Ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum!
31.5.2008 | 23:30
Alveg eru þetta ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum. Það eru bara Framsóknarmenn sem fatta upp á svona flottum Salómónsdómi - skítugu börnin Evu, kjörmennirnir í Flórída og Michican fá að kjósa - en atkvæðið telur bara helming á við alla hina á flokksþinginu sem velur forsetaframbjóðanda Framsóknarflokksins í Bandaríkjunum. Það er refsingin fyrir óþekktina að fara ekki eftir fyrirmælum flokkstjórnarinnar!
Þetta verður náttúrlega til þess að framlengja baráttu þeirra Framsóknarmannsins Barak Obama og Hillary Rodham Clinton um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins og vonandi næsta forseta Bandaríkjanna!
Besta lausnin fyrir Bandaríkin og heiminn allan er að þau Hillary og Rodham Clinton komi sér saman um að taka slagin saman - og rúlla yfir Repúblikana í komandi forsetakosningum!
Sjá einnig: Yfirgangur, hroki og tvískinnungur! og Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!
Umdeildir fulltrúar fá hálft atkvæði hver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur
Þetta segir mér hvað það er mikilvægt að hafa valkosti. Okkur þótti ekki öllum sömu stúlkurnar vera eftirsóknarverðar og við sóttumst ekki allir eftir sömu bílategundinni. Ég upplifi það í skrifum þínum að þér þyki þetta góð lausn. Refsing fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum flokksforystunnar. Þegar ég lít til baka var Steingrímur Hermannsson sá síðasti í framsóknarflokknum með aðrar áherslur. Hann var leiðtogi. Er að fara til Nurnberg í vikulokin. Um miðbik síðustu aldar var þar maður við völd og hann refsaði út og suður ef menn fóru ekki eftir vilja hans. Mér fannst það heldur ekki neitt flott. Mér hefur nú aldrei dottið neitt framsóknarlegt við þessar hlýðniákvarðanir flokksformannsins eða flokksins. Mér þótti vænna um Framsóknarflokkinn þegar hann hafði lýðræðislegri áherslur og beitt sér í að við byggðum þetta land allt. Landsbyggðin fengi að lifa. Tímarnir breytast, svo og áherslurnar.
Sigurður Þorsteinsson, 1.6.2008 kl. 04:20
Hallur: Nú skil ég þig ekki. Tek undir það sem Sigurður segir.
Haraldur Bjarnason, 1.6.2008 kl. 07:44
Sigurður.
Því fer fjarri að mér þyki rétt að refsa fyrir að fara ekki að fyrirmælum flokksforystunnar. Minni reyndar á að fulltrúarnir átti yfir höfuð ekki að taka þátt - þannig að hér er meira að segja um tilslökun að ræða!!!
Haraldur!
Ég lái þér ekki að þú skiljir ekki táknin í þessari færslu minni - en ég hef grun um að einhverjir Framsóknarmenn hafi táknfræðina á hreinu
Hallur Magnússon, 1.6.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.