Hengiđ arkitektinn!

"Hengiđ arkitektinn!" eđa "mimar as!". Ţessi setning Ottómansoldánsins Kanuni Sultan Suleyman varđ til ţess ađ nafn lítils en hernađarlega mikilvćgs fiskibćjar á vesturströnd Tyrklands - gegnt Rođey eđa Rhodos - var breytt úr "Physkos" yfir í "Mimaras" sem síđar ţróađist yfir í Marmaris. 

Ástćđa ţess ađ Kanuni Sultan Suleyman vildi hengja arkitektinn var sú ađ honum líkađi ekki nýji kastalinn í "Phsykos". Svo segir ţjóđsagan allavega!

Bćrinn hafđi reyndar boriđ nafniđ "Phsykos" allt frá ţví á 6. öld fyrir krist. Ţá eru heimildir fyrir ţví ađ í bćnum hafi veriđ kastali frá ţví 3000 fyrir krist - ef marka má hinn geđţekka og skemmtilega sagnfrćđing Heródótus - sem var uppi 484 til 425 fyrir krist og stundum hefur veriđ kallađur fađir vestrćnnar sagnfrćđi!

Bćrinn varđ hluti af rómverska heimsveldinu 138 fyrir krist og stjórnuđu rómverskir hershöfđingjar bćnum frá höfuđstöđvum sínum á Rhodos. Bćrinn lenti eđlilega í austrómverska ríkinu á sínum tíma - en var innlimađur í ottómanska veldiđ 1425.

Kastalinn - sem varđ til ţess ađ nafninu var breytt í kjölfar óánćgju soldánsins međ arkitektinn - var byggđur 1521 - sem liđur í undirbúningi soldánsins fyrir fyrirhugađa innrás á Rođey ţar sem Jóhannesarriddararnir höfđu ráđiđ ríkjum frá árinu 1309. Innrás 100.000 Tyrkja var gerđ 1522 og endađi međ uppgjöf ţeirra 650 Jóhannesarriddara sem vörđust ofureflinu ţó vasklega. Rođey varđ síđan undir stjórn Tyrkja í 390 ár eđa ţar til Ítalir hertóku eyna 1912. Grikkir tóku síđan viđ yfirráđum Róđeyjar áriđ 1948.

Ástćđa ţess ađ ég er ađ birta ţessa sögu um nafngift Marmaris - sem mér finnst dálítiđ skemmtileg - er sú ađ fjölskyldan er á leiđ í langţráđ frí til "Pshykos", "Mimaras" eđa "Marmaris"!

Vonandi verđur ekki allt of heitt. Reyndar sé ég ađ hitinn er 40 gráđur í dag! Kannske mađur taki međ sér Egils kristal!

... en mér er ekki til setunnar bođiđ - flugiđ bíđur!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

er einhver sérstök ástćđa fyrir ţví ađ ţú ert búinn ađ íslenska Rhodos yfir í rođey ?

Óskar Ţorkelsson, 5.7.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég gerđi ţađ ekki.

Gegnum aldirnar hefur eyjan veriđ kölluđ Rođey, Rođa, Róđa og Rótey í íslenskum textum - ţar til nýlega ađ menn hafa notađ enska orđiđ Rhodos. Í íslnesku undanfariđ reyndar Ródos. Ekki gleyma ađ eyjan heitir eftir Roda - dóttur Póseidons - sjávarguđsins sem Helios felldi ástarhugs til á sínum tíma og gat henni ţrjá syni.

Hallur Magnússon, 5.7.2008 kl. 23:20

3 identicon

Skemmtileg grein, En strangt til tekiđ ţá stafsetja engilsaxar ?ό??? sem Rhodes međ e í endann en ekki o.

Eins og Frakkar, En Tyrkir skrifa Rodos og Ţjóđverjar og Danir Rhodos, Ítalir Rodi og Spánverjar Rodas.

Ţannig ađ stafsetningin Rhodes kemur líklega frá Dönum og Ţjóđverjum.

Kveđja Björn.

Björn Einarsson (IP-tala skráđ) 6.7.2008 kl. 10:10

4 identicon

Stafavilla ţarna í síđustu setningunni hjá mér, Á ađ vera Rhodes kemur líklega frá Dönum og Ţjóđverjum.

Einnig sé ég af blog.is rćđur ekki viđ gríska stafrófiđ (nema kannski međ krókaleiđum).

Björn

Björn Einarsson (IP-tala skráđ) 6.7.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Reyndi einmitt gríska!  Gekk ekki :)

Ég held samt ađ flestir á íslandi noti bara Ródos. En Rođey er skemmtilegra finns mér :)

Kv

Hallur

Hallur Magnússon, 6.7.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

mér finnst íslenskun á erlendum heitum oftast nćr bara heimskulegar og í besta falli klaufalegar.. lundunir, barselónuborg, rúđuborg.. BNA...

Óskar Ţorkelsson, 7.7.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Eiríkur Harđarson

Var á Marmaris í lok maí, ţá rokkađi hitinn frá 30-40 gráđur síđan undir mánađarmót bćttist rakinn viđ, ţađ var eiginlega to much. Annars óska ég ţér góđrar ferđar.

Eiríkur Harđarson, 7.7.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Gísli Blöndal

Ég held ađ ţjóđsagan segi ađ Suleyman hafi viljađ reka arkitektinn vegna ţess ađ honum ţótti kastalinn of lítill - enda er ţetta bara smá kríli. Ég var dagstund í Marmaris fyrir skömmu og ţá var hitastigiđ 45 gráđur. Daginn eftir kviknuđu skógareldar í Marmaris.
Nafniđ Rođey er svolítiđ út úr kortinu en Helíos, sem fékk eyjuna í sáttargjöf frá Seifi og nefndi hana eftir konu sinni, Rhodu sem var dóttir Poseidons. 

Gísli Blöndal, 7.7.2008 kl. 04:42

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir söguna, gaman ađ henni. Hafiđ ţađ gott í fríinu.

Marta B Helgadóttir, 8.7.2008 kl. 15:49

10 Smámynd: Hlini Melsteđ Jóngeirsson

Hafđu ţađ nú gott í sólinni og takk fyrir fróđleikinn. 

Kveđja

Hlini Melsteđ Jóngeirsson, 8.7.2008 kl. 16:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband