Spennandi endurnýjun Moggans!
2.6.2008 | 14:24
Það verður spennandi að fylgjast með endurnýjun Moggans á næstu vikum og mánuðum. Það var ljóst að Mogginn hafði verulega misst siglinguna á síðustu árum Styrmis og lífsnauðsynlegt fyrir blaðið að fá nýjan, ferskan skipsjóra á skútuna.
Eigendur Morgunblaðsins völdu rétt þegar þeir fengu Ólaf Þ. Stephensen í brúnna. Ólafur á að baki afar farsælan blaðamannaferil sem einkennst hefur af vönduðum vinnubrögðum þar sem mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir hans hafa ekki hafa orðið fagmennskunni ofursterkari.
Þá hefur Ólafur heldur betur sannað sig sem ritstjóri við að koma Blaðinu - nú 24 stundum - á flot þar sem það maraði í hálfu kafi og siglt því kröftugan beitivind að undanförnu! Hann hefur einnig sýnt það á undanförnum dögum að hann hefur þann kjark og myndugleik sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir með róttækum breytingum á ritstjórn Moggans.
En hvort þetta dugir til að koma Mogganum á góða siglingu á ný mun tíminn einn leiða í ljós - en það verður spennandi að fylgjast með þeirri siglingu!
Ritstjóraskipti marka tímamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
„Verulega misst siglinguna?“ „Lífsnauðsynlegt?“ Eru þetta ekki fullsterk lýsingarorð?
Magnús V. Skúlason, 2.6.2008 kl. 21:26
Það var lífsnauðsynlegt fyrir Moggann!
Hallur Magnússon, 2.6.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.