Ráđherrar vanhćfir hćgri vinstri?

Mér líkar illa sú ţróun í stjórnmálunum ađ ráđherrar geti komiđ sér undan pólitískri umrćđu međ vísan til ţess ađ ef ţeir tjái sig um einstök mál ţá geti ţeir orđiđ vanhćfir viđ afgreiđslu ţeirra á seinni stigum. Ég skil hins vegar rökin - en tel ţetta vera gengiđ út í öfgar.

Gagnályktunin er ţá sú ađ ráđherrar sem hafa tjáđ sig um einstök mál séu ţegar orđnir vanhćfir hćgri vinstri. ´

Viđskiptaráđherrann gćti ţannig veriđ talinn vanhćfur ađ taka á málum er varđa evru. Reyndar má ganga svo langt ađ halda ţví fram ađ ráđherrann hafi gefiđ Sjálfstćđisflokknum sjálfdćmi um gjaldmiđilsmál vegna einarđrar afstöđu ráđherrans sem vill ađ viđ göngum í Evrópusambandiđ og tökum upp evruna. Hann geti ekki beitt sér í málinu ţegar ţađ kemur á hans borđ í alvöru. 

Ég er reyndar sammála ráđherranum í ţessu efni - ţótt ég hafi bent á millileik sem er ađ taka upp fćreysku krónuna.

Fjármálaráđherra hefur á sama hátt ţagađ ţunnu hljóđi um vistarbönd sem sett eru á íslensku bankanna međ ţví ađ meina ţeim ađ gera upp í evrum.

Sé ekki betur en ađ samgönguráđherra sé meira og minna vanhćfur í samgöngumálum ţar sem hann hefur tjáđ sig hćgri vinstri um hvađeina er varđar slík mál - ţótt hann hafi fariđ í ţagnarbindindi vegna Sundabrautar - sem er vonandi ekki vísbending um ţađ ađ hann ćtli ađ elta vitleysuna í Vegagerđinni í ţeim málum.

Ţannig mćtti áfram telja međ alla ráđherrana.

Er ríkisstjórnin kannske meira og minna vanhćf nema hún snarhaldi kj..... ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Vanhćfi hlýtur ađ ráđast af hagsmunum frekar en skođunum. Annars eru allir stjórnmálamenn meira og minna vanhćfir í öllum málum, ekki satt?

Ţorsteinn Siglaugsson, 17.1.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Bjarni Harđarson

Er ykkur alveg sammála og held ađ í raun og veru eigi vanhćfisreglur vegna ummćla ekki ađ ná til pólitískra embćttismanna - ţađ liggur í hlutarins eđli. -b.

Bjarni Harđarson, 17.1.2008 kl. 13:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband