Umsókn um aðild að Evrópusambandinu skaðar ekki sjávarútveginn!

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skaðar á engan hátt hagsmuni sjávarútvegsins, enda ljóst að það er unnt að semja um fiskveiðistjórnina í aðildarviðræðum.  Það er í alla staði hagsmunir Íslands að hefja nú þegar undirbúning að umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Það er reyndar ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum að hefja ekki nú þegar slíkan undirbúning.

Aðildarumsókn er nefnilega eitt. Innganga er annað.

Ástæða þess að ég sting niður penna öðru sinni í dag til að hvetja til undirbúnings aðildarumsóknar að Evrópusambandinu eru harkaleg viðbrögð andstæðinga Evrópusambandsins í athugasemdum við pistil minn "Undirbúum umsókn um aðild að Evrópusambandinu!"

Þar staðhæfa menn að ekki sé unnt að sækja um vegna sjávarútvegsins! Það er algjör firra því það er alveg ljóst að unnt er að semja um fiskveiðistjórnina.

Það eru fordæmi fyrir því að einstök lönd eða landssvæði haldi fullu forræði fyrir sjávarútvegnum. Má þar nefna Asoreyjar og Grænhöfðaeyjar sem dæmi. Ástæðan er sú að þessi landssvæði eru efnahagslega háð sjávarútvegi og floti Evrópusambandslanda hefur ekki veiðihefð innan lögsögunnar.

Það er ekki markmið ESB að gera einstök lönd eða svæði efnahagslega háð Brussel.  Þessvegna halda menn t.d. olíulindum, sjávarútvegi, skógrækt sbr Finnland og fleiru utan ESB ef þess er óskað í aðildarviðræðum.

Það verður aldrei hægt að tala sig niður á þá niðurstöðu sem við getum náð í aðildarviðræðum án þess að sækja um og láta á það reyna.  

Ég skal vera fyrsti maður til að greiða atkvæði gegn aðild að ESB ef ekki nást viðunandi samningar um sjávarútvegsmál og önnur atriði sem skipta okkur meginmáli. Hins vegar er ég nokkuð viss um að ég geti með góðri samvisku greitt atkvæði með slíkri aðild - þar sem ég tel okkur getað náð ásættanlegum samningum,

Reyndar er það ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum að hafa ekki þegar undirbúið aðildarumsókn - í ljósi þeirra hagsmuna sem Íslendingar hafa af Evrópusambandsaðild - ef ásættanlegir samningar nást um sjávarútveginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stærsta heimaverkefnið við hugsanlega umræður um ESB eru lausnir í sjávarútveginum. Því núverandi fyrirkomulag með dóm frá SÞ myndi ekki ganga. Hvernig við viljum hafa sjávarútvegin og hvaða hlutverki við viljum að hann spili er alveg undir okkur komið, það hefur ekkert með ESB að gera.

Fyrst þarf að afnema gjafakvótakerfið og koma á réttlátu kerfi sem byggir ekki á lénsskipulagi. Byggja upp strandveiði með því að taka frá grunnslóðina fyrir minni báta og önnur veiðafæri en botnvörpu. Því stærri sem skipin eru því utar eiga menn að vera. Aðalatriðið er að tryggja að aflanum verði ávalt landað á Íslandi og virðisaukandi vinnsla fari fram hér á landi.  Frjálslyndir, Samfó og nú síðast Framsókn eru með hugmyndafræði sem er eitthvað í þessa átt.

Hverjir veiða aflan er síðan annað atriði. Það má eflaust nýta sér danska fordæmið hvað það varðar. En til þess að geta keypt danska sumarbústaða lóð þá þarftu að hafa haft lögheimili í Danmörku í 5 ár. Þannig að til að geta keypt veiðiheimildir á Íslandsmiðum, þá þyrfti viðkomandi að hafa haft hér lögheimili í 5 ár amk. Þetta sömdu danir um við ESB á sínum tíma.

ESB aðild myndi líka auðvelda erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Ég held að menn gleymi því að án erlendra útgerðarmanna og fjárfestinga þeirra, hér við land þá hefðum við ekki náð að nýta okkur þessa auðlind. Síldarvinnsla, rækjuvinnsla, hraðfrysting og svo mætti lengi telja, er allt komið að utan.

Með aðild að ESB og upptöku evrunar þegar framliðustundir myndi eflaust bjarga greininni. Því hágengisstefnan með íslensku krónunni hefur verið að ganga að sjávarútveginum dauðum. Almennt séð þá tel ég að íslenskur sjávarútvegur sé mjög samkeppnishæfur og þarf ekki að óttast erlenda samkeppni, en það þarf að undirbúa menn.

Þakka fyrir góða og upplýsta  umræðu um þetta mál, án upphrópunar merkja.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei ekki umsóknin sem slík.  En hvað svo?

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ákveðinn misskilningur uppi um fiskveiðistjórn ESB og meintan mun á þeirri óstjórn sem ríkir þar og svipaðir óstjórn sem ríkir hér.

Ákvörðun heildarafla er með svipuðum hætti og hér þ.e. innlendir reiknisfiskifræðingar fara í röll og nota síðan gögn um afla liðins árs rétt eins og hér til að ákvarða aflamark. Í stað þess að rágjöfin fari beint til sjávarútvegsráðherra er niðurstaðan send til ICES, Alþjóða hafrannsóknarráðsins sem staðsett er í Danmörku.  Ráðið er samsett af reiknisfiskifræðingum frá þeim löndum sem senda inn gögnin og síðla árs er niðurstaðan send til ráðherraráðs í Brussel til ákvörðunar heildarafla á hafssvæðum ESB. Reiknisfiskifræðingarnir í ICES stimpla niðurstöður hvers annars enda vinna þeir eftir sömu kennisetningum sem reyndar hvergi hafa gengið eftir.

Í þessu lokaferli í ESB hefst mikill lobbíismi þar sem "hagsmunaaðilar" reyna að beita sínum áhrifum og þar fara fremst umhverfissamtök sem vilja banna veiðar og koma með hverja hryllingsskýrsluna af fætur annarri sem sýnir að það sé nánast búið að veiða allan fisk í hafinu.  Sjómenn reyna á móti að sýna fram á að það séu afar fá skip eftir á sjó og flotinn sé brot af því sem hann var fyrir tveimur áratugum og þess vegna gangi ekki upp að veifa stöðugt ofveiðigrýlunni.

Helsti munurinn á þessu ferli er að hér á Íslandi tekur ráðherra beint upp ráðgjöf reiknisfiskifræðinga sem virðast hafa brennt og gleymt vistfræðibókinni sinni á meðan ferlið í ESB er lengra þ.e. fer fyrst í gegnum ICES og Brussel en niðurstaðan er því miður sú sama.

Eftir að heildarafli er ákveðinn á hverju hafsvæði er það síðan aðildarlanda að úthluta veiðiréttinum og ekki er ég viss um að þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið hér við úthlutun séu til nokkurrar efribreytni þ.e. ef mið er tekið af nýlegu áliti Mannréttindanefndar SÞ.

Sigurjón Þórðarson, 27.2.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband