Ólafur Friðrik borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins?

Er ekki bara einfaldara fyrir Sjálfstæðismenn að láta Ólaf Friðrik halda áfram sem borgarstjóri út kjörtímabilið! Ólafur Friðrik getur þá bara gengið í Sjálfstæðisflokkinn aftur og málið er dautt.

Þannig spara Sjálfstæðismenn sér óþarfa vesen og mögulega blóðug átök þegar borgarfulltrúarnir þeirra - sem nánast allir ganga með borgarstjórann í maganum - takast á um það hver eigi að sitja í borgarstjórastólnum út kjörtímabilið.

Framtíðarleiðtoginn verði þá valinn í prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar!


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ólafur F. er borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins, ef hann er borgarstjóri einhvers flokks. Hans eigin flokkur, Frjálslyndir og óháðir, hefur hafnað honum (að mestu leyti) og Íslandshreyfingin gerir ekki tilkall til flokkleysingjans.

Sjálfstæðisflokkurinn keypti hann með borgarstjórastólnum. Hingað til hefur það verið talið að sá sem hefur borgað uppsett verð fyrir vöru eigi hana (hann), a.m.k. þar til hann hefur selt hana (hann) öðrum.

Theódór Norðkvist, 25.5.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þessa tillögu Hallur..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 19:26

3 identicon

Auðvitað Hönnu Birnu, látum skynsemina ráða.

lelli (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Rauða Ljónið

 Sæll, Hallur.

Það skiptir ekki mál hver er borgarstjóri í Reykjavík ekki heldur hvaða flokkar setja þar að völdum, þeir einstaklingar sem þarna eru, eru meira og minna skemmdir á sál og geði, eilíft skítkast og rógburður, níðskrif og sandkassaleikur og eru mannlegri reisn til skammar.

Það besta í stöðunni er að skipta þeim öllum út.

 

Það er gott að búa í Hafnarfirði.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.5.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband