Sannleikurinn um keypta skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ!
30.6.2008 | 15:46
Sumarið 2003 átti ég fund með þáverandi forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Erindið var að fá hagfræðistofnun til þess að leggja faglegt hagfræðilegt mat á fyrirliggjandi hugmyndir um innleiðingu 90% lána Íbúðalánasjóðs.
Forstöðumaðurinn varð því miður að segja sig frá verkefninu þar sem "Samtök banka og fjármálafyrirtækja er búin að kaupa okkur til að vinna greinargerð um málið" eins og það var orðað.
Forstöðumaðurinn sagðist þó geta sagt að þessar hugmyndir væru jákvæðar, ef tímasetningin væri önnur og að þær tækju aðeins lengri tíma.
Forstöðumaðurinn vann síðan greinagerð þá sem Samtök atvinnulífsins er að vitna til. Forstöðumaðurinn leitaði ekki eftir neinum upplýsingum um fyrirliggjandi forsendur 90% lánanna, heldur gaf sér forsendur sem fram höfðu komið í kosningabaráttunni.
Þótt ljóst var að forsendur fyrir greinargerð forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ væru rangar - og þar af leiðir niðurstöðurnar - þá var tekið mark á þeim aðvörunarorðum sem fram komu - enda sömu aðvörunarorð komin frá Seðlabanka Íslands.
Vegna þessa var ákveðið að hægja á innleiðingu 90% lánanna og fresta þeim fram á vorið 2007 - þegar áhrif framkvæmda vegna stóriðju hætti að gæta.
Ástæðan var einföld. Stjórnvöld voru ekki reiðubúin að hætta jafnvægi í efnahagsmálum vegna þessa - enda var alltaf sá fyrirvari að innleiðingin tæki mið af efnahagsástandi - þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi reyndar ekki viljað hætta við þensluhvetjandi skattalækkanir sínar.
En staðan breyttist í ágúst 2004 - þegar bankarnir komu af miklum krafti inn á íbúðalánamarkaðinn með því að veita ótakmörkuð lán - allt að 100% - og á vöxtum sem voru helmingi lægri en þeir höfðu fram að því boðið. Hundruð milljarða króna streymdu frá bönkunum inn á íbúðalánamarkaðinn - þannig að það hafði ekkert upp á sig að fresta innleiðingu 90% lánanna til ársins 2007. Bankarnir voru hvort eð er búnir að rústa jafnvæginu í efnahagsmálunum.
Það er því aumkunarvert þegar Samtök atvinnulífsins - sem væntanlega leggja fram þessa greinargerð í stað samráðsvettvangs bankanna sem er smá beyglaður þessa daganna þar sem samráð þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið - skuli vísa í þessa greinargerð - og enn einu sinni halda fram að atburðarrásin hafi verið öðruvísi en hún raunverulega var.
Ég bjóst við stórmannalegri framkomu af Þór Sigfússyni! Það hefur hingað til ekki verið hans stíll að leggja blessun sína yfir ófagmannleg vinnubrögð - hvað þá rangfærslur sem oft er búið að hrekja.
En svo bregðast krosstré sem önnur!
Lesendum til upplýsingar læt ég fylgja hlekk inn á blogg þar sem hin raunverulega atburðarrás er rakin.
Enn bullar prófessor Þórólfur - gegn betri vitund!
Það hefur enginn treyst sér til að rengja þá atburðarrás - ekki einungis forsvarsmenn samráðsvettvangs bankanna - Samtök fjármálafyrirtækja - sem áður bar nafnið Samtök banka og fjármálafyrirtækja. Enda voða erfitt að rengja raunveruleikann!
Stjórnvöld breyti aðkomu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Athugasemdir
Enda S.A. ekki að hafa tekjur til síns reksturs frá ríkinu heldur sínum aðildarfélögum, þ.á.m. bankanna.
Mér leiðist þessar sífelldu lygar, því þetta eru ekkert nema lygar og undrast stórum að Þór skuli láta tengja sig við þvíumlíkt.
Baldvin Jónsson, 30.6.2008 kl. 16:58
Sæll Magnús,
Mér finnst þetta merkilegt hvað bönkunum okkar er mikið í mun að ýta eigin ábyrgð yfir á íbúðarlánasjóðinn og gera sér enga grein fyrir því að fólkið í landinu byrjað að gera sér fulla grein fyrir þeirra hlutverki í stöðu okkar í dag.
Bestu kveðjur
Hlini Melsteð Jóngeirsson, 30.6.2008 kl. 17:23
Á íslandi býr sjálfstætt fólk. Enda kjósa flestir þeirra sjálfstæðisflokkinn. Íslendingum hefur verið talinn trú um að þeir séu flestir það treggáfaðir að þeir vita ekki hvað er sjálfum sér fyrir bestu og kjósa sér því stjónanda til að stjórna sér. Leiðtogar þeirra segjast þjóna hagsmunum Íslendinga þrátt fyrir að hver Íslendingur hljóti að vera færari til að dæma hverjir hans bestu eigin hagsmunir eru. En þetta kalla íslendingar lýðræði.
Á íslandi eru líka bestu fjölmiðlar í heimi og er leitun ein af slíkum sannleika. Fjölmiðlarnir eru í eigu tvekkja forríkra stórsamsteipa nema rúv en það á ríkið. Fjölmiðlar eiga margra hagsmuna að gæta og þar koma fremstir þeirra eigin. Állir fjölmiðlar íslendinga þrífast aðalega á auglýsingum sem einig er ætlað til gróða. það hlýtur því hver heilvita maður að sjá að það er augljóslega til hagsmuna beggja aðila að auglýsingar séu byrtar í auglýsinga vænu umhverfi. Fjölmiðlar þurfa einnig að reiða sig mikið á stjórnvöld og stór fyritæki til öflunnar upplýsinga, Þeim reinist því oft frekar erfitt að gagngrína of mikið þá sem þeir reiða sig á að segja stöðugar fréttir og mæta reglulega til þeirra í viðtöl jafnvel þó að sá sé frekar nefstór. Hér á íslandi gersist oft í þágu almennings að stjórnmálamenn mæti ekki í viðtöl nema að þeim sé gefinn spurninga listi fyrirfram og í staðin fá fréttstofur hinsvegar að vita ýmsar lögleiðingar og annað slíkt á undan almenningi sem auðveldar fjölmiðlum auðvitað mikið störfin. Því passa fjölmiðlarnir vel upp á að segja Íslendingum ekki allan sanleikann um ísland því þeim gæti það sárnað. Um dagin stóð til dæmis í mogganum að ísland væri Fjórtánda frjálsasta ríkið (en slíkar fullyrðingar velta í raun algerlega á því hvernig frelsi er túlkað.) auk þess byrtast reglulega al marktækar kannanir með vafasömum úrtökum og auðvitað allt í þágu hinu frábæra kapítalismaríki.
En Íslendinum er líka eiginlega alveg sama um allt þetta því þeir eiga svo mikið af dóti og er Íslendingum mjög annt um dótið sitt og leggja mikið upp úr því að finna sér stað fyrir allt þetta dót. Þessvegna búa íslendingar í stórum og dýrum húsum. Því stærra því betra. Hús eru í raun bara staður þar sem Íslendingar geyma allt draslið sitt ef að þeir ættum ekki svo mikið af dót þyrftu Íslendingar eiginlega ekkert svo stór hús og gætu í stað þess bara gengið í hring eftir hringi allan tíman. Því má eiginlega segja að hús séu í raun geymslur fyrir dótið þeirra og þegar þeir fara frá dótinu sínu er eins gott að læsa því. þú vilt ekki að einhver liti við og taki einhvað af draslinu þínu á meðan þú ert úti að afla peninga fyrir eða kaupa meira drasl. Íslendingum var svo annt um að byggja geymslur utan um allt draslið sitt að þeir byggðu meira að segja allt of mörg hús.
Í þversagnakenndu lýðræði fara peninga menn með völdin. Þeir eiga næstum allt nema eigur almúgans en þær eiga bankarnir. Til þess að geta tekið þátt í stjórnun í hinu frábæra lýðveldi Íslands verður sá hin sami að eiga peninga. Íslendingar notast við íslenskar krónur sem virka eins og skopparabolti. Eina stundina er hann hátt upp í skýjunum en þá næstu lyggur hann á botninum. Stundum skoppar hann svo hratt að sumir íslendingar eru ríkir að morgni en fátækir að kvöldi. Ríkari peninga menn gefa því upp eigur sínar í evrum á meðan íslendingar gefa upp skuldir sínar í krónum.
Á íslandi er fjármálakerfið kraftaverki líkast. Þar skuldar hvert mansbarn að meðaltali um 6 milljónir íslenskra króna sem gerir rúma 1800 milljarða en þrátt fyrir það eru bara til í hagkerfinu litlir 15 milljarðar króna ef marka má nýjustu árskýrslu seðlabanka íslands. Til að halda trú og verðmæti á íslensku krónunni sem gengur misjafnlega er notast við vísitölutryggingu þar gerist sá ótrúlegi hlutur að íslendingar þurfa stundum að borga sama lánið allt að 6 sinnum enda hlýtur það að teljast einhvað mesta kraftaverk í heiminum og græða þar bankar á hverri tá og fíngri en það er gott því bankinn er vinur okkar. Bankar eru í eðli sínu eins konar mjaltavélar eins og Þráinn Bertelson sagði sem fyritæki og gráðugir einstaklingar nota til að gæða á almenningi. Auðvitað eru fleiri slíkar mjaltmaskínur í gangi til að hámarka gróðan á íslendingum. En Flestum íslendingum finnst ekki slæmt að láta græða á sér því þeir geta farið í tölvuna og ekið á fína jeppanum, horft á áróðursþvottvélarnar og skvett í sig um helgar
Því hlýtur Ísland group ltd að vera BESTA Land í Heimi
Aron Ingi (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:17
Hallur, ég hef aðeins verið að blogga um þessa skýrslu SA sem var að koma út. Ég verð að viðurkenna að þar finnst mér menn hafa notað lituð gleraugu. Sjá Hver veldur slysi, "lestarstjórinn" eða sá sem fer fram úr? - Hugleiðing um orsök og afleiðingu
Marinó G. Njálsson, 1.7.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.