"Íslenskt dómskerfi er bavíanadómskerfi!"

"Íslenskt dómskerfi er bavíanadómskerfi!" sagði Árni Johnsen alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Útvarpi Sögu í morgun.

Ætli Björn Bjarnason viti af þessu?

Það voru fleiri gullmolar sem hrutu af vörum þessa gallvaska eyjapeyja í þættinum - gullmolar sem gætu haldið uppi bloggfærslum langt fram á sumar!

Var að heyra þáttinn endurfluttan meðan ég vaskaði upp áðan.

Er fyrst að komast að tölvunni núna - og ætlaði að blogga um Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra - en gat bara ekki sleppt þessu kommenti hans Árna!

Góður dagur hjá Jóhönnu í dag. Fyrst í þinginu þar sem fjallað var um húsnæðismál. Jóhanna mjög góð þar - og eins og alltaf að berjast fyrir almannahagsmunum! Reyndar tel ég að Jóhanna eigi að skoða fleiri möguleika í aðferðafræðinni við að styðja þá sem minna mega sín í húsnæðismálum - sbr. pistil minn  - Er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs?  - en markmið okkar eru þau sömu!

Síðan í tímabærri umræðu um barnavernd og barnaverndarlöggjöf - en eins og Jóhanna sagði þá hafa óljós skil milli ábyrgðar sveitarfélaga og ríkisvaldsins í barnaverndarmálum stundum orðið til þess að aðgerðir barnaverndaryfirvalda hafa ekki verið eins hnitmiðuð og ella - og svo gerir Jóhanna sér grein fyrir því að barnaverndarmál kosta!!!

Já, ég er enn einu sinni ánægður með Jóhönnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hallur er hægt að hlusta á þetta útvarp Sögu á netinu? - Komdu með slóðina.

Haraldur Bjarnason, 24.5.2008 kl. 11:19

2 identicon

skömm að þessi glæpamaður hafi komist á þing, hann hefur aldrei séð eftir glæpum sínum. "Ég var bara að leiðrétta laun mín"

ari (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Hallur

Það eru margir ánægðir með verk Jóhönnu í þessari ríkisstjórn og hún er ekki að ástæðulausu vinsælasti ráðherrann - lætur verkin tala!

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.5.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband