Rúmur helmingur telur Valgerði bezta utanríkisráðherrann!
3.4.2008 | 14:35
Valgerður Sverrisdóttir er með yfirburðastöðu í huga fólks sem bezti utanríkisráðherra undanfarinna ára ef marka má niðurstöðu viðhorfaskönnunar á vefnum! Um hádegisbil höfðu 52,4% þeirra sem höfðu svarað spurningunni "Hvaða utanríkisráðherra hefur staðið sig bezt á undanförnum árum?" valið Valgerði!
Langt á eftir Valgerði kemur Ingibjörg Sórún sem horfði á eftir Makedoníumönnum ganga út á leiðtogafundi NATO. Ingibjörg Sólrún fékk 18,1% atkvæða. Næstur kemur Davíð Oddsson með 12%, þá Geir Haarde með 9,6%. Halldór Ásgrímsson rekur lestina með 8,4%.
Makedóníumenn ganga út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tók að vísu ekki þátt í þessari skoðanakönnun þinni og veit ekki hve margir svöruðu. Þú hefur hins vegar náð þínu fram samkvæmt því sem lesa mátti út úr textanum þegar þú kynntir inn þessa könnun. - Veit ekki hvort ég á að óska þér til hamingju en samt....þú ert ánægður, það er fyrir mestu.
Haraldur Bjarnason, 3.4.2008 kl. 14:40
Hallur Magnússon, 3.4.2008 kl. 14:43
Þetta val segir mikið um lesenda hóp þessa bloggs Framsóknarmenn upp til hópa gæti ég trúað..
Óskar Þorkelsson, 3.4.2008 kl. 16:56
Hjálp!
Manneskjan sem gerði sig að athlægi með hræðilegasta framburði á enskri tungu sem hefur heyrst hjá nokkrum ráðamanni.
Púkinn, 3.4.2008 kl. 19:21
Æi Hallur vertu ekki svona blindur.
Birgir Þór Bragason, 3.4.2008 kl. 21:59
Framsóknarmenn eru þá ekki á eins köldum klaka og ég hélt - ef það eru daglega á bilinu 500 til 1000 Framsóknarmenn sem kíkja á bloggið!
Hæfni í utanríkisráðherramennsku fer ekki eftir framburði - heldur innihaldi og stefnu. Þar ber Valgerður af. Blindur maður gæti séð það!
Einhverra hluta vegna hefur könnunin dottið út! Reyni að koma henni inn aftur á morgun - ef ég kemst aftur í tölvu hér í höfuðstað Norðurlands! Verð reyndar fyrst og fremst í fjallinu á skíðum á morgun! Því lítið bloggað um helgina.
Hallur Magnússon, 3.4.2008 kl. 22:33
Ertu nokkuð að spauga Hallur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.4.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.