Hallur undir íhaldið!

Mér dauðbrá þegar ég leit inn á DV.is og sá þar fyrirsögnina: "Hallur undir íhaldið".

Ég róaðist þó fljótt þegar ég sá að fréttin fjallaði um Sigurð Líndal sem "...skilur ekkert í þeim orðum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að hann sé einn af óvinum Sjálfstæðisflokksins" eins og segir í fréttinni.

Fram kemur að Sigurður hefur kennt á námskeiðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og greitt í flokkssjóði. „Þeir hafa að minnsta kosti ekki sent mér peningana til baka ennþá,“ sagði Sigurður við DV.

Þessi staða í Sjálfstæðisflokknum er reyndar dálítið sérkennileg.  Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Líndal lögspekingur tjáir sig á lögfræðilegum grunni um álitamál sem Sjálfstæðismenn koma að - og þá er Sjálfstæðismaðurinn orðinn óvinur Sjálfstæðisflokksins?

Ekki það - ég veit um annan flokk sem liggur mér nærri þar sem áberandi flokksmaður aulaðist til þess með fljótfærni í bréfaskrifum og illa ígrunduðum orðum í spjallþætti - að verða í raun helsti óvinur flokksins síns.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er orðið svo dæmigert sérstaklega hjá íhaldinu, séu uppi aðrar skoðanir þá eru menn höggvnir. Afturá móti hef ég miklu mun minni áhyggjur af fíflagangi Guðjóns Ólafs tel hann dæma sig sjálfan, þó eru pólitísk víg orðin það subbuleg að manni líst ekki vel á. Hvort að þetta nær dýpra en ég er að ímynda mér, þori ég ekki að fullyrða.

Eiríkur Harðarson, 4.2.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Í húsi Föður míns eru margar vistaverur, sagði einn fyrsti Sjálfstæðismaðurinn, hér forðum.

Svo mun enn.

Öngvir hafa verið reknir úr Flokknum, frekar en út ú r Himnaríki, hvort þeir hafa komist þangað í sjóðu, eins og ku hfa verið með einnFramsóknarmann hér í eina en fræg er sagan af því þegar kona hans hún Gudda varp honum þangað inn í skjóðu.  (síðan er það alkunna, að Jón er að líkum EINI Framsóknarmaðurinn þar.

Líndal er og verður í Flokknum, eins lengi og honum finnst ekki ráð til að segja sig úr honum. 

Það hafa svosem vænir menn gert og er eftirsjá í þieim sumum, menn á borð við Matta minn Bjarna.

Öngvir hafa til þessa verið svo frakkir, að vilja reka nokkurn úr Flokknum.  Svo mun ekki verða.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.2.2008 kl. 14:26

3 identicon

Það var að heyra í þættinum með dómsmálaráðherra að Sigurður var kominn út í kuldann. Það sem gerir dómsmálaráðherra svo hættulegan er að hann talar af sömu sannfæringu í sambandi við ráðningu héraðsdómara og önnur efni í þættingum. Maðurinn er siðferðislega blindur. 

ee (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband