Sérstaða Óskars Bergssonar, Löngusker og Bitruvirkjun!

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur talað fyrir því að flugvöllurinn verði færður út á Löngusker. Ef Lönguskerjaleiðin verður ekki farin þá kæmi mér ekki á óvart að Óskar telji flugvöllinn eiga að vera áfram í Vatnsmýrinni!

Hann hefur talað þannig!

Óskar er þannig með mikilvæga sérstöðu í minnihlutanum í borginni hvað flugvallarmálið varðar.

Óskar Bergsson hefur reyndar sérstöðu í öðru máli einnig. Það er Bitruvirkjunarmálið.

Óskar hefur réttilega gagnrýnt hversu hratt stjórn Orkuveitunnar afskrifaði tugi ef ekki hundruð góðra starfa við umhverfisvæna iðnframleiðslu í Þorlákshöfn með því að blása Bitruvirkjun af - nánast án þess að kynna sér málið. Óskar virðist því fylgjandi Bitruvirkjun á meðan mér sýnist allir aðrir í minnihlutanum - og reyndar meirihlutanum líka -vera á móti Bitruvirkjun.

Ég er sammála Óskari um Löngusker, en vil flugvöllin hins vegar burt úr Vatnsmýrinni.

Ég er einnig sammála Óskari í því að það sé óábyrgt hjá stjórn Orkuveitunnar að afskrifa Bitruvirkjun nánast án umhugsunar. 

 


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hvar segja sérfræðingar að völlurinn eigi að vera ......jú þar sem hann er

Einar Bragi Bragason., 26.5.2008 kl. 10:29

2 identicon

Þvílíkir sérfræðingar Einar. Allt eru þetta menn sem eiga hagsmuna að gæta, stórra og smáa. Sumir væla vegna þess að þeir sjá fram á að þurfa að ómaka sig við aðeins meira ferðalag til og frá flugvélinni sinni. Ég hef ekki séð hlutlausan aðila koma með rök fyrir þessum flugvelli, en ég hef séð ótal marga, eins og áður sagði, gera það sem eiga hagsmuna að gæta.

Jón Bóndi (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: corvus corax

Að sjálfsögðu á flugvöllurinn að vera kyrr á sínum stað. Þetta er mikilvægt samgönguhlið "útlendinga" við höfuðborgina þannig að höfuðborgarbúar hafa minnst um þetta að segja. Það býr nefnilega fólk víðar á Íslandi en í Reykjavík og er tilneytt að sækja mikið til Reykjavíkur svo það væri illa gert að auka enn á vegalengdina þangað með því að færa flugvöllinn burtu, að maður tali nú ekki um til Keflavíkur. Vilja kannski Reykvíkingar láta færa Umferðarmiðstöð borgarinnar til Hveragerðis? Látið bara flugvöllinn í friði því hann er eign allra landsmanna en ekki bara Reykvíkinga. Flottræfilshyskið getur bara byggt yfir sig einhversstaðar utan miðbæjarsvæðisins!

corvus corax, 26.5.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha ha græða Veðurfræðingar eitthvað á að hafa hann þarna?????? og flugmenn?????

Einar Bragi Bragason., 26.5.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það að borgarstjórn R.víkur sem jú ræður stjórn orkuveitu R.víkur skuli halda að orkumál sveitarfélaganna í kringum R.vík,eigi að vera í höndum Reykvíkinga, sýnir það að hagsmunum þeirra sveitarfélaga er best borgið í höndum þeirra sjálfra.Það umhverfisöfgalið sem ríður röftum ráðhússins í R.vík er þess eðlis að öll sveitarfélög á landbyggðinni verða að standa sameinuð gegn því, og reyna að vera meira stefnumótandi við stjórn landsins.Óskar Bergsson er með heilbrigða skynsemi

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tekur fólk virkilega mark á því hvað Óskar Bergsson segir eða gerir ?

Óðinn Þórisson, 26.5.2008 kl. 19:38

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Óðinn!

Já!

Hallur Magnússon, 26.5.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband