Ósanngjörn gagnrýni á umhverfisráðherra vegna álbræðslu í Helguvík!
4.4.2008 | 12:54
Umhverfisráðherra átti engra kosta völ annað en að staðfesta umhverfismat fyrir álver í Helguvík! Það vita allir hver hennar persónulega skoðun er - hún hefði viljað koma í veg fyrir byggingu álvers - en lagalega getur hún það ekki. Því er gagnrýni á hana vegna þessa ósanngjörn!
Nú stefnir allt í álver á Bakka. Umhverfisráðherra og ríkistjórnin verða því að taka afstöðu til þess hvert losunarkvóti okkar á að fara. Helguvík eða Bakka - því núverandi kvóti er ekki nægur. Þá hefur ráðherrann sagt að Ísland eigi ekki sækjast eftir auknum losunarkvóta!
Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að álver á Bakka eigi að vera í forgangi - frekar en álbræðsla í Helguvík. Bæði vegna byggðarlegra sjónarmiða - en ekki síður vegna þess að álverið á Bakka er að vinna hráefni - á meðan álbræðslan í Helguvík er einungis bræðsla - ekki úrvinnsla áls.
Sjá einnig á eldri bloggum mínum:
Losunarkvótan til álvers á Bakka eða í álbræðslu í Helguvík?
og
Sópa Suðurnesjamenn nauðsynlegu álveri á Bakka út af borðinu?
VG harmar ákvörðun umhverfisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott....þarna er kominn grundvöllur fyrir nýrri skoðanakönnun, Hallur. - Nú seturðu upp góðan, leiðandi texta og smellir á skoðanakönnun um hvert losunarkvótinn eigi að fara......
Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 13:29
Við erum að verða oftar og oftar sammála Hallur! Hvað er á seyði?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:28
Haraldur!
Ertu nokkuð að missa húmorinn?
Gísli!
Þú ert að breytast í Framsóknarmann!
En án gríns - góða helgi!
Hallur Magnússon, 4.4.2008 kl. 18:54
Þú ræður sem betur fer ekki stefnu Framsóknarflokksins Hallur .Hvað þá að þú að ráðir stefnu ríkisstjórnarinnar.Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði á fundi kjördæmissambands Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi haustið 2006 að ekkert í lögum gæti stöðvað álver í Helguvík.Enginn í flokknum dró orð hans í efa fyrir kosningarnar 2007.Þar fyrir utan hafa Þingeyingar sagt að þeir séu ekkert á móti álveri í Helguvík.Ég veit heldur ekki um neinn suðurnesjamann sem er á móti álveri á Húsavík,fyrir utan það fólk sem vill ekkert álver.En auðvitað átt þú að halda þig við fleira en húnæðismálin, þótt einhver kvenmaður hafi sagt annað í sjónvarpi fyrir stuttu.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.