipulagsráði - gegn hennar vilja.

Hallur Magnússon, 8.8.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband