Árni á Kirkjuhvoli í sjúklegri klípu með hjúkrunarfræðinga!
6.6.2008 | 08:17
Fjármálaráðherrann Árni á Kirkjuhvoli er í sjúklegri klípu. Annað hvort verður hann að fylgja yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kjör kvennastéttanna og koma til móts við sanngjörn tilboð hjúkrunarfræðingar - hefðbundinnar kvennastéttar með 4 ára strangt háskólanám að baki - eða hann ber ábyrgð á því að sjúkrahús landsins munu lamast.
Það er alveg ljóst að hjúkrunarfræðingar munu ekki gefa sig að þessu sinni. Ákveðni þeirra og samstaða kom fram skýrt fram deilu heilbrigðisráðherra og yfirstjórnar Landspítalans við skurðhjúkrunarfræðinga!
Ástæðan er einföld. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að fá nóg af endalausum hringlanda og miklu álagi á sama tíma og launaumslagið er afar þunnt - nema vaktaálagið hafi verið nánast ómannlegt. Þá nálgast upphæðin það sem sambærilegar háskólastéttir á almennum vinnumarkaði hafa haft fast í sínu launaumslagi - fyrir dagvinnuna sína!
Það getur verið að ríkisstjórnin telji atvinnuleysisvofuna sem alltaf fylgir ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Krata hræði hjúkrunarfræðinga til nauðasamninga - en svo verður væntanlega ekki. Þær hafa bara fengið nóg!
Mikil röskun á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Athugasemdir
heyr, heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 10:13
Eins og talað út úr mínu hjarta!!!
Takk fyrir gott blogg
Hrönn (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:11
Geinilega til óendanlegt fjármagn til að hækka laun þeirra úr því að hægt var að eyða um miljarð í Baugsmálið.
Eða hvaðan kom það fjármagn?
Davíð Oddsson hækkaði laun seðlabankastjóra og réði sig svo sjálfur, -gætu þær nýtt það trix á einhvern hátt?
Nenni ekki að telja upp fleira................
Vilborg Eggertsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.