Formaður Guðni, félagi Össur og kvótakerfið
6.2.2008 | 09:21
Það vekur furðu mína að það vekji furðu sumra að Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vilji breyta kvótakerfinu og leita sátta um skynsamlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, nú þegar fram hefur komið að kvótakerfið í núverandi mynd kunni að brjóta í bága við mannréttindasáttmála.
Það er eðli Guðna - og Framsóknarmanna flestra - að ná skynsamlegu samkomulagi um meginatriði þjóðlífsins - þar með talið fiskveiðistjórnunarkerfið. Þá hafa verið um árabil skiptar skoðanir um útfærslu kvótakerfisins innan Framsóknarflokksins, þar sem menn hafa tekist á um leiðir, þótt það hafi ekki leitt til breytinga á opinberri stefnu flokksins - fyrr en nú.
Auk þess skipta mannréttindamál Framsóknarmenn miklu máli.
Félagi Össur tekur reyndar bakföll yfir skynsamlegri nálgun Guðna á bloggi sínu þar sem hann segir:
"Þess vegna rak mig í rogastans að heyra Guðna Ágústsson lýsa því yfir í Kastljósinu, að hann teldi það helsta kostinn til að breyta stjórnkerfi fiskveiða að skoða tillögur Samfylkingarinnar. Ég veit ekki hvort Guðni Ágústsson er með þessum einkennilegu sinnaskiptum að biðla til Samfylkingarinnar en ég er að minnsta kosti harðgiftur og ekki í skilnaðarhugleiðingum. Guðni Ágústsson er nýkominn úr ríkisstjórn, þar sem hann blessaði kvótakerfið kvölds og morgna, og lét Halldór Ásgrímsson berja sig til stuðnings við það einsog viljalaust verkfæri. Nú skiptir hann um eina skoðun daglega, og er í flestum málum kominn í fullkominn hring."Hver á að taka mark á svona flokki?"
Það er alltaf skemmtilegt að lesa pistla félaga Össurs - enda einn skemmtilegasti stjórnmálamaður landsins ásamt honum Guðna!
En sannleikurinn er hins vegar sá að Guðni var ekki að fatta upp á þessu í gær eða fyrradag. Stefna hans byggir á töluvert þroskaðri umræðu innan Framsóknarflokksins - þar sem sú leið sem Össur kallar leið Samfylkingarinnar - hefur verið áberandi í umræðunni innanflokks - þótt hún hafi ekki verið ofan á í stefnu flokksins hingað til.
Það eru nefnilega margar vistarverur í Framsóknarflokknum - enda áratuga hefð fyrir því að Framsóknarmenn séu sammála um að vera ósammála um einstök mál - án þess það sprengi flokkinn í tætlur. Má þar nefna td. afstöðuna til amríska hersins á sínum tíma - afstöðuna til Evrópusambandsins og - merkilegt nokk - afstöðuna til útfærslu á kvótakerfinu.
En grunneðli eðli Guðna - og Framsóknarmanna flestra - hefur verið það sama - að ná skynsamlegu samkomulagi um meginatriði þjóðlífsins - þar með talið um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Þess vegna er gott að hafa Framsóknarflokkinn með við stjórnvölinn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Athugasemdir
Össur er náttúrulega bara hlægilegur. Hann spyr hver eigi að taka mark á svona flokki eins og Framsókn, sitjandi sjálfur í ríkisstjórn þar sem Samfylkingarþingmenn og ráðherrar fara með miklar yfirlýsingar um fiskveiðistjórnunarkerfið og mannréttindanefndarúrskurðinn, en augljóslega ekki á neinni vegferð að fara að gera neitt með þetta til breytinga í raun því valdastólarnir eru of dýrmætir. Össur er ekkert nema kjafturinn.
Magnús Þór Hafsteinsson, 6.2.2008 kl. 10:26
Já, alveg eins og þú nafni, þess vegna eru þið stjórnmálamenn.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:03
Sæll Hallur. Ég segi eins og skáldi sagði forðum, lyftum þessari umræðu upp á ögn hærra plan. Við hérna í Samfylkingunni á Vopnafirði erum í samstarfi við Framsóknarflokkinn, og gengur mjög vel. Látum ekki þessa umræðu snúast um leiðinda skot á milli alþingismanna. Þeir dæma sig bara sjálfir. Guðni er bara að reina rífa fylgið upp hjá framsókn, það sama og frjálslyndir reyndu með innflytjandamálin. Það er gott að hann velur kvótann til þess. Ég hef alltaf vitað að Guðni er samvinnumaður. Skammvinnu hugsjónin hefur alltaf verið rétt, en hún hefur ekki fengið að blómstra eftir að Halldór Ásgrímsson varð formaður. Ef Guðni meinar eitthvað með þessu, út spili. Þá er hann á réttri leið með flokkinn.
Vigfús Davíðsson, 6.2.2008 kl. 11:57
Á dögum tvíhöfðanefndarinnar sem endskoðaði fiskveiðistjórnarlögin á árinu 1991 var það stefna SUF að taka upp fyrningu fiskveiðiheimilda og ég vek bara athygli á því að þá hafði enginn í samfélaginu heyrt um Samfylkinguna. Hún varð ekki til fyrr en mörgum árum seinna. Það að Samfylkingin hafi síðar tekið upp stefnu ungliða í framsóknarflokknum er auðvita bara gott mál og enn ein sönnun þess að þeir hafa aldrei fundið upp neitt hjól í íslenskum stjórnmálum.
G. Vald (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 12:11
Komum okkur upp úr þessum skotgröfum G.Vald. Fyrir mér skyrptir ekki máli hvaðan gott kemur. Reinum bara að sameinast um að breyta þessu rangláta kerfi.
Vigfús Davíðsson, 6.2.2008 kl. 12:24
Ef Össur vill vera marktækur og gera það sem honum er ætlað að gera sem er að stjórna, þá kannski er eitthvað hægt að taka mark á honum. En meðan höfuðið er fast í blogginu og fingurnir hreyfast ekki fyrir utan lyklaborðið þá hagar hann sér bara eins og ekta Samfylkingarmaður.........varla marktækur en kemur vel út í skoðunarkönnunum.
Það var þó dugur í Halldóri Ásgrímssyni, hann talaði ekki bara eða pikkaði á lyklaborð heldur framkvæmdi og náði samstöðu meðal margra hagsmunahópa um breytingar á ýmsu m.a. kvótakerfinu. Hann fór þar sem enginn annar þorði, þegar þörf var á.
Og ef nú er tími til að gera aftur breytingar á því, þá eiga menn að gera það á þeim stöðum sem breytinga er þörf og þær sjást og eyða óvissunni sem af þessu skapast í samfélaginu.....ekki bara hamast á lyklaborðinu.
Það sama á við um Guðna, hvaða breytingar vill hann..........eða er bara nóg að gaspra upp í vindinn meðan skipið siglir að feigðarósi.
Hvað maður er farinn að sakna þeirra Halldórs og Davíðs........eintómt pontufólk eftir á Alþingi okkar Íslendinga.
Gísli Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.