Stefnir í neyðarástand á sjúkrahúsunum!

Það stefnir í neyðarástand á sjúkrahúsunum. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar munu ekki sætta sig við smánartilboð samninganefndar ríkisins. Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga í burðarliðnum. Ljósmæður búnar að fá nóg og munu væntanlega hætta að starfa sem slíkar verði kjör þeirra ekki leiðrétt.

Hvernig ætli gangi í viðræðum LSH við skurðhjúkrunarfræðinga?

Guðlaugur Þór og Árni á Kirkjuhvoli verða að setjast niður strax og finna ásættanlegar leiðir til að koma til móts við þessar lífsnauðsynlegu kvennastéttir. Þeir geta umbunað þeim sérstaklega á grunni yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta skuli kjör kvennastétta. Þessar stéttir eru nú þegar búnar að taka á sig kjaraskerðingar miðað við aðrar stéttir með sömu háskólamenntun. Laun þeirra hafa verið óeðlilega lág undanfarin misseri - á sama tíma og launaskrið hefur bætta kjörin hjá flestum öðrum.

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar munu því ekki sætta sig við kjaraskerðingasamninga eins og BHM. Þetta er nefnilega ekki einungis barátta um laun - heldur sjálfsvirðingu.

Sjá einnig eldri pistil minn Gefandi ljósmóðurstarf þýðir ekki að gefa skuli vinnu sína!

 PS:

BHM styður ljósmæður, sbr. eftirfarandi frétt af mbl.is

"Bandalag háskólamanna lýsir yfir stuðningi við kröfur Ljósmæðrafélags Íslands í kjaradeilu þeirra við samninganefnd ríkisins. Ljósmæður, sem eiga að baki 6 ára háskólanám, standa höllum fæti gagnvart öðrum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun og gera kröfu um leiðréttingu á því.

Í tilkynningu frá BHM kemur fram að eitt meginmarkmiða BHM er að menntun sé metin að verðleikum til launa.  Kröfur ljósmæðra snúast um sanngjarna launaröðun miðað við menntun. "


mbl.is Mikil vonbrigði meðal ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að reyna að fjölga körlum í ljósmæðrastétt til að hífa upp launin. En þá er aftur spurning hvort verðandi mæður sætti sig við að karlmenn sinni þessu hlutverki.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Hallur, vil auk þess benda þér og öðrum á að vel mannaðar heilbrigðisstofnanir af hjúkrunarfræðingum hafa lægri dánartíðni sjúklinga en illa mannaðar. Þetta er samkvæmt erlendum rannsóknum. Ef við ætlum að reka hér heimsins besta sjúkrahús með topp árangri verður hann Árni karlinn að átta sig á hvað arðbær fjárfesting snýst um. Í þessu tilfelli gæti verið að þitt eða mitt líf liggi undir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.6.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Hallur Magnússon

... eða líf barnanna okkar Gunnar!

Hallur Magnússon, 30.6.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Vildi bara lýsa yfir ánægju minni með þessa bloggfærslu og athugasemdirnar sem komnar eru. Það er ekki óalgengt að nýútskrifaðar ljósmæður sem hafa langan starfsaldur sem hjúkrunarfræðingar lækki í launum við útskriftina því þær byrja á nýjum taxta sem ljósmæður en ekki er tekið tillit til starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingar!

Þetta hafa þær þurft að "sætta" sig við. Að mínu mati eiga ljósmæður að vera á sambærilegum launum og læknar því þær bera gífurlega ábyrgð og þetta er mjög krefjandi starf. 

Varðandi karlkyns ljósmæður þá held ég að konur hafi ekki endilega á móti þeim þar sem margir kvensjúkdómalæknar eru karlkyns sem og barnalæknar sem oft þurfa að koma að fæðingum. 

Sólveig Klara Káradóttir, 30.6.2008 kl. 14:25

5 identicon

Hjartanlega sammála. Hjúkrunarfræðimenntun er nógu lítils metin launalega séð en ljósmóðurstarfið er bara hugsjónastarf.

Karma (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband