Spútnikblöðin 24 stundir og Viðskiptablaðið!
22.4.2008 | 22:25
Sem gamall blaðamaður - og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 136 - er ég sérstakur áhugamaður um dagblöð og þróun þeirra. Verð að segja að mér finnst aðdáunarvert hvernig 24 stundir og Viðskiptablaðið hafa eflst og þróast á undanförnum mánuðum.
Viðskiptablaðið - sem hjólaði stundum í mig þegar ég vann hjá Íbúðalánasjóði og ég átti jafnvel í smá skærum við - er orðið mjög öflugt og vandað viðskiptablað sem heldur dampi fimm daga vikunnar. Þá eru fylgiblöðin - eins og gömlu góðu Fiskifréttir - yfirleitt afar áhugaverð og vönduð!
Þá er vefur þeirra - www.vb.is - afar áhugaverður - þótt þeir mættu þróa betur útlit hans.
Ólafur Þ. Stephensen hefur gert kraftaverk með 24 stundir! Ólafur tók við deyjandi blaði - Blaðinu - breytti því í 24 stundir - og breytt því í áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt dagblað - sem fjölskyldan togast á um á morgnanna.
Ef Ólafur tekur ekki við Mogganum þegar Styrmir hættir - þá held ég að Mogginn geti bara pakkað saman og komið út sem helgarblað 24 stunda í framtíðinni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2008 kl. 00:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.