Breiðari samstaða - betri lög!
29.5.2008 | 11:45
Það er skynsamlegt hjá ríkisstjórninni að fallast á frestun afgreiðslu frumvarps um stjúkratryggingar og nota sumarið til að vinna að endanlegum frágangi. Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið, heldur á það að fá þann tíma sem þarf til að fullvinna vandaða lagasetningu í stórmálum sem þessu.
Ég hef fulla trú á því að nokkuð breið samstaða muni nást um lagasetninguna ef vel er unnið í sumar og heilbrigðisráðherrann samþykkir sveigjanleika, því þótt ýmislegt orki tvímælis í frumvarpinu sem stjórnarandstaðan er ekki fullsátt við á þessari stundu, þá er margt til mikilla bóta.
Það er betra að afgreiða lög um svo veigamikil mál með breiðari pólitískri samstöðu heldur en að keyra stjórnarfrumvörp í gegnum þingi, nánast með ofbeldi. Það er einn lærdómurinn sem ríkisstjórn og Alþingi ætti að hafa lært af afdrifaríkum mistökum fyrri ríkisstjórna!
Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.