Þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins á leið í Sjálfstæðisflokkinn?

Þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins Kristinn H. Gunnarsson gæti verið á leið í Sjálfstæðisflokkinn og fetað þannig í fótspor fyrrum flokkssystur sinnar Karenar Jónsdóttur. Það er allavega ljóst að Kristni H. er ekki lengur vært í Frjálslyndaflokknum eftir harða gagnrýni hans á gælur varaformanns Frjálslyndaflokksins - Magnúsar Þórs Hafsteinssonar - við þann hóp Íslendinga sem er þjakaður af andúð gegn útlendingum.

Ekki hvað síst þegar formaður Frjálslyndaflokksins og miðstjórn flokksins tekur undir gælur Magnúsar Þórs!

Nú vil ég taka skýrt fram að ég tel ekki að það sómafólk sem skipar stóran hluta Frjálslyndaflokksins hafi andúð á útlendingum! Alls ekki formaðurinn - alls ekki vinur minnn Sigurjón Þórðarson - og reyndar alls ekki Magnús Þór varaformaður sem kveikti neista þess hóps Íslendinga sem sjá ofsjónum yfir fólki af öðru þjóðerni og öðrum kynþáttum með afstöðu sinni til fyrirhugaðrar móttöku palestínskra ekkna og barna þeirra á Akranesi.

En aftur að þingflokksformanninum!

Ástæða þess að ég tel líkur á því að Kristinn H. sé á leið í Sjálfstæðisflokkinn eru í fyrsta lagi að honum er ekki vært í Frjálslyndaflokknum, í öðru lagi vegna þess að ég efast um að fyrrum félagar hans í Framsóknarflokknum taki aftur við honum, í þriðja lagi vegna þess að ég tel að fyrrum félagar hans í Alþýðubandalaginu sem nú eru ýmist í VG eða Samfylkingunni séu heldur ekki reiðubúnir til að taka við honum - eða hann að vinna með þeim á ný!

Því stendur Sjálfstæðisflokkurinn einn eftir - en þar eru einu flokksmennirnir sem Kristinn hefur ekki unnið með í stjórnmálaflokki.

... en kannske gengur Kristinn bara í Samfylkinguna!!!

... allavega þá á Kristinn H. þessi öflugi þingmaður sem ekki lætur buga sig fullt erindi á þing!


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins styður Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristinn gengur í þann flokk sem hentar honum best í hvert skiptið. Óbilandi hugsjónarmaður.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að KHG líði ekki vel innan um þetta fólk, það má margt um KHG segja en hann er heiðarlegur og grandvar maður sem skilur neyð fólkssins sem er að koma til landsins í óþökk frjálslynda flokksins á akranesi...

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 18:59

3 identicon

Kristinn sá sér leik á borði og studdi móttöku flóttamanna á undan öðrum félögum sínum. Maðurinn hefur séð að flokkurinn var uppiskroppa með rök og búinn að tapa málinu með afleitum málflutningi. Hann sá sér þann leik á borði að koma út úr óförunum sem "góði maðurinn" í flokknum. Ekki heimskuleg ákvörðun pólitískt séð fyrir hann.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 19:17

4 identicon

hvernig er með atkvæði flokka verða ekki einstaklingar að skylja eftir atkvæðavægið þegar þeir yfirgefa flokkin  annars geta flokkar stofnað örflokka sem lofa öllu fögru og sameinast svo stórflokki eftir kosningar og stofnað einræðis tímabil í 4 ár og svikið allt loforð verður að setja skýrar reglur um svona flokksflótta .

bpm (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Eru menn í vafa eða óttast þeir styrkleika Kristins? Mér er spurn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband